Spáð og spekúlerað  fyrir NBA Núna er NBA deildin að byrja í kvöld og vonandi mun þetta áhugamál verða virkara núna. Þess vegna ætla ég að fara yfit riðlana, liðin og spá hvernig fer. Vonandi nennið þið að lesa þetta.
(Spá ESPN er fengin úr DV)

Í dag er Vesturdeildin einfaldlega miklu sterkari en Austrið. Þar eru tvö bestu lið deildarinnar, Sacramento og LA Lakers, þar er Shaq, Kobe, Duncan, Dirk Nowitzki, Gary Payton, Kevin Garnett, Peja Stojakovic, (Yao Ming???) og núna stoðsendinga kóngur deildarinnar, Andre Miller. Fyrirfram myndi maður spá sigri Sacramento eða LA en allt getur gerst, eins og sannaðist hjá New Jersey í fyrra.

MIDWEST DIVISION - MIÐVESTURRIÐILL

Það er nokkuð öruggt að San Antonio Spurs og Dallas Mavericks munu ráða lögum og lofum í Miðvesturriðlinum í vetur. Dallas er búið að byggja upp stórskemmtilegt lið með snillingunum Michael Finlley og Steve Nash og síðan besta leikmanninum frá Evrópu í dag, Dirk Nowitzki. Hann brilleraði á HM í sumar og var valinn MVP þar og er einn fjölhæfasti leikmaður deildarinnar. Dallas er eitt besta sóknarlið deildarinnar og ef að vörnin er komin í lag eiga þeir góða möguleika að standa í hárinu á Lakers og Sacramento.
San Antonio byggir hinsvegar allt upp á einum leikmanni, Tim Duncan. Hann leiddi þá til sigurs í riðlinum í fyrra og var valinn MVP. En núna tel ég að það sé einfaldlega ekki nóg að hafa hann. The Admiral erorðinn gamall og þótt hann muni eflaust gera eitthvað dugar það ekki til. Franski pointarinn Tony Parker átti gott season í fyrra og er mjög efnilegur en er ekki neinn afburða skorari og það er eitthvað sem vantar. Steve Smith mun örrruglega setja nokkrar (3ja stiga) körfur en hann er ekki neinn afburða leikmaður eins og þegar hann var hjá Atlanta.
Í baráttunni um 3. og 4. sætið verða líklegast Minnesota og Houston. Minnesota hefur gengið illa í playoffs seinustu ár en ég hugsa að þeir muni eiga ágætt tímabil þetta árið. Kevin Garnett er orðinn frábær alhliða leikmaður og er allt í öllu hjá þeim, því að Terrell Brandon er meiddur og spilar lílegast ekkert þetta ár. Houston áttu lélegt ár í fyrra enda var Steve Francis sá eini sem gat eitthvað þá, en þeir urðu heppnir og fengu fyrsta valrétt í nýliðavalinu. Þar fengu þeir kínverska turninn Yao Ming. Ef hann mun ná að fóta sig í NBA þá eiga þeir fína möguleika að komast í playoffs.
Elliheimilið Utah Jazz, með þá John Stockton og Karl Malone held ég að sé orðið einum of þreytt fyrir úrslitakeppni, þrátt fyrir að þeir hafi komist þangað seinustu 19 árin. Memphis hefur gott byrjunarlið á pappírnum en það vantar samtöðu. Það virðist skipta Jason “The White Chocolate” Williams meira máli að gefa sendingu fyrir aftan bak heldur en að leiða liðið til sigurs. Þegar hann verður þroskaðari mun hann hinsvegar verða örugglega mjög góður pointari. Ef að Spánverjinn öflugi mun eiga gott ár þá gætu þeir samt alveg staðið í barráttu við Houston um 4ða sætið.
Síðan er það Denver Nuggets sem að mun miðað við leikmannahópinn núna prýða sjöunda og seinasta sætið í riðlinum.

Mín spá: Spá ESPN:
1. Dallas Mavericks 1. Dallas Mavericks
2. San Antonio Spurs 2. San Antonio Spurs
3. Minnesota Timberwolves 3. Minnesota Timberwolves
4. Houston Rockets 4. Utah Jazz
5. Memphis Grizzlies 5. Houston Rockets
6. Utah Jazz 6. Memphis Grizzlies
7. Denver Nuggets 7. Denver Nuggets

PACIFIC DIVISION - KYRRAHAFSRIÐILL

Þökk sé einu liði hefur Kyrrahafsriðillinn verið langsterkasti riðillinn seinustu fjögur árin. Eins og allir vita er liðið LA Lakers. Með Shaq, Kobe og Phil Jackson hafa þeir verið óstöðvandi og unnið þrjú seinustu skiptin og geta orðið fyrstir í 36 ár til að vinna NBA fjögur ár í röð. Reyndar er Shaq ennþá meiddur í stóru tánni en það mun (því miður) lagast og hann mun koma sterkur til leiks. Ennfremur hefur Kobe bætt á sig sjö kílóum af vöðvum og það mun verða erfitt að stoppa þá í vetur. Þótt ég hati Lakers og sérstaklega Kobe og Robert Horry sem alltaf þarf að eyðileggja allt þá verð ég að spá þeim sigri í riðlinum, það er að segja ef að Shaq og Kober verða heilir.
Sacramento er komið með ótrúlega öflugt lið og það er eina liðið sem á möguleika að stoppa Shaq og co. Chris Webber hefur alltaf verið góður leikmaður, Peja er orðin besta skytta deildarinnar, og Mike Bibby hefur þróaðist ótrúlega mikið sem leikmaður á seinasta tímabili. Síðan er Vlade Divac, þótt han sé orðinn gamall að spila sín bestu tímabil. Þeir voru sekóndubrotum því að vinna Lakers og það mun örugglega verða mikil barrátta á milli þeirra núna. Þeir eru með eitt skemmtilegasta liðið og vonandi verða margir leikir sýndir með þeim í vetur.
Með Andre Miller innanborðs ætti Clippers að geta gert skemmtilega hluti í vetur en þeir eru með ungt og efnilegt lið sem mun verða í baráttunni um meistaratitil eftir nokkur ár ef að svona heldur áfram. Samt mun byrjunin verða erfið því að meirihluti byrjunarliðsins, þeir Lamar Odom, Michael Olowokandi og Elton Brand eru allir meiddir eða að stíga upp úr meiðslum.
Portland, Seattle og Phoenix munu líklegast vera í barráttunni um sæti í úrslitakeppninni, eða fjórða sætið og ég spái Phoenix Suns því sæti. Þeir eru með tvo snillinga, þá Shawn Marion og Stephon Marbury, sem að í fyrra sáu um tilþrifin fyrir liðið í fyrra en unnu ekki leikina. Þeir hafa núna (vonandi) þroskast og með þá tvo og síðan Penny Hardaway sem sjötta mann ættu þeir að geta náð einhverjum árangri. Portland TrailBlazers er hrúga af góðum leikmönnum sem kunna ekki að spila saman. Þeir eru með hinn gamalreynda Scottie Pippen, þriggja stiga skyttuna Bonzi Wells, rugludallinn Rasheed Wallace sem fékk flestar tæknivillur í fyrra og hinn 39 ára Arvydas Sabonis en samt virðist eitthvað klikka hjá þeim. Seattle er eitt af þessum eins manns liðum, Gary Payton er allt hjá þeim, en það dugar ekki og þeir munu ekki ná árangri þetta árið.
Golden State Warriors er samansafn af unglingum og þeir munu ekki frekar en seinustu ár ná góðum árangri enda er besti maðurinn þeirra farinn, hann Larry Hughes.

Mín spá: Spá ESPN:
1. LA Lakers 1. Sacramento Kings
2. Sacramento Kings 2. LA Lakers
3. LA Clippers 3. LA Clippers
4. Phoenix Suns 4. Portland TrailBlazers
5. Portland TrailBlazers 5. Seattle Supersonics
6. Seattle Supersonics 6. Phoenix Suns
7. Golden State Warriors 7. Golden State Warriors

Síðan Chicago Bulls var á blómaskeiði sínu hefur Austrið verið miklu lakara en Vestrið. Það hefur samt oft verið mikil barátta og flott tilþrif þar og ég hef alltaf haldið með þeim í stjörnuleiknum, enda er minn maður, Tracy McGrady þar. Samt eiga þeir engan möguleika í risana í Sacramento og Lakers.

ATLANTIC DIVISION - ATLANTSHAFSRIÐILLINN

Atlantshafsriðillinn er sá skemmtilegasti að mínu mati, þar eru sekmmtileg lið og mikil barátta og hann ætlar að verða þannig líka í vetur. New Jersey kom öllum á óvart í fyrra með því að komast í úrslitaleikinn. Það var mest einum leikmanni að þakka, honum Jason Kidd, sem átti frábært ár og mörgum fannst að hann ætti að vera valinn MVP. Núna eru þeir búnir að styrkja liðið með því að fá Dikembe Mutombo í staðin fyrir þá Keith van Horn og Todd MacCulloch og eru þannig betur í stakk búnir til að kljást við Shaq. Síðan eru þeir líka komnir með Rodney Rogers frá Boston sem mun gera eitthvað gagn. Með Jason Kidd í fararbroddi munu þeir líklegast vinna Austurdeildina
Vonandi verð ég ekki of óhlutlaus núna en Orlando er mitt uppáhalds lið og ég spái þeim öðru sæti. Tracy McGrady hefur þroskast ótrúlega og leiddi liðið í fyrra og var tilnefndur sem MVP. Núna er Grant Hill loksins kominn í lag og vonandi ekki búinn að gleyma miklu og Shawn Kemp kominn, en hann er búinn að vera í stöðugu prógrammi í sumar og búinn að bæta á sig þó nokkrum kílóum af vöðvum. Þótt hann muni ekki ná aftur sínu gamla formi mun hann gera eitthvað fyrir liðið. Magic er búið að standa sig mjög vel í æfingaleikjum síðkastið og þetta verður árið sem eitthvað gengur hjá þeim.
Boston Celtics áttu gott ár í fyrra og komust í úrslit Austurdeildarinnar en þeir ery búnir að missa Kenny Anderson sem gegndi mikilvægu hlutverki hjá þeim í fyrra. Samt eru Paul Pierce og Antoine Walker þarna og þeir munu líklegast vinna flesta leikina fyrir þá. Philadelphia 76ers er alls ekki eins gott lið og það var. Samt eru þeir með Allen Iverson og þótt ég fíli hann alls ekki þá á hann þetta lið og hann ef að hann mun eiga gott tímabil þá mun liðið eiga gott tímabil.
Washington Wizards er komið með skotmaskínuna Jerry Stackhouse og Larry Hughes og auðvitað með MJ á bekknum en samt hef ég á tilfinningunni að þeim muni ekki ganga vel. Hinsvegar ef þeir fá miðherja í vetur þá má búast við árangri frá þeim.
Miami Heat og New York Knicks munu svo berjast um sjötta sætið og ég held að Knicks hafi betur þrátt fyrir að brjálæðingurinn Latrell Sprewell og Antonio McDyess sem meiddist nokkrum dögum eftir að Don Chaney keypti hann verði ekki með. Miami Heat án Alonzo Mourning er eins og ostborgari án osts. Eddie Jones er góður en ekki nógu góður.

Mín spá: Spá ESPN:
1. New Jersey Nets 1. New Jersey Nets
2. Orlando Magic 2. Orlando Magic
3. Boston Celtics 3. Boston Celtics
4. Philadelphia 76ers 4. Washington Wizards
5. Washington Wizards 5. Washington Wizards
6. New York Knicks 6. Miami Heat
7. Miami Heat 7. New York Knicks

CENTRAL DIVISION - MIÐRIÐILLINN

Eftir að blómaskeið Chicago rann út hefur Miðriðillinn orðið sá riðill sem minnst er varið í. Í fyrra komust tvö lið úr honum í undanúrslit en duttu bæði úr þar. Bestu liðin í riðlinum þetta árið verður líklegast New Orleans (frv. Charlotte) Hornets og Indiana Pacers. Baron Davis átti gott tímabil í fyrra og núna er Jamal Mashburn er kominn aftur, en lá veikur á sjúkrahúsi allt seinasta tímabil. Síðan er P.J. Brown góður frákastari og baráttuhundur. Indiana Pacers er með góða blöndu af ungum, efnilegum leikmönnum eins og Jermaine O’Neal og Jamaal Tinsley og gömlum jöxlum og fer þar fremstur í flokki ein besta skytta deildarinnar, Reggie Miller. Hann mun leiða liðið og mun vilja koma því langt en hann fer bráðum að hætta.
Atlanta Hawks er komið með gott byrjunarlið þótt að bekkurinn sé slappur, þeir fengu Glenn Robinson í sumar og fyrir eru Jason Terry og Shareef Abdur Rahim. Þetta þríeyki ætti að koma þeim eitthvað áfram og Theo Ratliff verður að spila eitthvað en hann spilaði aðeins þrjá leiki í fyrra. Detroit Pistons vann riðilinn í fyrra en er búið að missa Jerry Stackhouse sem skoraði (og skaut) mest hjá þeim í fyrra en Richard Hamilton og Hub Davis komu í staðinn og munu styrkja liðið eitthvað. Varnarmaður seinasta tímabils, Ben Wallace er þarna ennþá og mun halda vörninni saman en liðið er ekki eins sterkt og í fyrra.
Toronto Raptors hefur gengið ágætlega seinustu tímabil en Vince Carter þarf að eiga afgerandi tímabil til að það nái árangri þetta ár því að samhefjar hans er ekki nógu góðir. Milwaukee Bucks eru búnir að missa Big Dog og þótt að einn besti skotmaður deildarinnar, Ray Allen og Sam Cassell eru þarna ennþá tel ég þá ekki eiga eftir að ná góðu seasoni þetta árið. Chicago er búið að ganga hörmulega síðan MJ, Pippen og Rodman fóru en núna held ég að þeir nái ágætu tímabili (á þeirra mælikvarða). Þeir eru komnir með sterkann nýliða, Jay Williams og Jalen Rose sem brilleraði hjá þeim eftir að hann var seldur til þeirra um mitt tímabil í fyrra er þarna ennþá. Tyson Chandler náði sér ekki á strik í fyrra en nú þegar hann er kominn með reynslu held ég að honum gangi vel.
Cleveland átti verstu skipti ársins, fengu Daris Miles og Harold Jamison fyrir stoðsendingakónginn Andre Miller og Bryan Stith. Þeim mun ekki ganga vel í ár og verða pottþétt neðstir í riðlinum.

Mín spá: Spá ESPN:
1. New Orleans Hornets 1. New Orleans Hornets
2. Indiana Pacers 2. Indiana Pacers
3. Detroit Pistons 3. Detroit Pistons
4. Atlanta Hawks 4. Toronto Raptors
5. Toronto Raptors 5. Milwaukee Bucks
6. Chicago Bulls? 6. Atlanta Hawks
7. Milwaukee Bucks 7. Chicago Bulls
8. Cleveland Cavaliers 8. Cleveland Cavaliers

Hverjir komast í playoffs.

VESTURDEILDIN AUSTURDEILDIN

1. LA LAKERS 1. NEW JERSEY HORNETS
2. SACRAMENTO KINGS 2. ORLANDO MAGIC
3. DALLAS MAVERICKS 3. NEW ORLEANS HORNETS
4. SAN ANTONIO SPURS 4. BOSTON CELTICS
5. LA CLIPPERS 5. INDIANA PACERS
6. MINNESOTA TIMBERWOLVES 6. PHILADELPHIA 76ERS
7. PHOENIX SUNS 7. DETROIT PISTONS
8. HOUSTON ROCKETS 8. WASHINGTON WIZARDS