Okei okei þessi frétt um hjónin sem skríðu son sinn Elvis reitir mig til reiðis, ekki útaf Elvis hann var nettur gaur og allt. En það sem fer í fokkís taugarnar á mér er beygingin á nafninu.

Hér er: Elvis
Um: Elvis.
Frá: Elvisi
Til: Elvisar

Þetta er hrobjóðslega ljót beyging á nafni og ekkert lítið asnaleg. Mín spurning er semsagt afhverju þurfa Íslendingar að beygja nöfn? Við heitum þetta og það á bara að standa þannig.

Ekkert einhvað t.d.

Hér er: Einar
Um: Einar
Frá: Einari
Til: Einars

Ég heiti ekki “Einari” né “Einars” ég heiti Einar og það á ekkert vera að beygja það til að skapa óþarfa vandamál.

Anyways þetta er bara einhvað sem mig langaði að nöldra um. Endilega ræðið þetta nánar!
~~ Ég er lolzor og ég lulza.