Lakers tapa og Kobe í stuði Tímabilið hefur ekki byrjað vel hjá meisturum Lakers en þeir hafa tapað 4 af 6 leikjum þeirra í vetur en má það rekja til þess að Shaq (Shaquille O'neal) er ekki með vegna uppskurðs á stórutá í sumar en hann er væntanlegur aftur mjög fljótlega. Lakers eru í 5 sæti í kyrrahafsriðlinum með 2 sigra og 4 töp. Liðin sem þeir hafa unnið eru L.A Clippers og Portland Trail Blazers en þeir hafa tapað fyrir San Antonio , Portland, Cleveland og í nótt töpuðu þeir fyrir Boston Celtics í mjög spennandi leik. Leikurinn var jafn eftir 4 leikhluta og þurfti þess vegna að grípa til framlengingar.
Paul Pierce negldi eina þriggja niður í stöðuni 93-93 þegar 1:54 voru eftir. Kobe bryant minnkaði muninn í 96-95 þegar mín var eftir 2 vítaskot frá Boston mönnun á lokakaflanum tryggðu Boston mönnum sigurinn eftir að Kobe Bryant klikkaði á 3 stiga skoti á síðustu sekúnduni.

Bryant í stuði
Kobe bryant hefur verið að nýta sér fjarveru Shaq þar sem hann þarf núna að stjórna liðinu einn síns liðs en Shaq og Kobe hafa verið að spila mjög vel saman undanfarin ár eftir að Phila Jackson tó við Lakers. Í þessum 6 leikjum leikjum sem hann hefur spilað hefur hann skorað 29 stig á meðaltali á leik , tekið 12 fráköst og gefið 7 stoðsendingar. Einnig hefur hann einnig tvisvar gert þrefallda tvennu en það er þegar einhver er með tveggja stafa tölu í þrem tölfræðiatriðum en fyrri skiptið var á móti Clippers þar sem hann skoraði 33 stig, tók 15 fráköst og 12 stoðsendingar en seinna skiptið var á móti Portland þar sem hann skoraði 33 stig tók 14 fráköst og 12 stoðsendingar.

Dallas ósigraðir
Dallas Mavericks er nú eina liðið í NBA sem ekki hafa tapað leik í deildinni þetta árið. Ekki eru þetta erfið lið sem þeir hafa unnið en þeir unnu samt og það er það sem skiptir máli. Þau lið sem þeir hafa unnið eru Memphis , Pheonix, Golden State og Toronto og hafa þeir Dirk Nowitzki og Steve Nash verið að leika mjög vel saman. Nowitzki er með 18.8 stig á meðaltali á leik og 11 fráköst en Nash hinsvegar er með 19.8 stig á meðaltali og 8 stoðsendingar.

Vince Carter Meiddur
Toronto hafa ekki verið að stíga feitan dans ef að maður getur orðað það svo vegna meiðsla Vince Carters sem hann hlaut gegn Houston Rockets nú á dögunum en einu liðin sem þeir hafa unnið eru Chichago Bulls og Washington Wizards. Hins vegar eru meiðsli Carters ekki það alvarleg og en læknir hans býst við 2 vikum í viðbót þangað til að hann geti spilað aftur.