Ég verð að segja að mér fannst ótrúlega flott af Rowling að láta Molly Weasley drepa Bellatrix. Ég bjóst að vísu alltaf við að Neville myndi drepa Bellatrix út af því sem hún gerði foreldrum hans en mér fannst þetta eiginlega flottari hugmynd. Molly var líklega mun kraftminni galdramaður en Bellatrix, en ég held, þó að Rowling hafi ekki sagt það beint, að hún hafi verið að sýna kraft móðurástarinnar með þessum parti. Drápararnir voru búnir að drepa Fred á þessum kafla og Bellatrix er að berjast við Ginny, einkadóttur Molly, og það er þá sem að Molly brjálast og ræðst á Bellatrix. Ég held að skilaboðinn með þessu hafi verið ein af óútskýranlegu reglunum í heiminum: “Hver einasta kona verður að ofurkonu þegar barnið hennar er í hættu.”
Ég held að Molly hefði ekki unnið Bellatrix ef að Fred væri ekki dáinn og Ginny væri í hættu. Hvað haldið þið?