Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Survivor - spurning.... (2 álit)

í Raunveruleikaþættir fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Ég missti af lokaþættinum í síðustu seríu, þættinum þar sem allir hittast og spjalla og þannig. Svo missti ég af byrjuninni á fyrsta þættinum í gær og nú skil ég ekkert. Afhverju eru Steph og Bobby John aftur í þessari seríu? Mér finnst reyndar frábært að sjá Steph aftur hún er frábær karakter sem átti svo skilið að vinna síðast. Vona bara að það bitni ekki á henni núna. En getur einhver frætt mig um málið? Kveðja Tzipporah

Fjölskyldumorgnar (0 álit)

í Börnin okkar fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Mig langar til að benda fólki á fjölskyldumorgna sem starfræktir eru í flestum kirkjum á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Fjölskyldumorgnar, eða mömmumorgnar eins og þetta var áður kallað, eru opnir öllum þeim sem eru heima með börnunum sínum. Hvort sem um er að ræða mömmur, pabba, ömmur, afa, frændur, frænkur eða aðra. Í starfinu er lögð áhersla á mannleg samskipti og að barnafólk geti komið og átt notalega samverustund. Oft er boðið upp á fyrirlestra um efni sem tengist umönnun barna,...

Viðtal við J.K. Rowling 16. júlí 2005 - SPOILER - (40 álit)

í Harry Potter fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Emerson Spartz (ES), stjórnandi MuggleNet og Melissa Anelli (MA), stjórnandi The Leaky Cauldron hittu Joanne Kathleen Rowling (JKR) á útgáfudegi sjöttu bókar hennar um galdrastrákinn Harry Potter, Harry Potter and the Half-Blood Prince og fengu að taka við hana persónulegt viðtal. Þau höfðu þá fengið hvort sína bókina á miðnætti eins og svo margir aðrir og varið nóttinni í að lesa. Viðtalið birtist í heild sinni á ensku bæði á MuggleNet og á The Leaky Cauldron. Viðvörun: þetta viðtal er...

Stóð ég úti í tunglsljósi... Remus Lupin! (2 álit)

í Harry Potter fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Þetta er eiginlega flottasta myndin sem ég hef fundið af honum hingað til. Ég skil ekki afhverju svo fáir áhugalistamenn átta sig á því að Remus Lupin er flottur gaur sem er ekki svo gamall eins og flestir virðast halda. I blame W.B. Vildi óska að ég kynni að teikna.

Lupin og Sirius (4 álit)

í Harry Potter fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Hérna eru þeir félagarnir svo sama. Nokkuð skemmtileg mynd af þeim að mínu mati.

Lupin að skoða ræningjakortið (1 álit)

í Harry Potter fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Framhald af svari mínu á greininni Remus Lupin - persóna mánaðarins. Þessi Lupin finnst mér einna bestur. Á fleiri myndir eftir sama listamann. Sendi eina inn í viðbót á eftir.

OJ BARA!!! (19 álit)

í Harry Potter fyrir 18 árum, 8 mánuðum
OJ… ég var að hjálpa Fantasíu að finna mynd til að fylgja með grein sem hún er að útbúa og við vorum að skoða í gegn um áhugalistina á elfwood. OJ… hvurslags ógeðshugsunarháttur er í gangi hjá fólki. Ég er komin með æluna upp í kok. Jú jú, mikið af mjög flottum myndum en leynist svo ekki inn á milli myndir af hinum og þessum í mjög nánum athöfnum… gagnkynhneigt og samkynhneigt… ekkert að því kannski en… ARGUS FILCH OG HAGRID NAKTIR Í FAÐMLÖGUM… eitthvað sem ég vildi ekki sjá!!!! Gubb…....

Uppeldis- og kennslufræði Hogwartsskóla (97 álit)

í Harry Potter fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Í langan tíma hef ég velt fyrir mér uppeldis- og kennslufræði Hogwartsskóla og nú get ég ekki lengur orða bundist. Ég skil ekki hvernig breska galdramannasamfélagið stendur undir sér. Ungir galdramenn læra ekkert sem máli skiptir í þessum skóla. Jú, þeir læra að galdra. Þeir læra að leggja álög á hluti, þeir læra að búa til seyði sem eru til ýmissa hluta nytsamleg og þeir læra að annast galdraskepnur, lesa í bolla og lófa, talnagaldra og að lesa í stjörnurnar. En hvað með einfalda...

12. sætið í Júlí!!! (17 álit)

í Harry Potter fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Glæsilegt er það! Í júlí höfum við hafnað í 12. sætinu með 62.314 uppflettingar eða 1.32% af heildaruppflettingum á huga. Snilld! Heimsyfirráð eru í nánd!

ATH! Óþarft að merkja spoilera á þessum korkahluta! (12 álit)

í Harry Potter fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Jæja. Nú ert óþarft að merkja spoilera á þessum korkahluta. Þeir sem vilja lesa það sem er hér geta búist við stórum spoilerum úr 6. bókinni. Þetta er tekið skýrt og greinilega fram í Spoiler bannernum efst á síðunni okkar. Upphaflega var ákveðið að merkja hér spoilera því fyrst var bara verið að velta fyrir sér hlutum sem myndu hugsanelga gerast. Það var áður en bókin kom út. Eftir að svo margir hafa lesið hana hefur þetta að sjálfsögðu þróast meira út í korkahluta þar sem fólk ræðir bókina...

Tzipporah í sumarfrí (5 álit)

í Harry Potter fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Jæja kæru vinir Nú ætla ég að bregða mér úr bæ í tjaldútilegu í nokkradaga. Kem ekki heim aftur fyrr en eftir verzlunarmannahelgi. Verið stillt á meðan og enga spoilera án aðvaranna… Hafið það gott Tzipporah hugamamma

Tzipporah velti vöngum... *SPOILER* (55 álit)

í Harry Potter fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Jæja ég kláraði bókina í nótt og finnst þessi sú allra besta af HP bókunum hingað til. Ég er búin að vera að svara hinum og þessum korkum hér að neðan með mínum álitum, en svo er fleira sem mig langaði að taka saman. Ætla að skella þessu öllu hér inn núna og gera mig seka um að crossposta (just this once). Það var eitt sem pirraði mig… Mér fannst Rowling svíkja Dumbledore svolítið með því að láta hann biðja sér vægðar rétt áður en hann dó. Dumbeldore er það mikil hetja að þegar hann sá hvert...

Kafli 1 - SPOILER! (11 álit)

í Harry Potter fyrir 18 árum, 9 mánuðum
HAH!!! mugga og galdramannabandalag!!! Ég er svo klár! Tzip

Unlikely Alliance: Kafli 25 - Manntafl (52 álit)

í Harry Potter fyrir 18 árum, 9 mánuðum
“Harry, ég verð að tala við þig.” Ginny settist niður við hlið Harrys í setustofu Gryffindorturnsins og var greinilega mikið niðri fyrir. “Allt í lagi,” svaraði hann óöruggur. Hvað hafði nú komið fyrir? Ginny leit í kring um sig. Allt í kring um þau sátu nemendur sem voru að njóta síðustu samverustundanna áður en sumarfríið myndi hefjast. “Í einrúmi,” bætti hún við alvarleg á svip. Harry stóð á fætur og fylgdi henni fram á ganginn fyrir utan Gryffindorturninn. Hvað var eiginlega á seyði? “Ég...

Unlikely Alliance: Kafli 24 - Vor í lofti! (16 álit)

í Harry Potter fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Það var komið vor. Prófin stóðu sem hæðst og allur kastalinn virtist hljóðlátari en venjulega. Í öllum skúmaskotum voru nemendur að fletta í gegn um gamlar glósur og vinna upp það sem ekki hafði náðst að læra um veturinn. Harry teygði úr sér. Hann var nýkominn úr prófi í töfradrykkjum og nennti enganveginn að fara upp í turn að læra meira í bili. Hann vissi að hann þyrfti að læra fyrir ummyndunarprófið sem átti að vera eftir tvo daga, síðasta próf vetrarins, en hann bara nennti því alls ekki...

Unlikely Alliance: Kafli 23 - Aberdeenshire (22 álit)

í Harry Potter fyrir 18 árum, 9 mánuðum
“Hefur eitthvað heyrst meira?” spurði Lupin um leið og hann gekk inn á skrifstofu galdramálaráðherrans. “Nei ekkert nýtt síðan á fundinum með uppljóstraranum,” svaraði Arthur. Snape hafði komið á fund reglunnar tveimur dögum áður og látið vita af því að fyrirhuguð væri árás á Aberdeenshire í vikunni. Síðan hafði ekkert heyrst og allir voru í viðbragðsstöðu. Galdramálaráðuneytið var komið í gott samstarf við breska flugherinn sem beið eftir kallinu í útjaðri sýslunnar. Það hafði gengið...

Unlikely Alliance: Kafli 22 - Unlikely Alliance (50 álit)

í Harry Potter fyrir 18 árum, 9 mánuðum
“Hvað er að þér, maður?” hrópaði Seamus og horfði hræddur og reiður á Harry um leið og hann flýtti sér til að athuga með vin sinn. Dean lá hreyfingarlaus á gólfinu. Harry stóð og starði á þá og skalf af bræði, fyrirlitningu og hræðslu. Hafði hann drepið Dean? Neville settist upp í rúminu sínu og starði á þá. “Hann andar,” sagði Seamus. “Og honum blæðir hvergi,” bætti hann við en í sama bili rankaði Dean við sér og starði ringlaður á Harry. Hann lá í smá stund áfram á gólfinu þar til hann...

Hvað gömul/gamall ertu inná þessu áhugamáli? - könnunin (28 álit)

í Harry Potter fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ég vissi ekki til þess að ég væri eitthvað eldri eða yngri inni á þessu áhugamáli heldur en venjulega. Þetta er einstaklega klaufalega orðað… Aftur á móti gleður það mig ósegjanlega að sjá að einhverjir hér eru eldri en ég! jeij… Einhverjir fleiri en ég hafa skráð í 26-35 ára dálkinn og einhver hefur skráð í 35 ára og eldri… það kemur mér skemmtilega á óvart…

Tzipporah í frí! (3 álit)

í Harry Potter fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Jæja börnin góð! Næsta mánudag, 4. júlí, ætla ég að bregða mér úr bænum. Er að fara að vinna í sumarbúðum í eina viku. Þar er nýlega komið rafmagn og símasamband en engin er komin tölvan þangað svo það kemur ekki til með að heyrast múkk frá mér fyrr en eftir að ég sný aftur heim að kveldi 10. júlí. Ég ætlaði að senda inn einn kafla af U.A. áður en ég færi en er ekki alveg að sjá fram á að það náist… því miður. En verið stillt á meðan ég er í burtu elskurnar mínar… Kveðja hugamamman Tzipporah

Könnunin - LOL (18 álit)

í Harry Potter fyrir 18 árum, 9 mánuðum
LOL Ég sprakk úr hlátri þegar ég sá þessa könnun. Hvernig datt þér þetta í hug? Hrein snilld… það skal tekið fram að ég samþykkti ekki þessa könnun, var bara að sjá hana núna. Svo virðist vera sem einhverjum hafi þótt atriðið of gróft. Ég verð þó að viðurkenna að það var ekki nærri jafn gróft og ég hafði ímyndað mér upphaflega. Ég komst bara að því að ég er allt of mikil tepra til að skrifa svona hluti… ;P Roðnaði og blánaði fyrir framan tölvuna….

Remus Lupin (10 álit)

í Harry Potter fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Svona á Lupin að vera. Ekki einhver miðaldra, feitur og ljótur kall.

Unlikely Alliance: Kafli 21 - 1111 (54 álit)

í Harry Potter fyrir 18 árum, 9 mánuðum
“Vá!” Harry var nánast orðlaus. “Svo hann ætlar að hreinsa þessar tvær sýslur algerlega af öllum mönnum fyrir lok maí?” spurði hann og reyndi að gera sér grein fyrir aðstæðum. Hann sat inni á skrifstofu Dumbledores ásamt Severusi Snape og Draco Malfoy sem höfðu rétt í þessu snúið til baka frá vígslu Dracos og voru að ljúka við að skýra frá því sem þeir höfðu frétt þar. “Það lítur út fyrir það,” svaraði Snape kaldur á svip. “Ef hann gefur mönnum sínum fram í maí til að verða reiðubúnir núna...

Afhverju var Dumbldore ekki vörður leyndarmálsins? (6 álit)

í Harry Potter fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ég var að spá með leyndarmálavörð Potterhjónanna. Af hverju var Dumbledore ekki vörðurinn því það myndi aldrei neinn reyna að pína hann til að kjafta frá því hann er svo mikill galdramaður að jafnvel þú-veist-hver er hræddur við hann… Dumbledore bauðst til að vera vörður leyndarmálsins en James afþakkaði það. Hann vildi frekar nota Sirius besta vin sinn. Á þessum tíma var mikið um vantraust vina á milli. Enginn vissi hverjum var treystandi og hverjum ekki og ég gæti best trúað að James hafi...

Natalie MaCdonald (8 álit)

í Harry Potter fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ég var að gramsa á hp-lexicon sem er minn helsti gramsstaður þegar kemur að því að plotta fyrir spunann minn. Þar rakst ég á svolítið fallegt sem ég bara verð að deila með ykkur. Í fjórðu bókinni er stelpa flokkuð í Gryffindor sem heitir Natalie McDonald. En hver er hún? Natalie McDonald var lítil stelpa í Kanada sem var mikið veik af hvítblæði. Hún las bækurnar um Harry Potter og dáðist mikið af þeim. Fjölskyldan sagði að hún hreinlega lifði og hrærðist í þessum heimi. Hún sendi J.K.Rowling...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok