Það er svo skrítið að Harry Potter bækurnar séu allar komnar út. Ég … ég bara er ekki alveg að ná því - mér líður liggur við eins og ég hafi misst einhvern nákominn. Ég er náttúrulega vælukjói aldarinnar, en ég grét eins og smábarn þegar ég lokaði síðustu bókinni í seríunni sem hefur fylgt mér síðan ég las fyrstu bókina, þá 9 ára…

Langaði bara að segja ykkur frá tilfinningum mínum (hehe)

Annars fannst mér sjöunda bókin allt sem ég bjóst við og meira til - ég fæ ennþá hroll af því að hugsa um það þegar Harry fór inn í skóginn til að deyja frá öllu… úfff og Snape… úfff og Battle of Hogwarts! og Fred!

Ég alveg elskaði Harry í þessari bók. Vá…

Vá ég bara þarf að lesa allar bækurnar aftur í gegn núna þegar maður veit allt…