Og út af því að þér finnst þetta ekki góð hugmynd, þá er það bara algilt. Blessaður vertu, það hafa ekki allir sömu áhugamál! Mér finnst t.d. Fiska-áhugamálið og Buffy-áhugamálið alveg út í hött, en ég viðurkenni það þó fúslega að einhverjir hafa (eða höfðu) áhuga á þessum viðfangsefnum, og því set ég ekki frekar út á það. Sú staðreynd að rússíbanar eru ekki einungis einhver tískusveifla, eins og hinir ýmsu sjónvarpsþættir, bókmenntir eða dægurmál, finnst mér jafnframt ýta stoðum undir þá...