Þegar maður fær að prufa bf í fyrsta sinn eru rosalega margir sem hrýfast að “sniper classinum” meðal annars ég. En svo með tímanum lærir maður hvað maður þarf að gera til að vinna “infantry” og “tanka” bardaga. Fyrst þegar ég prufaði skriddara fannst mér þetta rosalegt rusl og hafði allt still á f10 og notaði þá bara í neyð. En núna dýrka ég skriðdreka og hef alltaf stilla á f9 nema þegar ég er að líta í kringum mig eða keyra innum þröngt húsasund. En svona með tímanum lærir maður ákveðna taktík og ætla ég að deila minni taktík með ykkur.

Úr löngu færi stoppa ég oftast og skýt en nú orðið er ég farinn að rusha áfram og skjóta á leiðinni virkar oft. Smá hint: Byssurnar á PanserIV skera sig úr! Maður þarf ekki að miða mikið upp bara örlítið. En maður þarf að fikra sig áfram til að finna rétta miðið.

En í bardögum í návígi nota ég aðferðina að keyra áfram og reyna að bomba í hliðina eða í bossann á skotmarkinu.

Svo ef “infantry” hefur sett expack á þig og þú ert upp við hús eða eitthvað skjóttu þá í það og kallinn skíst upp og deyr í flestum tilvikum. Svo kann ég landminu trick en vil ekki vera að flakka því að þá mundu sumir kannski verða mér reiðir fyrir að segja. En ef þú stoppar fyrir framan base með mörgum köllum og sérð marga kalla/konur notaðu þá bæði drit skotin og bomburnar. Líka ef þú ert búinn að koma þér í stöðu að verja eitthvað líttu þá reglulega í kringum þig. Ef þú ert tankagaur er eiginlega must að vera enginer því þá geturu bakkað og lagað þig ef þú hefur orðið fyrir skaða. Þegar þú ert á tank taktu því rólega ekki rusha upp og eiðileggja tankinn fyrir liðinu heldur taktu því rólega og vertu öruggur með hvað þú ert að gera.

Til að taka niður rellur þá áttu að ýta á 2 og þegar þú sérð relluna og hún er að taka beygjur dritaðu þá aðeins fyrir framan hana en ef hún er að koma beint á þig dritaðu þá beint í hana. Svo ef þú ert óviðbúinn og heyrir flugvéla suð taktu þá snögga beygju til hægri/vinstri eða jafnvel settu í bakkgírinn. Svo er líka gott að hafa með sér einn aðstoðar mann sem coverar þig fyrir bazzooku köllum. En ef þú ert með gaur uppí hjá þér og hann byrjar að drita á fullu upp í loftið stoppaðu og ekki hreyfa þig neitt og leyfðu honum að taka flugvélina niður en ef hann dritar á jörðina beindu þínu miði í áttina og dreptu kallinn eða hvað sem hann var að skjóta á.

Eitt sem þið tankagaurar verðið að passa ykkur á er að þegar bíll kemur að ykkur eru mikilar líkur á að hann sé fullur af expacki og þegar kallinn “bailar” skjóttu þá í jörðina og hann skýst upp í loftið og getu ekki sprengt expackið og dettu síðan dauður niður.

Ég man ekki eftir meiru sem þið gætuð þurft á að halda en ef einhver lumar á einhverju þannig endilega látið byrjendurna vita. Einnig væri fínt ef menn eins og DEADMANWALKING, Aim@me, Iceberg og fleiri góðir tanka menn mundu segja frá sinni reynslu hér.

Ekki minna mig á allar stafsetnigavillurnar og með von um góða lesningu þakka ég fyrir mig

Kv,[I.N.C.] Zeifur (áður hljóðlátur drápari)