Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Að spila upp úr bók

í Spunaspil fyrir 22 árum, 5 mánuðum
ég hef spilað ævintýri sem stjórnandinn bjó til upp úr bók…það versta við það var að hann var alltaf að búast við því að við gerðum eins og í bókinni. en, jú…margir leita sér að hugmyndum í bókum eða bíómyndum, það er nú einu sinni sagt að það sé búið að hugsa upp allt mögulegt, maður þurfi bara að hugsa það upp aftur. sumir lenda í einhverri krísu við þetta, halda að þetta sé að stela og eru alltaf að spyrja, tókstu þessa hugmynd úr þessarri bók eða þessarri mynd…óþolandi, til að orða það...

Re: Paladin í vanda!!!

í Spunaspil fyrir 22 árum, 5 mánuðum
úr draumráðningabók frá árinu 1950 eða svo: Krókódíll: ef þig dreymir þessi ógeðslegu kvikindi… málið með sútarann…það er hvað, skinner eða eitthvað svoleiðis á ensku. persónulega finnst mér rosalega gaman að þýða öll þessi hefðbundnu spunaspilsnöfn yfir á íslensku…kíkið bara á jarðafla spunaspilsíðuna mína fyrir dæmi um það ;o) - linkur á hana hérna á huga. bj0rn - ég þarf að fara að endurskoða textauppsetninguna á þessrri síðu minni.

Re: kender

í Spunaspil fyrir 22 árum, 5 mánuðum
persóna sem ég leik lenti í því um daginn að þurfa að skilja eftir miða fyrir halfling með skilaboðum um hvert persónan mín og hópurinn fór. við skiptum út miðanum sem var frá honum og settum í staðinn: “Yo! halfling. Sabretooth mountain.” eftir smá vangaveltur og hlátursköst þá ákváðum við bara að halda áfram…þetta var ekki okkar vandamál :o) bj0rn - það voru dvergar sem “sköpuðu” kenders, réttara sagt, dvergapersónan mín!

Re: Paladin í vanda!!!

í Spunaspil fyrir 22 árum, 5 mánuðum
sko…það lítur út fyrir að þessi hópur sé ekkert hópur og hafi litla ástæðu til að hanga saman nema fyrir þá óheppilegu tilviljun að stjórnendur persónanna slysuðust til að setjast við sama borð og halda þá að þeir verði endilega að halda persónunum sínum í hóp. ég mæli með að þið, spilararnir, takið ykkur til og búið til HÓP, en ekki persónur sem eru saman vegna þeirrar einu ástæðu að þið sitjið við sama borð. búið til ástæðu að þið eruð í hóp ÁÐUR en þið búið til persónurnar, þannig getið...

Re: STJÓRNENDUR sem gefast aldrei upp!!!!

í Spunaspil fyrir 22 árum, 5 mánuðum
og tekur líka ótrúlega stuttan tíma að ljúka þessu…ofsalega þægilegt að vera vinna í svona tölvudjobbi þar sem maður nýtir tímann í huga-leikfimi. bj0rn - …

Re: hvað áum við að gera?

í Spunaspil fyrir 22 árum, 5 mánuðum
hvernig fór annars? bj0rn - ?

Re: STJÓRNENDUR sem gefast aldrei upp!!!!

í Spunaspil fyrir 22 árum, 5 mánuðum
aha! skil þig… þröngsýni stjórnanda má alls ekki drepa persónu leikmanns! persónurnar eru auðvitað hluti sögunnar, þannig að stjórnandi verður að virða þær og aðgerðir þeirra sem hluta af sögunni, en ekki sem árásir á söguna og ætlaða útkomu hennar. Stjórnandi verður auðvitað að móta söguna í samræmi við aðgerðir leikmanna…biðst afsökunar á því að það kom ekki nógu vel fram frá byrjun. bj0rn - …

Re: STJÓRNENDUR sem gefast aldrei upp!!!!

í Spunaspil fyrir 22 árum, 5 mánuðum
mikið rétt, skemmtun er stór hluti af þessari athöfn og sú reynsla sem ég hef af því að spila og stjórna hefur sýnt mér að spilarar skemmta sér einna mest yfir því að lýsa einhverjum skemmtilegum atburðum úr sögu sem þeir lentu í forðum daga. þannig að ef sagan er góð og vel sögð þá skemmta leikmenninir sér nánast sjálfkrafa. eilítið um þá staðreynd, það er staðreynd stjórnandans að skemmta leikmönnunum. Mitt álit er að stjórnandinn er leiksviðið, andrúmsloftið og leiðbeinandi…ekki...

Re: Það er jú alltaf persónan sem skiptir máli...

í Spunaspil fyrir 22 árum, 5 mánuðum
já…það, núverandi ástand. auðvitað tók Minos upp á því að lenda aftur í vandræðum, alls ekki honum að kenna í þetta skipti! greyið lentí í smá cosmologo shifting sem henti honum og nokkrum öðrum yfir í heim dnd3e…þar sem undarlegir hlutir gerðust… beinagrindur sem ætluðu að drepa Minos duttu ekki í sundur við það eitt að ég horfði á þær, og þeim tókst meira að segja að hitta AC -10!!! í hvert skipti!!! og sama hvað ég reyndi þá voru þær ótrúlega snöggar í hreyfingum og tókst alltaf að víkja...

Re: Tölfræði spunaspilskerfa

í Spunaspil fyrir 22 árum, 5 mánuðum
klór, klór… ah, já…ég skil. 2x stig erfiðari take 10 kast… en verður eiginlega ekki að byrja á 8 eða 9? svona til að gera meðtalalinu ekki grikk. bj0rn - …

Re: hvað áum við að gera?

í Spunaspil fyrir 22 árum, 5 mánuðum
svoleiðis… þetta varpar miklu meira ljósi á atburðina. sko, það er greinilegt að þið eigið að tala við Soth, þú sagðir það sjálf. þú nefnir að hann sé “sofandi”, þannig að hvernig á að vekja hann? hann er að leita að Kitiara er það ekki? hann myndi örugglega vakna ef hann sæi tækifæri til þess að finna hana. sko, landið liggur svona…þið þurfið að vekja Soth, sem sagt vekja áhuga hans á því að vera vakandi. og eina leiðin til þess virðist vera að gefa honum raunverulega von um að finna...

Re: hvað áum við að gera?

í Spunaspil fyrir 22 árum, 5 mánuðum
ef þú ert prestur og biður til mín þá skal ég svara þér ;o) neinei, svona í alvöru… ég hef ekki spilað þetta ævintýri og hef heldur ekki mikinn áhuga á því að hjálpa einhverjum að “svindla” eins og vargur orðar það… en það sem þú nefnir, það að spila persónu sem er rosalega leiðinleg, eða rosalega gáfuð eða eitthvað svoleiðis…eitthvað sem er mögulega andstætt spilaranum sjálfum getur verið mjög ögrandi og þar af leiðandi erfitt… pældu aðeins í því sem þið eigið að gera, ég veit ekki til...

Re: Spilar enginn Warhammer fantasy RP??

í Spunaspil fyrir 22 árum, 5 mánuðum
ég verð að mótmæla… heimurinn sem slíkur er mjög skemmtilegur, en kerfið sem slíkt er jafn slæmt og heimurinn er góður. ég hef sagt þetta áður, en kerfið byggist á prósentuköstum…lélegasta flata kerfið. hugmyndin með class advancement paths, þar sem þú verður að hafa verið highwayman áður en þú gerist highway captain og svo framvegis er mjög sniðug, en í röngu kerfi…betra hefði verið að nota bara boardgame reglurnar fyrir þetta dót. in/sanity kerfið er svo sem sniðugt, en of heftandi fyrir...

Re: Spilarar sem gefast aldrei upp!!!!

í Spunaspil fyrir 22 árum, 5 mánuðum
kj: neinei…maður þarf ekki að plata þegar sannleikurinn dugar ágætlega…það er bara spurningin um að láta sannleikann hljóma rétt fyrir áheyrandann ;o) bj0rn - bluffing is an art, not a skill!

Re: Spilarar sem gefast aldrei upp!!!!

í Spunaspil fyrir 22 árum, 5 mánuðum
helsta vandamálið er að persónurnar eru ekki búnar til sem hópur, heldur er þeim hent saman á misvelheppnaðan hátt… þetta gerir það að verkum að það verðu meira um árekstra og milli-persónu vandræði. annað vandamál er líka sérhæfing spilara…ég til dæmis tek oft af skarið í að tala við hinn og þennan npc, óháð því hvað ég er með í charisma…ég bara tala misóheppilega eftir persónutöfrunum mínum og meðlimir hópsins sem ég er í eru ekkert að koma mér í skilning um að ég eigi ekki að tala ef ég...

Re: Það er jú alltaf persónan sem skiptir máli...

í Spunaspil fyrir 22 árum, 5 mánuðum
ekki nema skiljanlegt að þú kannist við lítið af þessu :o) þetta er auðvitað staðbundið campaign hjá okkur félögunum… Kem með söguna um Duke Rowan Darkwood fljótlega hérna…hún er ágætlega áhugaverð…fyrir svona power play. bj0rn - …

STJÓRNENDUR sem gefast aldrei upp!!!!

í Spunaspil fyrir 22 árum, 5 mánuðum
sitt sínist hverjum verð ég að segja… ég hef lent í hópi þar sem fólk skiptist á að stjórna og í eitt skiptið sem ég var að stjórna endaði einn spilarinn í að drepa persónuna sína…og þar sem hann var húsráðandi þá fékk ég ekki að spila með hópnum eftir það… Hlutverk stjónanda er ekki það að drepa persónur eða vera á móti spilurunum…heldur að búa til leikmynd og segja sögu. Ef spilararnir lásu ekki nógu vel út úr skilaboðum stjórnandans hvernig aðstæðurnar lágu, eða að stjórnandinn gaf þeim...

Re: Nauðgun á efni og leikmönnum

í Spunaspil fyrir 22 árum, 5 mánuðum
sap er fyrir aumingja sem þola ekki að nota -4 á attack roll eða nota bera hnefa! bj0rn - ubermanneskjur = player charactera

Re: Nauðgun á efni og leikmönnum

í Spunaspil fyrir 22 árum, 5 mánuðum
maður getur nú stundum orðið of nasty, svo nasty að spilurunum finnst ekkert gaman að komast út úr vandræðunum lengur…af því að það virðist vera að hvert sem þeir snúi sér þá eigi þeir eftir að gera eitthvað sem þeir vilja ekki. bj0rn - getur verið agalega böggandi þegar spilararnir þora ekki að gera neitt.

Re: DM sem vanntar comment!!!

í Spunaspil fyrir 22 árum, 5 mánuðum
hrumph… þegar fólk er farið að biðja um stata fyrir guði þá er það fyrst farið að “power-playa”. látum okkur nú sjá. einu statarnir sem þú þarft líklega er að guð getur drepið mortal sem er án annarrar guðlegrar verndar með því að ímynda sér að hann sé dauður. þú gætir síðan litið á það að guðir séu með damage reduction upp á kannski 100/divine…þar sem guðir einir geta beitt divine orku eru guðirnir þeir einu sem geta sneitt fram hjá þessarri damage reduction. sumir eru kannski með damage...

Re: Das Ask

í Spunaspil fyrir 22 árum, 5 mánuðum
jújú, mikið rétt. ég man eftir þessarri auglýsingu. pabbinn var sögumaður og krakkarnir tveir voru að kasta teningum eins og brjálaðir…og mamman að hlægja… annars var askur voðalega “stolið” kerfi. svona samansafn margra kerfa. bj0rn - eða eitthvað svoleiðis

Re: Að drepa alltaf

í Spunaspil fyrir 22 árum, 5 mánuðum
ekkert endilega…það eru fleiri staðir en bara högg á hausinn sem geta rotað mann, ég persónulega hef rotað sjálfan mig með höggi á olnboga og hné! svo vildi skemmtilega til að olnbogahöggið átti sér stað eitt skipti þegar var verið að roleplaya…og einhverjir apar ákváðu að loka okkur inni í herberginu þar sem við vorum. það skipti engum togum en að ég tók mig bara til og henti mér á hurðina, eins og sönnum dverg…roleplay nördi sæmir. jújú, hurðin fauk upp og ég var voðalega ánægður að sjá...

Re: Tölfræði spunaspilskerfa

í Spunaspil fyrir 22 árum, 5 mánuðum
það lagar í rauninni ekki þær aðstæður að ef þú þarft 11 eru samt 50% líkur á að þér mistakist, miðað við það að take 10 er sjálfgefið þá ættu bara að vera 5% líkur á að þér mistakist ef þú þarft 11. köfum aðeins dýpra í þetta. persóna getur tekið 10 til að takast að klifra upp vegg. ef persónan þarf 11 eru 50% líkur að persónan fái ekki viðeigandi tölu upp á teningnum og samkvæmt reglum eru þá 25% líkur að persónan detti (mistakist með meira en 5). dálítið stórt stökk þarna, frá því að geta...

Re: Að drepa alltaf

í Spunaspil fyrir 22 árum, 5 mánuðum
neibb…þú þarft aðeins eitt vel staðsett högg til að rota mann. bj0rn - …

Re: Nauðgun á efni og leikmönnum

í Spunaspil fyrir 22 árum, 5 mánuðum
venjulegt fólk slekkur á málmskrímslum með emp sprengjum… bj0rn - ;o)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok