Ég skal hér með játa eitt: ég er skítstressaður fyrir föstudeginum. Ekki út af bókinni per say (þótt auðvitað sé ég ákveðið sorgmæddur að ljúka seríunni) heldur við að fólk skemmi hana fyrir mér.

Mikið fannst fólki skemmtilegt þegar sú sjötta kom út, (xx killed xx!!!!) hrópað allstaðar sem maður fór á netinu. Þar sem allir fávitar heims settu þetta í MSN signature, í topic á póstum á forumum, öskruðu þetta einhversstaðar, etc… er ég bara skíthræddur að einhver eyðileggi bókina fyrir mér. Man nú m.a. eftir gaurunum sem hengdu stóran borða með þessu á Thames brú í London.

Ef fólk var svona mikið fífl við hana, hvað þá með seinustu bókina? Kommon.

Þess vegna ætla ég að standa í röðinni í Nexus, kaupa mér bók, inn í bíl, bruna heim, og ekki opna netið fyrr en ég er búinn að lesa.

Er þetta bara paranoia í mér eða er fólk sammála mér? :P

Ekki SÉNS að ég fari á netið allavega.
Wrought of Flame,