Mér persónulega hefur aldrei líkað við femínisma. Kannski er ég svona mikil karlremba, en mér hefur alltaf fundist svo margt að þessum samtökum öfgasinnaðra femínista.

En ég er þó raunsænn(að eigin mati), því að sjálfsögðu eiga konur að fá ekkert síðra en karlmenn, ef þær standa sig jafn vel. Mín reynsla er sú að konur séu oft klárari og greindari en karlmenn, t.d. á vinnustöðum, og þ.a.l. er ég mikið á móti launamisréttinu, sem er þó talið stærra en það er. Því að sjálfsögðu vinna allir karlmenn sem ekki hafa menntun við iðngreinar, sem oftast eru fínt borgaðar, og þ.a.l. fá færri karlar þessi skítalaun sem fást við mörg störf á vinnumarkaðinum í dag.

En þó vilji femínista sé eflaust góður, verður að segjast eins og eru varla að skila kvennfólki neinu, og þetta er að verða nánast bara félagsskapur.

Þessi félagsskapur er þó greinilegur í okkar samfélagi, við erum alltaf að heyra eitthvað um femínista og hvað þeir eru að gera gott. Svokallaður femínistaáróður vil ég meina.

Þessi félagsskapur væri ekki svo slæmur ef hann væri einungis að vinna að góðu málefni, sem þær eru sannarlega að gera á sumum sviðum en öðrum ekki.

T.d. svokallaður ,,svarti listi“ femínista. Þar ákveða femínistar, saman eða sundraðir, að sniðganga allt sem þeim finnst ósiðlegt. Eflaust finnst mörgum það persónufrelsi hvers og eins að geta sniðgengið ýmislegt, en þegar stór samtök, sem gætu orðið gífurlega stór í framtíðinni, sniðganga vörumerki eins og Ölgerð Egils Skallagrímssonar, rótgróna starfsemi, útaf einhverri auglýsingu fyrir Egils Light útaf rassafetisma.

Sniðganga DV því að þeir auglýsa súlustaði. Ætli það geti ekki reynst afskaplega erfitt fyrir DV að neita súlustöðum um auglýsingu, ef það má auglýsa svoleiðis starfsemi. Væru DV þá ekki að mismuna útaf eigin siðferðiskennd?

Meira segja taka þær ekki léttum djóki á Yorkies súkkulaðinu frá Nestley, vegna þess að á því stendur ”not for girls". Vegna þess eru vörur frá Nestley sniðgengnar.

Ef við ræðum um hugsanlega afleiðingar þessa, þá gætu þær orðið margvíslegar. T.d. gætu auglýsendur séð fram á að misbjóða femínistum eða öðrum samtökum sem hefðu tekið upp sömu stefnu, og þ.a.l. hætt bara að auglýsa, vegna þess að auglýsingar sem eru nánast ritskoðaðar hafa aldrei sömu áhrif, og þá hætta kannski auglýsingar að borga sig.

Sem mundi hafa það í för með sér að einkareknir fjölmiðlar færu að lokum á hausinn. Ef að það væru bara ríkisreknir fjölmiðlar og enginn veitti þeim aðhald, yrðu þeir sennilega spilltir, amk spilltari en í dag.

Þ.a.l. er þessi svarti listi í besta falli barnalegur en jafnvel stórhættulegur okkar samfélagi.

Afhverju ætli konur selji sig á Íslandi? Í flestum tilfellum held ég að það sé þeirra val, oft útlendingar, koma til að fá sæmileg laun og það er þeirra persónufrelsi að fá sér fína vinnu. Þetta finnst femínistum kynlífsþrælkun, en ef þessar konur eru sáttar með atvinnu sínu og launin, hver er þá að tapa á þessu?

Allavega, er ég mjög ósáttur við störf femínisma á Íslandi, og þó hópurinn sé lítill gæti hann orðið stærri. Svona þjóðfélag yrði ekki spennandi, og vonandi þroskast femínistar(eða aðrir taki við stjórn) og breyti um stefnu.

Með kærri (maskúlista) kveðju, cry!
Rök>Tilfinningar