Gerviþörf segja sumir, peningaplokk segja aðrir. Þetta er sniðugur dagur, þar sem maður getur komið út úr skáp feimninnar fyrir framan einhvern og játað ást sína / hrifningu á honum/henni/því. Ég sé ekkert að því að kaupa lítið Valentínusarsúkkulaði á 199,- krónur og gefa þeim sem þú ert skotinn í. Og nákvæmlega, það er einungis hugurinn sem skiptir máli frekar en efnisleg verðmæti gjafarinnar.