Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Fáfnismót - Skráning hefst fljótlega

í Spunaspil fyrir 22 árum, 8 mánuðum
1. Spilarar skaffa ekki stjórnenda.. ég geri það 2. Stjórnendur koma með premade charactera svo ekki þarf að rolla þá á staðnum.

Skráning spilarar út á landi

í Spunaspil fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Nei nei.. ekki silly. Auðvitað geta spilarar út á landi pantað sæti í gegnum síma. Og það verður hægt í Nexus 29. okt. - 2. nóvember milli kl. 20:00-22:00 alla dagana.

Re: Skráning hafin á stjórnendum

í Spunaspil fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Hvað segir þú um að hafa “óvissustjórnun”? Spilarar vita ekki hvað verður spilað fyrr en þeir mæta :) Kveðja, -Steini

Re: Dýrasálfræði

í Kettir fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Alls ekki slá til kisunnar.. það flækir bara málið óþarflega. Gefðu þeim bara tíma og áður en þú veist af eru þær farnar að þvo hvor annari og eintóm malandi hamingja.

Re: Úff, illa orðað hjá mér... [MORE]

í Spunaspil fyrir 22 árum, 8 mánuðum
“RPG er eins og ástin… þú veist ekki hvað það er fyrr en þú hefur upplifað það.” :)<br><br>Kveðja, -Steini steinerinn@hotmail.com http://www.simnet.is/thestone/

Re: Skjár einn safnar fyrir sjálfan sig!

í Deiglan fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Fyrir mína parta þá vorkenni ég þeim ekki mikið þó svo þeir séu að fara á hausinn. Þeir fóru út í þennan business og hljóta að hafa gert sér grein fyrir rísíkóinu. Ástæan fyrir því að ég borga þeim ekki krónu er: Í fyrsta lagi þá ferst hvorki himinn né jörð þó Skjár 1 líði undir lok. Í öðru lagi ættu þessir menn að selja hlutabréf til almennings í fyrirtækinu í stað þess að betla. Í þriðja lagi myndi ég frekar borga þennan pening til Landspítalans því þeir eru alltaf í peningavandræðum og...

Re: Skráning hafin á stjórnendum

í Spunaspil fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Það er búið að skrá 7 stjórnendur af 16… gengur hratt :)

Re: Yin & Yang of CyberWare

í Spunaspil fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Svo við snúum okkur á hinn veginn…. Kemur aldrei fyrir að vélmenni (robots) vilji fá hjartaígræðslu eða eitthvað annað líffæri? -Steini

Re: Hvernig lýsir *ÞÚ* hvað RPG er?

í Spunaspil fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Þega einhver spyr mig þá segi ég alltaf, “Það er ekki hægt að lýsa því með góðu móti hvað RPG er… þú verður að prófa það til að skilja það.” Ef sá sem spyr vill endilega fá útskíringu á RPG þá blaðra ég í ca. 15-30 mínútur stanslaust og hætti þegar ég sé spyrilinn standa agndofa með gapandi munninn og geri ég mér þá grein fyrir að hann skyldi lítið sem ekkert sem ég sagði. Kveðja, -Steini<br><br>Kveðja, -Steini steinerinn@hotmail.com http://www.simnet.is/thestone/

Skráning spilarar

í Spunaspil fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Svo ég vitni í greinina mína hér fyrir ofan "Skráning á spilurum verður í Nexus 29.okt. - 2. nóvember. Skráning verður kl. 20:00-22:00 alla dagana. Sjá nánari upplýsingar um mótshaldið á http://www.simnet.is/thestone (heimasíða Fáfnis)" Kveðja, -Steini

Skráning hafin á stjórnendum

í Spunaspil fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Það eru tveir komnir. Á borði 13 AD&D 2nd ed. Forgotten Realms Sindri Höskuldsson Aldurstakmark 17+ Á borði 4 Dungeons & Dragons 3rd. edition Björn Ævar Jónsson '82 Aldurstakmark 16+

Re: Hvað?

í Spunaspil fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ég sem mótshaldari væri spenntur fyrir því af hafa öll þessi kerfi :) Þau kerfi sem gaman væri líka að sjá er Cyberpunk og Warhammer fantasy roleplay. -Steini<br><br>Kveðja, -Steini steinerinn@hotmail.com http://www.simnet.is/thestone/

Skráning hafin á stjórnendum

í Spunaspil fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Fyrsti stjórnandinn skráði sig fyirir 3 tímum síðan !! :) Þeir sem vilja skrá sig sem stjórnendur sendið póst til steinerinn@hugi.is og takið eftirtaldar upplýsingar fram: Nafn Aldur Kerfi Aldurstakmark á spilurum (optional) Símanúme

Leikskólar og félag eldri borgara

í Spunaspil fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Sko…. Vissulega yrði það viss sjarmi að hafa mótið þéttsetið af gömlum refum sem réðu ríkjum hér í gamla daga, en… það má ekki gleyma því að við vorum allir yngi í gamla daga. Ég prívat og persónulega hefði orðið massa sár ef einhverjir “kallar” hefðu haldið RPG mót þegar ég var 15 ára og ekki viljað fá mig á mótið. Ég hefði eflaust þurft á sálfræðiaðstoð að halda. :) Mín skoðun er sú að það allir fá að koma á mótið svo framalega sem þeir hafa áhuga á RPG. Ég vil að þetta blandist sem mest....

Re: Fáfnismót - Skráning hefst fljótlega

í Spunaspil fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Jamm það eru 5 spilarar við hvert borð. Allt í allt sitja 6 við borðið ef stjórnandinn er talkinn með :)

Re: Hvað er í gangi?

í Spunaspil fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ég held satt best að segja að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir að “Ég ætla” sé í gangi. Áhugi fyrir þessu móti er mjög mikill… allavega er ég að svara um 15 póstum á dag hvað þetta varðar. Í gær komu 57 mismunandi einstaklingar á Fáfnissíðuna og þar af skoðuðu 55 “Fáfnismót”. Svo eru margir sem fara ekki á Huga og vita ekki af því að mótið er á stefnuskránni. Þar kemur Nexus inn í með að auglýsa það :) Það lítur út fyrir að húsnæðið sem við fáum, muni rúma um 100 manns og ég veit að...

Skráning í Fáfni

í Spunaspil fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Á spunaspil@hotmail.com er Twister með RPG áhugamannaskrá. Þetta er ekki Fáfnisskráning en engu að síður virkilega flott framtak hja Twister. Það er ekki skráning á steinerinn@hotmail.com. Fljótlega verður komið upp skráningarform á heimasíðu Fáfnis http://www.simnet.is/thestone. Þar verður hin eiginlega skráning í framtíðinni.

Re: Ok, ég skil ...

í Spunaspil fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Sammála með þessa mötuneytisstefnu :) Varðandi ólátabelgi mun ég persónulega “vísa” ólátabelgjum út og hafa af því bæði gagn og gaman. Hehe. Læsa húsinu = Loka á alla óþarfa umferð eins og t.d. skreppitúra. Mötuneytið á undir venjulegum kringumstæðum að loka kl. 16:00 en þar sem peningalykt var í loftinu átti mötuneytið, að öllum líkindum, að vera opið “aðeins” lengur.

Hvers vegna ekki í Gerðubergi?

í Spunaspil fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Jamm þetta er rétt hjá þér. Það er bara eitt í þessu. Ef allt er opið er alveg hreint ómögulegt að fylgjast með hverjir af spilurm eru mættir á svæðið og þar með allt skipulag farið í vaskinn :) Það er strembið að finna húsnæði en það mun takast. Það er nefnilega fleiri skilmálar sem þeir í Gerðubergi settu. 1) Meðan mötuneytið er opið verður bannað að fara með mat inn í húsið. Á meðan hefðu spilarar verið neyddir til að kaupa sínar nauðsynjar hjá mötuneytinu. Verðin þar eru einhversstaðar á...

Ég vil líka benda á að....

í Spunaspil fyrir 22 árum, 8 mánuðum
það er hægt að nálgast upplýsingar um mótið á http://www.simnet.is/thestone

Skráning á mótið...

í Spunaspil fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Hvað þarf að gerast til að skráning hefjist? 1) Fyrst þarf að finna húsnæði. Það er vonlaust að byrja skráningu þegar ekki er vitað hversu stórt húsnæði fæst. 2) Svo þarf að fara fram smá undirbúningur (1-2) dagar áður en skráning hefst. Möguleiki er að þessi undirbúningur verði búinn en staðan er þannig í dag að allur tími fer í að finna húsnæði. 3) Þegar húsnæði er fundið og undirbúningurinn búinn hefst skráningin sjálf. 4) Ég fæ aðstöðu í Nexus til að skrá fólk. og einungis ég mun skrá...

Re: Þetta fer basically svona fram...

í Spunaspil fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Þeir sem eru undir lögaldri verða að koma með uppáskrifað plagg frá foreldri eða forráðamanni þar sem fram kemur að viðkomandi hafi fengið leyfi til að stunda mótið. Annars verður auðveldara að fá tilskyld leyfi þar sem mótið verður núna í tvisvar 12 tíma í staðin fyrir 24 tíma straight.

Þetta fer basically svona fram...

í Spunaspil fyrir 22 árum, 8 mánuðum
1) Stjórnandi skráir sig og segir hvað hann ætlar að spila, hversu marga spilara hann vill fá og ef hann vill hafa aldurstakmark þá verður hann að taka það fram. Þegar hann er búinn að skrá sig fær hann úthlutað borð. 2) Spilar kemur og skráir sig. Segir hann þá til um hvað hann vill spila og hversu gamall hann er. Fer ég þá yfir stjórnendalistann og set spilaran á borð samkvæmt því. 3) Ef ekkert borð er laust með því kerfi sem spilarinn byður um verður hann að velja sér annað kerfi. Þó svo...

Re: Húsnæði fundið fyrir Fáfnismótið!!

í Spunaspil fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Jamms… hvað sem þú vilt.

Re: Fáfnismót verður haldið okt. eða nóv.!!

í Spunaspil fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Það eru allir úr RPG menningunni velkomnir… allt frá þeim sem eru að prófa í fyrsta skiptið til þeirra sem hafa spilað síðan að Sinclair Spectrum var sem vinsælust. :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok