Kobe Bryant slær óvænt met Kobe Bryant og Lakers tóku á móti Seattle í nótt þar sem Bryant var ótrúlegur og skoraði 12 þriggja stiga körfur þar á meðal 9 í röð í öðrum og þriðja leikhluta. Lakers unnu leikinn 119 gegn 98 og lauk Kobe kvöldinu með 45 stig þar af 12 af 18 þriggja stiga skotum og 16 af 28 í allt,Shaq kom næstu hjá Lakers með 20 stig 5 fráköst og 7 stoðsendingar. Hjá Seattle voru Desmond Mason og Vladimir Radmanovic atkvæðamestir með 19 og 18 stig hvor.

Fyrra metið átti Dennis Scott frá árinu 1996 með 11 þriggja stiga körfur í einum leik.

Phil Jackson sagði eftir leikinn: Ég held að ég hafi aldrei á æfi minni séð nokkurn leikmann eins heitan og Kobe var í dag.
Kobe Bryant: Mér datt aldrei í hug að ég ætti eftir að eiga leik eins og þennan á æfinni ég er engin þriggja stiga skytta en þetta er frábær tilfining að komast í svona zone, mér leið eins og hver einasti bolti færi ofaní.
Þegar hann var svo spurður hvort hann hefði einhverntímann átt leik eins og þennan svaraði hann að kannski þegar ég var 7 ára og skoraði 63 stig á móti 14 ára Ítölskum krökkum :)
Brian Shaw sem átti þetta met einu sinni þegar hann skoraði 10 þriggja stiga körfur í einum leik með Miami árið 1993 sagði:
Öll skotin snertu ekki einu sinni hringinn þetta var allt bara beint í netið! Vá
Nate Mcmillan þjálfari Seattle: Skotin sem hann var að taka voru skot sem maður vill að menn taki gegn okkur,3 eða 4 fet fyrir aftan þriggja stiga línuna með hend í andlitinu allan tíman! Hann hitti úr hvað 5 eða 6 í röð…. eða hvað ha 9 í röð nú þarna færðu það!
Lakers eru nú með 15 sigra og 20 töp og eru í tíunda sæti í vesturdeildinni.