Horfði á video áðan á youtube þar sem sýnt var úr sláturhúsum í Bandaríkjunum meðferð á dýrum get ekki neitað því að þetta var ágætlega sjúkt. En ég fór samt að hugsa, er það ekki eðli mannsins að taka það sem hann getur til að lifa af og lifa vel, rétt eins og önnur rándýr jarðarinnar.
Hvað vill fólk að við gerum til að lifa af? Á allur heimurinn að lifa á grasfæði? Ættum við kannski líka að reyna að kenna ljónum að éta hnetur og kál í staðinn fyrir dýrin sem það étur? Ókei, full gróft dæmi en samt.

Og með videoið, ég held að þeir sem gerðu það eru að sýna alveg mest extreme dæmin um það sem sést í sláturhúsum og ég efa heldur ekki að þetta séu samt skárri aðferðir en beitt var fyrir 500 árum, 100 árum og 50 árum líka.

Endilega ræðið

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=w_G8GjMxkQU&feature=player_embedded
"alltaf þegar ég er graður þarf ég að skíta" -devon