London baby! Ég fór í þessa verslunarferð í október svo að skiljanlega man ég ekki enn einhver smáatriði. Bara láta ykkur vita.

Það gerðist nú síðasta október að við fjölskyldan skelltum okkur í 4.daga fer til London til að heilsa upp á systur mína og fjölskyldu hennar.
Þessi ferð var þó ekki tóm skemmtiferð, nei. Við litla systir mín, sem við skulum kalla Birnu, komum þangað með aðeins tvö markmið. Heilsa upp á fólkið og VERSLA!

Fyrsta daginn okkar fórum við frá Knightbridge, þar sem búð stóru systur okkar er, og yfir í eitt dýrasta verslunarhverfið. Því miður man ég ekki götuheitið en þarna voru búðir eins og t.d. Gucci, Prada, Harvey Nicols, Harrods og Tiffany's. Flestar búðirnar voru með dyravörðum og svo fínar að ég og Birna þorðum ekki einu sinni inn.
En svo fundum við eitthvað sem við tvær vorum einmitt að leita að.
H&M
Við fórum í raun ekki í neinar aðrar verslanir alla ferðina en við kvörtum ekki yfir því. Þarna verslaði ég mér pils, 7. boli, úlpu og 3. peysur auk þess að fá mér mikið af fylgihlutum.
Við eyddum tveim verslunardögum í þessari einu búð. En við fórum samt líka í margar aðrar sniðugar verslanir eins og t.d. búð sem ég held að heiti Claire's accessories.

Það tók okkur nokkra daga að þora inn í Harrods en það tekur mann örugglega 3-5 daga bara að skoða þessa einu búð. Hún er á 5 hæðum og örugglega hálfur kílómetri á lengd.
Þar eru leikfangadeildir, nammideildir, ilmvatnsdeildir, kvenn- og karlfata deildir, deild einungis ætluð gæludýrinu þínu, skartgripadeild, matardeild auk margra veitingastaða og í kjallaranum er minningarreitur ætlaður Díönu prinsessu. Ástæðan fyrir minningarreitnum er að faðir Díönu á Harrods.
Trúið mér, ég týndist nokkrum sinnum þarna inni og hélt að ég ætti ekki afturkvæmt.
Ég mæli með að allir sem fara til London fara í Harrods, bara fyrir upplifunina.

Nú er stefnt að því að fara aftur til London í janúar og ég er strax farin að hlakka til að kíkja á nýju vörurnar í H&M auk þess sem að ég er ákveðin í skoða fleiri búðir eins og t.d. Kakoo (held að það heiti það). Það ætti að vera þægilegra núna þegar við systurnar erum farnar að vita nokkurnvegin hvar þessar búðir eru.