Margt og mikið Eins og kannski flestir vita þá eru Dallas Mavericks með besta árangurinn til þessa en þeir hafa unnið alla sína leiki eða um 10 talsins og stefna öruglega að því að vinna vesturdeildina. Liðin sem þeir hafa unnið eru Memphis , Golden state , Phoenix , Toronto , Chicago , Detroit , Portland , Cleveland , Boston og New jersey og eru þetta ekki nein léleg lið og þarf það mikið til þess að vinna lið eins og Portland og New Jersey.

Latrell sprewell er kominn aftur í lið New York Knicks eftir handabrot og átti hann ágætis leik á móti Philadelphia þar sem hann skoraði 16 stig á 31 mínútu en Philadelphia unnu þann leik með einu stigi í hörkuleik og dramatík í lokin þar sem Keith Van Horn skoraði úr víti fyrir 76 ers og ekki náðu New york menn að skora eftir það og á New York síðunni á nba.com var fyrir sögnin SIXERS SPOIL SPREWELLS RETURN. New York menn eru búnir að spila ömurlega það sem af er af þessu tímabili og sitja neðst í austurdeildinni með sigur og átta töp.

Spá mín um nýliða ársins hallast að Nýliða Chicago Bulls Jay Williams en hann var valinn annar í nýliðavalinu á eftir Yao Ming. Þessi 6-2 feta Guard úr Duke háskólanum ef búinn að spila mjög vel í leikjum Chicago, er með 11,7 stig á meðaltali á leik , 5 fráköst , 6,1 stoðsendingu og 2,8 varið skot. Hæsta stigaskorið hans í vetur var á móti New Jersey þar sem hann skoraði 26 stig sem er mjög gott miðað við nýliða.

Kínerski risinn Yao Ming átti í erfiðleikum í fyrstu leikjum sínum í NBA deildinni en hann hafði bara verið í U.S.A í nokkrum dögum þegar hann spilaði fyrsta leikinn sinn en hann skoraði ekki eitt stig þá. Maður getur rekið þessa lélega byrjun til þess að í kínversku deildinni þar sem hann spilaði þar var engin samkeppni fyrir svona stóran mann en ég er viss um að hann eigi eftir að vera með bestu Centerum í deildinni mjög bráðlega og hann sýndi það í nótt þegar Rockets sigruðu Lakers með 93 stigum gegn 89. Á þeim 23 mínútum sem hann lék skoraði hann 20 stig , tók 6 fráköst og hitti úr öllum sínum 9 skotum og báðum sínum vítum og maður getur sagt að hann var með 100% nýtingu í leiknum.

Nýliði Washington Wizards í fyrra Kwame Brown , sem var valinn af hinum eina og sanna Michael Jordan átti það erfitt í fyrra en núna er hann að spila mjög vel (miðað við fyrra). Var hann þá fyrsti leikmaðurinn sem var valinn fyrstur í nýliða valinu sem kom beint úr menntaskóla , en það getur haft með sér sína galla að fara beint úr menntaskóla og sleppa allri reynslu sem maður eignast með því að spila í háskóla. Er hann nú búinna að tvöfallda meðal skor sitt milli ára og er með 10,2 stig á leik , 8,4 fráköst og 2 blokk per leik.

Það kemur mér virkilega á óvar hverjir eru í öðru sæti í deildinni en Indiana Pacers hafa það sæti með aðeins 1 tapaðan leik en sá leikur var á móti New Jersey Nets þar sem þeir töpuðu með 11 stigum en hafa hins vegar sigrað 8 leiki.