Blogg er til á mun víðtækara formi en þú nefnir hér þykir mér. Blogg er mun frekar skráning á hugarþeli eiganda þess en endurtalning atburða sem hann/hún hefur upplifað undanfarið. Blogg er til sem dagbækur, fróðleikur, skáldsögur í bígerð, greinaskrif og margt, margt fleira. Margir halda úti einkabloggsíðum, og borga fyrir það. Mörkin milli bloggs og vefsíðna verða oftar en ekki óljós nú til dags.