Hayden Panettiere Hayden og Fjöldskylda:

Hayden Leslie Panettiere fæddist 21 ágúst árið 1989 í Palisades New York.
Hún býr enn hjá foreldrum sínum Lesley og Skip ásamt yngri bróður, Jansen. En vegna hlutverki hennar í sjónvarpsþættinum “Heroes” þurfti hún nýlega að flytja til Los Angeles vegna þess að hún þarf að vera stöðugt á tökustað næstum alla vikuna. Þegar Hayden er ekki að vinna á tökustað er hún vanalega að sinna áhugamálum sínum sem eru að hanga með vinum, syngja, dansa, blak og brimbretti.
Hayden er að “deita” hinn tvítuga Stephen Colletti úr raunveruleikaþættinum Laguna Beach.

Leikferill:

Móðir hennar setti hana í bransann aðeins 11 mánaðar gamla í auglýsingar. Síðan fjögurra og hálfs árs fékk hún hlutverk í sápuóperunni One Life to Life sem hún var í til ársins 1997. Síðan þá hefur hún komið fram í mörgum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.
En Hayden er þekktust fyrir leik sinn í kvikmyndunum Raising Helen, Dust Factory, Bring it on all or nothing, Racing Stripes og The Ice Princess.
Áður en Hayden byrjaði í “Heroes” var hún best þekkt í Bandaríkjunum sem Lizzie Spaulding í sápuóperunni Guiding Light.
Aðeins ellefu ára lék Hayden í Remember the Titans með stórleikaranum Denzil Washington og ári seinna í Joey Sombody með Tim Allen.
Svo ung að aldri til að byrja í bransanum hefur hún komið fram í öllu mögulegu, svosem í auglýsingum, bíómyndum, sjónvarpsmyndum, sjónvarpsþáttum, tölvuleikjum, teiknimyndum, spjallþáttum, leikriti og talað inná snældu.


Tónlist:

Hayden hefur alltaf haft gaman að söngi og þessvegna hefur hún smátt saman fetað sig áfram í tónlistarheiminum. Upp að þessu hefur hún einungis sungið lög í kvikmyndir en Hayden hefur nú skrifað undir samning hjá Hollywood Reccords og á platan hennar að koma út vorið 2007.
Hayden hefur sungið inná smáskífuna Girl Next Door Album sem inniheldur aðrar ungar söngkonur á borð við Hilary Duff og Jojo. Einnig hefur hún sungið inná kvikmyndirnar Cinderella Story 3, The Ice Princess, The Dust Factory og Tiger Cruise.
Í viðtali við Hayden segir hún eftirfarandi. “ Þegar ég er að leika fæ ég að vera einhver annar en þegar ég er að syngja fæ ég að vera ég sjálf.”

Verðlaun og tilnefningar:

Hayden hefur nýlega unnið People Choice Awards fyrir sjónvarpsþáttinn Heroes þar sem hún leikur eitt af aðalhlutverkunum. Einnig hefur hún unnið Young Artist Awards fyrir leik sinn í Remember the Titans en verið tilnefnd einu sinni til Golden Globes Awards, tvisvar til Las Vegas Film Critics Society Awards, fimm sinnum til Young Artist Awards og að lokum tvisvar til Young Star Awards.


Kvikmyndir:

2007 Shanghai Kiss
2006 The Architect
2006 Bring It On: All or Nothing
2006 All Fall Down
2006 Mr.Gibb
2005 The Ice Princess
2005 Racing Stripes
2004 Raising Helen
2004 The Dust Factory
2003 Normal
2001 Joe Somebody
2001 The Afair of the Necklace
2000 Remember the Titans
1999 Message In a Bottle
1998 The Object of My Affection

Sjónvarpsþættir:

2006 Heroes
2006 Skater Boys
2006 The Book of Daniel
2006 Commander and Chief
2003 & 2005 Malcom in the Middle
2001 & 2005 Law and Order
1999 Touched by an Angel
2002 Ally McBeal
1998 A will of Their Own
1996 Guilding Light
1996 How do you spell God?
1994 One Life to Live

Tölvuleikir og teiknimyndir(rödd):

2002 Kingdom Hearts II (VG)
2002 Mark of Kri (VG)
2002 Kingdom Hearts (VG)
2000 Dinosaur
1998 A Bugs Life