Ég var að gramsa á hp-lexicon sem er minn helsti gramsstaður þegar kemur að því að plotta fyrir spunann minn. Þar rakst ég á svolítið fallegt sem ég bara verð að deila með ykkur.

Í fjórðu bókinni er stelpa flokkuð í Gryffindor sem heitir Natalie McDonald. En hver er hún?

Natalie McDonald var lítil stelpa í Kanada sem var mikið veik af hvítblæði. Hún las bækurnar um Harry Potter og dáðist mikið af þeim. Fjölskyldan sagði að hún hreinlega lifði og hrærðist í þessum heimi.
Hún sendi J.K.Rowling bréf og Rowling svaraði því og sagði henni í bréfinu nokkur leyndarmál sem áttu eftir að koma fram í fjórðu bókinni.
Því miður barst bréfið ekki fyrr en daginn eftir að Natalie dó.
Mamma hennar svaraði Rowling og þakkaði henni fyrir og uppfrá því hafa þær verið vinkonur.
Rowling lét innrita Natalie McDonald í Hogwarts og flokka hana í Gryffindor til minningar um þessa litlu hetju.
Mamma Natalie vissi ekki af því fyrr en hún las fjórðu bókina fyrir eftirlifandi börn sín.
Natalie McDonald er enn í dag eina alvöru persónan sem nefnd er í bókunum.

Frá þessu var sagt í blaðagrein sem finna má hér:
http://www.quick-quote-quill.org/articles/2000/1100-macleans-bethune.html

Ég verð að segja að mér finnst þetta afskaplega fallegt af Rowling.