Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Grindelwald *Spoilermerkt*

í Harry Potter fyrir 16 árum, 9 mánuðum
hún var allavega ekki búin að því en hún sagði að henni fyndist það hljóta að haldast í hendur að þegar það eru stríð í galdramannaheiminum þá séu líka stríð í muggaheimum. Hún sagði jafnframt að ártalið á þessari baráttu hefði ekki verið tilviljun.

Re: Molly Weasley *SPOILER*

í Harry Potter fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Molly hefur alla tíð verið hetjan mín og varð bara frábærari í þessu atriði. “YOU BITCH” bara snilld. Molly er æði! En já eitt af meginþemum bókanna er að ástin er sterkari en allt og móðurástin sé sterkasta týpan. Þetta spilaði sterkt þar inn. En ég er brjáluð yfir Lupin og Tonks og fyrirgef Rowling það aldrei!!! Það var algerlega óþarft fyrir þau að deyja og bara til þess fallið að vera einhver “tear jerker” sem var alls enginn þörf á. Að missa Fred var alveg nógu slæmt. Ég skildi alveg að...

Re: Vákar

í Harry Potter fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Já en það er nokkuð ljóst að hann varð vitni að því þegar Cedric dó. Sama hvort að hann horfði á það eða fann fyrir því/heyrði það. Hann upplifði dauðann.

Re: Æji! (spoiler)

í Harry Potter fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Nah… hann var nú pretty evil. Ég hef alla tið haldi (og er ákaflega ánægð með að hafa haft rétt fyrir mér) að Snape sé í góða liðinu, hafi verið ástfanginn af Lily og það allt og sé þessvegna hluti af góða genginu en sé með ákaflega sadíska tendensa. Honum fyrirgefst ekki allt í mínum bókum útaf því að hann var í góða liðinu, en margt engu að síður. Kveðja Tzipporha

Re: Álit mitt á bókinni. *SPOILER!*

í Harry Potter fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Það er í rauninni byrjunin og endirinn á sama hlutnum eins og að koma og að fara. Þú ferð á einum stað (disapparate) og kemur á annan stað (apparate) Kveðja Tzipporah

Re: spurning (spoiler)

í Harry Potter fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Ég skil það sem svo að sverðið var bundið skólanum í gegn um hattinn og alveg eins og Harry gat dregið það uppúr flokkunarhattinum þvi hann var sannur gryffindornemi sem þurfti á því að halda þá gat Neville gert það líka. Gæti trúað að það hafi verið sjokk fyrir Griphook að fatta að það var horfið. En það var að sjálfsögðu aldrei hans til að byrja með.

Re: *spoiler* - spurning - *spoiler*

í Harry Potter fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Breytti Snape sér samt ekki í leðurblöku? Var hann ekki bara orðinn óskráður animagus? Mér skildist það.

Re: Harry Potter vs. Harry Potter-stækkunargleraugun mín

í Harry Potter fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Ha ha ha Já að sjálfsögðu megið þið slefa yfir þeim líka (ég efast samt um að einhver slefi yfir Dumbledore… hann er einum of rónalegur í þessum myndum) Ég hef það bara alltaf sterklega á tilfinningunni að þessar myndir séu búnar til með markhópinn 4 - 10 ára í huga og þá eru þeir líklegast ekki að búast við því að ungar stúlkur séu að horfa á. En takk fyrir síðast. Ótrúlega gaman að hitta þig við Nexus.

Re: Spurning dagsins

í Harry Potter fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Oh.. þetta var svo gaman. Ég mætti með jólasvein með mér. Hef ekki skemmt mér svona vel í bænum í mörg ár.

Re: Hver þorir?

í Harry Potter fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Sumarbúðum KFUM og K í Kaldárseli rétt fyrir utan Hafnarfjörð.

Re: Nexus - sjöunda bókin ?

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Þeir sögðu mér að þeir hefðu pantað fullt og það ætti að vera meira en nóg handa öllum.

Re: Það er aðdáðendur sem er að bíða á röðina núna..

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
í alvöru? Er hún af huga?

Re: Það er aðdáðendur sem er að bíða á röðina núna..

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Er þetta einhver frá okkur vitið þið það? Ég sá þetta líka á visir.is þar eru nöfnin þeirra og alles. Ég var einmitt að koma hér inn til að pósta um þetta og athuga hvort þetta væri einhver héðan. Frábært

Re: Þýðingar á orðum!

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Nákvæmlega. Mundi ekki hver það var, þetta var snilldin ein. Frábært að fá áminningu um þetta. Ég sagði það þá og ég segi það aftur: Snilldarframtak! Kveðja Tzipporah sem notaði þennan lista fullt þegar hún skrifaði endann á Unlikely Alliance ;P

Re: Þýðingar á orðum!

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Ah já ég mundi ekki eftir því nafni. Takk fyri

Re: Vangaveltur um 7.bókina

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Hann sendi Fönixregluna af stað til að bjarga Harry í ráðuneitinu í lok fimmtubókarinnar sem varð til þess að allir áttuðu sig á að Voldemort væri kominn aftur og að Voldemort fékk ekki spádóminn sem var búið að vera mjög mikilvægt fyrir Voldemort að ná. Hann hefði getað sagt að hann skildi ekki hvað Harry var að bulla. Hann hefði heldur ekki þurft að halda áfram að kenna Harry þegar hann var að flýja úr kastalanum. Hann hefði getað leyft þeim hinum að halda áfram að pína hann aðeins...

Re: Spurning dagsins

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
he he he Iss ég fæ eitthvað af liðinu mínu til að dressa sig upp líka ;P Mér finnst nú að fólk geti allavega mætt í náttfötum í þetta Magical Slumberparty Fólk er bara of hrætt við að sýna sinn innri nörda. Skil ekkert í þessu, eins og það er gaman að nördast. Fólk þorir því á netinu þar sem það sést ekki en ekki í real life þar sem það gæti þekkst. Ég segi bara fyrir mitt leiti, leyfið nördanum að gleðjast og gleðjist með honum. Þannig er miklu skemmtilegra að lifa. Kveðja Das Übernörd Tzipporah

Re: ATH! Ný tilkynning!

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
engan veginn. Ef þú ert búin að fá samþykki stjórnenda fyrir að fá bann á þá sem skemma (sem mér finnst ekkert of hart og er ánægð með þessa ákvörðun) þá þarf að vara fólk við á forsíðu. Þetta er eitthvað sem á eftir að velta yfir allan heiminn, hvort sem er netheima eða kjötheima og við verðum að verja okkar fólk og okkar rétt. Finnst ekki spurning um að setja tilkynningu á forsíðu því flestir sem skemma koma aldrei inn á hugi.is/hp.

Re: ATH! Ný tilkynning!

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Glæsilegt Það væri samt líka gott að fá að setja inn tilkynningu um þetta á forsíðuna. Það eru svo margir sem koma inn á aðra staði á huga og spoila þessu í undirskriftum þar án þess að fara nokkurntíman hér inn. Það gerðist allavega síðast. Flestir sem skemmdu þannig þá. bara smá vinaleg ábending frá fyrrum stjórnanda ;)

Re: Spurning dagsins

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Voðalega eru allir hérna leiðinlegir eitthvað. Ég ætla svo sannarlega að nota tækifærið og mæta í skykkju. Á geggjað flotta skykkju og fæ allt of sjaldan tækifæri til að nota hana. Svo ætla ég að mæta á skreyttri rútu! (og ég er ekki að grínast)

Re: ATH! Ný tilkynning!

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Þetta er glæsilegt hjá þér. Eru þessar reglur annarsstaðar en á /hp? Sér restin af huga þessar reglur líka? Kveðja Tzipporah

Re: Kjánalegur klæðnaður.

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
HA HA HA Það væri svolítið kúl. Það munaði litlu að við fengjum lánaðan rauðan tveggjahæða strætó til að mæta á en því miður var hann óskoðaður og verður ekki skoðaður á næstunni svo það gengur ekki.

Re: Stóri spádómaþráðurinn!

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Það var ekki beint sagt og við sáum þau aldrei kyssast eða neitt slíkt en um leið og Ron hætti með Lavender þá voru hann og Hermione voðalega kósý saman eitthvað og svo héldust þau í hendur ef ég man rétt í lok bókarinnar. Þau voru næstum byrjuð saman áður en Ron fór að dunda sér með Lavender svo það var augljóst hvert stefndi strax og hann vildi hætta með henni - og eiginlega allan tímann sem hann var með henni líka. Hann byrjaði bara með Lavender til að hefna sín á Hermione afþví að hún...

Re: Kjánalegur klæðnaður.

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Já í alvöru. Ég var svo svekkt því ég áttaði mig á að ég átti að vera með unglingahópinn minn í sumarferðalagi fyrir utan bæinn þessa helgi. Áttaði mig ekki á að þetta væri á sama tíma fyrr en eftir að allt var planað og engu hægt að breyta. Ég sagði fólkinu mínu að mér fyndist þetta hræðilegt og að nördinn í mér væri bara hálfgrátandi. Ég ákvað að fara sjálf og bauð fólkinu mínu að koma með, hugsaði sem svo að kannski vildi einhver einn eða tveir koma með og hinir yrðu eftir með hinum...

Re: Leið THT3000 til að hafa gaman af Harry Potter myndunum:

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Nei því að svo mikið í 5 bókinni eru lýsingar á staðarháttum sem auðvelt er að sýna með einni töku á meðan það þarf margar blaðsíður til að lýsa því í orðum. Annars standa öll mín orð í fyrra svari. kveðja Tzipporah
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok