Blogg snýst um að búa til dagbók á netinu sem maður getur sagt frá öllu sem á daga manns hefur drifið. Maður getur sjálfur
uppfært dagbókina með einföldum síðuritli sem venjulega þarfnast ekki mikillar vefforritunarkunnáttu. Það er einmitt hlutverk bloggsins, að geta haldið uppi síðu sem maður getur
haft dagbók og marga aðra skemmtilega hluti án þess að hafa mikla kunnáttu í vefforritun eða öðru sem notar er til að búa til vefsíður venjulega. En ætli maður sér að halda uppi fyrirtækjasíðu með fréttum, myndum
og vefverslun og fleiru sem ekki er hægt að nota bloggsíður í, þá þarf maður að læra á ASP, PHP, HTML eða fleiri vefforritunarmál sem koma sér vel við uppsetningu stórs vefs.

Svona virkar blogg fyrir sig. Þú nýskráir á einhverja af mörgum bloggsíðuþjónustum á Íslandi, t.d. Blog Central, Folk.is, 123.is og fleiri. Þegar þú ert búinn að ganga frá nýskráningarferlinu
sem tekur bara nokkrar mínútur, geturðu strax skráð þig inn og farið og blogga. Blogg er mjög sniðugt fyrir fólk á ferðinni, fólk sem hefur ekki tíma til að ráða einhvern til uppsetningar
á stórum vefþjón, og það kostar auðvitað. En blogg er ókeypis. Þannig að fólk sem ætlar sér bara að búa sér til smá vefsíðu, þar sem það getur haft myndirnar sínar, tengla og dagbók,
þá er blogg málið.

Bloggsíður eru mjög mismunandi. Allt frá heimspekilegum vangaveltum til bloggfærsla sem takmarkast við: Halló, í dag fór ég í Kringluna, bless. Fullt af fólki
skoðar bloggsíður annara og segir skoðun sína á þeim í gestabók sem er á flestum bloggsíðum. Bloggþjónustur reyna að auka öryggi bloggsíðunotenda með anti-spam dóti eins og að skrifa
tölur á mynd við hliðiná áður en maður getur sent álit sitt af stað. Þó að það veiti öryggi eru líka til fólk sem fer inn á bloggsíður bara til að fara með róg um eigandann sem hann tekur nærri
sér.

Þannig að mín skoðun á bloggi er sú að ef fólk þarfnast bara smá pláss fyrir bloggfærslur, myndir, myndbönd ( maður þarf sjálfur að finna pláss fyrir myndir og myndbönd, bloggsíður veita
aðeins rými til að sýna myndbandið sjálft, ekki til að geyma það ) þá er bloggsíða lausnin. En fyrir fyrirtæki og allt fólk með stærri hugmyndir um vefsíður þá þarf að leita til fagmanns
sem setur upp vefþjón, forritar síðuna, hannar hana, en það kostar, nema þú gerir hana sjálfur, en þá þarf að læra vefforitun og hafa góða þekkingu á tölvum og tækni.