Þessi gata með dýru búðunum, ertu kannski að meina New Bond street eða Old Bond Street? Ég gekk niður aðra hvora, og vá, fancy búðir! Harrods er æði! :} Ég verslaði ekkert þar, fékk mér bara ís og kleinuhringi og einn dvd disk, en það var mjög gaman að labba þarna í gegn. Ég fór samt til London í allt öðrum tilgangi en að versla, svo að ég var ekkert að pæla mikið í búðum, var bara að labba um miðbæinn, kaupa kannski einn og einn hlut, og bara njóta þess að vera í fríi í þessari æðislegu borg :}