Mér fannst “kíktu í kók” leikurinn skemmtilegastur. Þá var svona gat á kókmiðanum, og þegar maður var búinn að drekka helminginn úr flöskunni, kíkti maður í gatið, og þar sást hvort maður var með vinning eður ei. Ég fékk svoldið marga vinninga í þessum leik, og varð gráðugur. Drakk og drakk heila kippu af hálfslítraflöskum á skömmum tíma, og ældi út af þeim ^^