Ég samhryggist þér innilega og ég skil það fullkomlega hvernig það er að hætta með stelpu þar sem maður var kominn með vonir og væntingar sem hrynja einn daginn. Í sjálfu sér er þetta ekki neinum að kenna, maður getur ekki kennt sjálfum sér um eða kennt öðrum um að maður elski ekki einhvern, stundum hverfur neistinn bara, því miður. Horfðu bara bjartsýnn framm á veginn, það er fullt fullt af fiskum í sjónum og lífið er svo stutt að það tekur því ekki að vera að velta sér upp úr svona...