eins og flestir vita er íslenskt skólakrefi fyrsta flokks steypa, nokkur dæmi um það: núna eru prófin hjá 8 og 9 búin og auðvitað samræmdu líka en samt er okkur haldið í skólanum… og ég og vinur minn vorum að hjóla heim úr fótbolta í gær og umræðan fer út í að í gamla skólanum okkar (1-6 bekkur) voru engar öryggismyndavélar og nánast hverja einustu helgi var eitthvað eyðilagt og ákváðum að fara aðra leið þannig að við færum að skólanum og tékka hvort það væru einhverjar myndavélar núna og þá segir hann að systur hans sem eru í þessum skóla núna þurfi að læra allar stærðfræði aðferðir sjálfar útaf nýrri stefnu í menntamálum… hvert er þetta land að fara?!