Svona smá hugleiðing í takt við síðustu grein vargs um nauðgun á efni og spilurum.

ég man tímana tvenna í spunaspili, dagana þar sem maður spilaði til að kasta upp á galdrahlutatöflunni í DM-guide. Þá sömu daga lifði maður fyrir það hvernig litinn augun voru á persónunni sem maður lék og hversu stórt og öflugt sverð hún sveiflaði.

í dag reynir maður að láta persónuna skipta meira máli, það er ekki hvernig hún lítur út eða hvað hún getur gert, heldur HVAÐ persónan gerir og hvernig hún hagar sér.

Ég man sérstaklega eftir einni persónu sem hefur lifað í gegnum báða þessa tíma, sú persóna kallast Minos…heitir eftir gömlum konung úr grísku goðasögunum. Konungurinn á eyjunni krít að mig minnir, sá hinn sami og átti völundarhúsið með nautmanninum (minotaur).

Saga hans hefst í Beastlands (planescape - plane of all the beasts and wilderness). Þó að hann hafi ekki haft mikinn áhuga á dýrunum og villtu náttúrunni þá mótaði umhverfið hann og persónu hans eftir sér. Minos lifði lífi sverðsins frá fyrstu tíð, slóst í för með geitmanni (bariaur) og saman ferðuðust þeir um hin undarlegu lönd guðanna þangað til för þeirra endaði í miðjuborginni Sigil. Þar fann Minos sálufélaga sína í hóp sem kallaði sig the Fated og stærði sig af “ég tek af því að ég á get það og á það því skilið”. eilítið dýrslegt eðli sem Minos hreifst mjög af.

Þess má til dæmis geta að yfirmaður the Fated rölti inn í aðalstöðvar þess um það bil viku eftir að hann kom til Sigil fyrst og heimtaði að verða yfirmaður…sem hann og varð. Saga þess manns er mjög áhugaverð, spannar frá uppruna hans í Toril í forgotten realms til 10 ára pyntingar í helvíti til þess að rölta um heimili guðanna þangað til hann bjargaði ásgarði algerlega á eigin vegum, fékk að launum að drekka úr mímisbrunni.
Guttinn var, tölulega séð: 19/20 ranger/cleric of heimdall með Str 20 Dex 17 Con 20 Int 18 Wis 20 Cha 18…eða eitthvað svoleiðis. sérstakir hæfileikar heimdalls voru eins og að heyra minnsta hljóð úr 500 feta fjarlægð og sjá ótrúlega langt.

allavega, aftur að Minos…sem í þjónustu the Fated rambaði inn í Forgotten realms og eftir eilítið staul og bras endaði óvart sem konungur mikils landflæmis þar. Jæja, best að gera sem best úr þessu hugsaði hann bara og bjó til eitt stykki konungsríki þar sem allir hugsuðu bara um sig og sína…

allt gekk mjög vel þangað til tvær undarlegar persónur gengu á fund hans og fóru að spyrja hann um einhver galdragutta sem hann þekkti ekkert rosalega mikið…atburðir sem spunnust út frá þessu enduðu með tortímingu konungsdæmissins.

í öllum þessum látum kemst Minos að því að annar þessarra persóna sem kom á fund hans var fyrrverandi konungur þessa lands…frá því fyrir 500 árum, og hin var einhver geðbiluð galdrakerling með sverð sem skar í gegnum nokkurn vegin hvað sem er. þannig að, hvað gat það skaðað að slást í för með þeim?

jæja…þessi grey galdrakarl sem þeir voru að spyrja um hafði óvart búið til nýtt drekakyn, andstæðudreka…og þeir tóku að hasla sér völl á svæði sem í gamla daga var kennt við zhentil keep. Sumir sættu sig ekki alveg við það, og varð það þeirra banabiti…en það er of löng saga að segja frá því. afleiðing þessa alls varð sú að það voru klón af ýmsum persónum sem var ekkert vel við persónurnar sem þeir voru klón af. ákvörðun var því tekin um að laga þetta, í fortíðinni!

Fólk gæti sagt að sú ákvörðun hafi verði mestu mistök í sögu…ja, eða ekki sögu forgotten realms. Minos er ósammála því :o).

það byrjaði á því að ekkert af öllum galdrahlutum Minos eða hinna persónanna fluttist með þeim aftur í tímann (þau voru ekki til þá), og eins mikið og Minos hafði “elskað” galdrahlutina sína þá yppti hann bara öxlum og klæddi sig í gömlu ferðafötin sín, setti á sig sverð eins og í gamla daga og rölti af stað til að redda málunum.

Minos hafði tekið upp galdralistina hérna forðum daga, til þess eins að geta notað alla hlutina sem hann hafði sankað að sér yfir tíðina…

en nú var kominn tími til að nýta gömlu taktana, sverð og hugarorku.

Allt þetta fortíðarvesen endaði síðan með því að Minos kom óvart í veg fyrir fall galdranna sem átti að enda Netheril tímanum og koma í veg fyrir eyðileggingu heimsins…

það kom okkur svo sem lítið við fyrr en við ætluðum að snúa til okkar tíma, sem þá var ekki til lengur. Þannig að við lentum í einhverju furðulegu tímaflakki þar sem við sáum forgotten realms smá deyja. við sofnuðum til dæmis í rólegu rjóðri eitt kvöldi en vöknuðum 100 árum seinna í eyðimörk.

einhver tíma þarna náðum við að koma í veg fyrir að einn af hópnum hjá okkur næði að koma chaos (úr dragonlance) inn í forgotten realms heiminn.

Allavega, aðstæður eru þannig:
Galdrakarlar Netheril eru í stríði upp á líf og dauða við pharimms sem eru að sjúga orkuna úr forgotten realms (svipað og dark sun) þannig að þeir hafa annað hvort drepið eða stökkt á flótta alla guðina nema guð galdranna sem þeir fönguðu í krystalturni til að halda orkunni í einstöku galdrahlutunum sem þeir bjuggu til til að halda sér á lífi.
pharimms berjast síðan á móti þeim með því að opna öll hlið helvítis og hleypa blóðstríðinu inn í the realms.

við röltum inn í þessar aðstæður þar sem galdrakarlar netheril nálgast okkur og saka okkur um að hafa drepið karsus sem ætlaði upprunalega að bjarga málunum með galdri sínum (sem Minos truflaði - alveg óvart!!!). Sögulega vissum við auðvitað hvað hefði gerst ef karsus hefði tekist galdurinn, en ekki galdrakarlar netherils.

Hvað gerir Minos þá, hvað nema segja svona eins og venjulega, með sínum venjulega hroka og yfirgangssemi: “hva, þetta er ekkert mál…tekur ekki nema svona klukkutíma að redda þessu”.

jæja…ég var því fenginn til að bjarga málunum…og jú, frekar einfalt. Ég bað bara til Ao, sem ég hafði náð sambandi við einu sinni áður vegna nýja drekakynssins og bað hann um að drepa guð galdrana aðeins…

og jújú, við það hurfu auðvitað allir galdrar úr forgotten realms, pharimms og galdrakarlar netheril drápust, hlið helvítis lokuðust og djöflarnir misstu mátt sinn og sugust smá saman aftur til heljar.

en eftir stóðum við í tómu forgotten realms…“hva! ekkert mál að redda þessu segir Minos”.

og áður en hægt var að segja “þegiðu” þá var Minos hent út úr forgotten realms og allt varð eins og það átti að vera…næstum því.

Minos hafði nefnilega stungið upp á því að ferðast bara aftur um í tímanum, en fyrst að við gátum ekki ferðast aftur til baka til tíma þar sem við höfðum verið áður þá bað ég bara Ao um að færa “atvikið þar sem guð galdra drapst aðeins” aftur í tíma þar sem við yfirgáfum gamla tímann á leið í nýja tímann.

Allur hópurinn okkar snéri því tilbaka eðlilegur, en mundi ekki neitt af því sem hafði ekki gerst (eyðilegging forgotten realms) en Minos var hent út úr Forgotten realms og bannað að koma þangað inn fyrr en eftir allt hafði gengið yfir. Minos þurfti þess vegna að bíða í um 5000 ár með að koma aftur til forgotten realms og ná í dótið sitt aftur. það var í fína lagi, hann nýtti bara tímann með hinum ýmsu drekum til að læra galdrana þeirra.

bj0rn - bara svona smá “power play”