Jább, vissulega fær maður á tilfinninguna á köflum að leiknum hafi hálfpartinn verið kastað út í tíma fyrir official útgáfudag, en þau moment eru ósköp fá, að mínu mati, og ég sé ekki ástæðu til að gera veður út af smá göllum, sem væntanlega verða strauaðir út í næstu bót. Að mínu mati er líka alltaf hægt að væla yfir einhverju. Ef EA hefði ákveðið að halda leiknum í hálfan mánuð í viðbót, þá hefði fólk bara vælt yfir því hvað þessir blessuðu EA/Dice menn eru latir, og seinir í vinnubrögðum....