Sökin liggur hjá öllum málsaðilum, en bitnar einna helst á heimilunum. Verslanir hafa alls ekki gert nóg í að lækka vöruverð eftir því sem krónan styrkist og verðbólga minnkar. Ríkið heimtar sífellt hærri skatt ofan á þessi uppsprengdu verð. Fólkið í landinu situr því uppi með allt of hátt verðlag miðað við laun, sem leiðir til allskyns leiðinda. Alveg eins er því farið með bensínverð, það er verðsamráð meðal olíufyrirtækjanna sem og skattlagning upp í topp. Þetta náttúrulega þýðir ekki, en...