Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

bonobo
bonobo Notandi frá fornöld 1.158 stig

Re: Magni ætti að fara í Eurovision

í Söngvakeppnir fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Enginn þekkir hann í Evrópu og hann er sko ekki frægur í Bandaríkjunum. Þetta Rockstar dæmi var bara einn af milljón raunverulegaþáttum sem eru á hverjum degi í sjónvarpinu í Bandaríkjunum. Enginn venjulegur Bandaríkjamaður þekkir Magna þannig afhverju ætti einhver Evrópubúi (fyrir utan Ísland) að þekkja hann? Svo skiptir ekki máli að vera frægur, það skiptir máli að vera með gott lag sem nær fólki í fyrstu spilun. Margir frægir hafa tekið þátt í Eurovision og ekki komist neitt lengra en...

Re: Gönguleiðir / 2-3 dagar??

í Ferðalög fyrir 17 árum, 3 mánuðum
www.fi.is býður uppá margar hugmyndur af gönguleiðum sem eru með svona guide.

Re: tenerife?

í Ferðalög fyrir 17 árum, 3 mánuðum
En það er vatnsleikjagarður, allsstaðar er annað hvort :)

Re: Hayden Panettiere

í Fræga fólkið fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Það er hræðileg tilfinning þegar frægu leikararnir eru yngri en maður sjálfur. Best að halda bara áfram að fylgjast með Angelina Jolie og þeim svo mér finnist ég ekki vera svona gömul :)

Re: HP Compaq fartölva til sölu - 40.000 kr!

í Vélbúnaður fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Hvað er þetta, þetta er fínasti gripur og virkar fullkomnlega með nýjum hörðum disk og kannski nýju batterí. Tölvan er bara í fínasta lagi, ekki svona neikvæðni! :)

Re: tenerife?

í Ferðalög fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Eg held samt að Mallorca, Portúgal, Benidorm og Kanarí standast þessar kröfur ykkar. Alltaf einhverjir vatnsleikjagarðar og tívolí allstaðar. Nema það er trúlega minnst hægt að versla á Kanarí en fyrir þessar 16 ára stelpur þá fá þær varla neitt nema brúnku á þessum sólarströndum. Ekkert hægt að versla af viti á þessum stöðum, allt bara strandarbúðir með sömu hlutina.

Re: HP Compaq fartölva til sölu - 40.000 kr!

í Vélbúnaður fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Ég er alveg til í að lækka verðið á henni.

Re: HP Compaq fartölva til sölu - 40.000 kr!

í Vélbúnaður fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Ef það er kveikt á henni þá þarf hún já alltaf að vera í sambandi. Batteríið hætti að endast án þess eftir hálft ár minnir mig. Batterí endast ekki oft lengi, og á 2ja ára tölvu er ekkert skrítið að það skuli ekki endast án tengis.

Re: Ferming ?

í Tíska & útlit fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Jú, fölgrænt fer vel við hvíta húð. Frænka mín sem er rauðhærð var í fölgrænum síðum kjól á fermingardaginn sinn, mjög töff.

Re: Nýi gamall stóll sem ég fékk mér

í Heimilið fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Mér finnst nefnilega lyktin alveg fínt og góðir sófar þegar eitthvað hellist niður, bara hægt að strjúka af með tusku. Hella mál með aðra sófa úr taui. En þægindin finnst mér ekki vera nóg :D

Re: Feng Shui innrétting

í Heimilið fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Ég hef allavega lesið að dauðir hlutir falla ekki undir Feng Shui (þornuð blóm, aska af dáinni manneskju eða uppstoppuð dýr). Einnig hef ég heyrt að það sé ekki sniðugt að kaupa notað rúm eða húsgögn því þau bera reynslu annars fólks og jafnvel neikvæða reynslu. Einnig er ráðlagt manni að taka rúmið sitt í gegn einu sinni á ári, viðra allar dínur og svoleiðis til að hreinsa neikvæða orku sem hefur átt sér stað á liðnu ári. En ég hef svosem ekkert kynnt mér þetta almennilega. Örugglega mjög...

Re: Ristavél

í Heimilið fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Fyrir jól í Tiger á Laugarveginum sá ég helvíti töff ristavélar á 800 kr stykkið, svona svartar með hauskúpu :D

Re: Nýi gamall stóll sem ég fékk mér

í Heimilið fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Það er nú engann veginn þægilegt að sitja í leðri. Þó það sé auðvitað mismunandi hvernig sófarnir líta út eins svona stórir sófar úr leðri eru bara hálf mismheppnaðir, en auðvitað mjög flottir í útliti.

Re: Ferming ?

í Tíska & útlit fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Ég var í dökkbláum kjól sem náði niður að hnjám. Sé aldrei eftir þeim lit enda valdi ég kjólinn sem mér fannst flottur og hugsaði ekkert endilega að hann væri eitthvað fermingarlegur en hann var mjög sparilegur. Flestar stelpur voru auðvitað í svona ljósum litum en ég hefði aldrei fílað það. Ég held að maður verði að fylgja því sem manni finnst flott og líður vel í. Ég hefði allavega ekki meikað heilan dag í hvítum kjól en þú getur það kannski. Enda erum við öll svo mismunandi. En þessi...

Re: MacBook

í Apple fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Jæja, ég fékk Macbookina mína núna áðan eftir rúmlega mánaða bið. Þessi sending er samt sem áður ekki komin því ég fékk tölvu sem átti að fara í hendur annarrar manneskju sem hætti allt í einu við eða eitthvað álíka. Allavega! Þá er ég súperglöð að vera loksins komin með tölvuna mína! Það er enn von fyrir þessa Apple menn eftir allt saman en ég ætla nú bara að versla við þá í brýnustu neyð og kaupa í stað það sem ég þarf eða langar í í Bandaríkjunum eða annars staðar í útlöndum :)

Re: Stalín í stiga

í Kettir fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Híhí, það er rétt. Ég hafði bara aldrei séð þína kisu! :D

Re: Ekta skotapils á mann

í Tíska & útlit fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Gæti verið. Ég man ekki hvað þetta hét en þetta voru svona nokkrar túristabúðir með miklu skotapilsaúrvali og þar sem lítið vatn var með svona fake-lochness skrímsli, þegar við vorum að keyra að Lochness vatninu þá stoppuðum við þarna :)

Re: Stalín í stiga

í Kettir fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Vá! Alveg eins og hún Kyoko mín í framan! Eða allavega nokkuð lík :D

Re: Herbergi til leigu!

í Heimilið fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Haha, 289 þús! Híhí, sniðugt.

Re: Herbergi til leigu!

í Heimilið fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Þetta er nú ekkert galið. Þú hefur greinilega aldrei búið annarsstaðar en hjá mömmu þinni og pabba. Í risinu í blokkinni minni er verið að leigja herbergi á 35 þús á mánuði, ca. 13 fm í mesta lagi. Ég hef heyrt um herbergi sem leigjast dýrari en það líka.

Re: Ekta skotapils á mann

í Tíska & útlit fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Ég sá svona bara í Skotlandi rétt hjá Lochness-vatninu.

Re: Flugfélag?

í Ferðalög fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Svo koma skatta ofan á, ekki gleyma því. Flug er oftast í kringum 25 þús ódýrast án allra afslætta.

Re: Eftir menntaskólann?

í Skóli fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Einnig kallað GAP year :D

Re: Eskimo

í Tíska & útlit fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Sendu þeim email með helstu upplýsingum (hæð o.fl.) og ca. 2 myndum af þér, eina sem er af andlitinu (close-up) og aðra sem sýnir allan líkamann (full-body-length) og þá skrá þær þig allavega í casting.

Re: Augnlinsur eða gleraugu?

í Tíska & útlit fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Jamm, það er dýrt að fæðast með léleg gen :/
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok