Það hefur verið ákveðið að tíunda Fáfnismótið verður haldið eftir um þriggja ára hlé. Það þýðir heldur ekki annað því að tæplega 10 ár eru síðan að fyrsta Fáfnismótið var haldið. Við eigum afmæli í nóvember. Mótið verður haldið með gamla laginu.

Hvað er gamla lagið? Jú það þýðir að eingöngu verða spiluð RPG kerfi og ef áhugi er til staðar munum við hafa 1-3 borð með einhverskonar “battlesystem” leikjum. Ef aðstaða leyfir geta menn spilað safnkortaspil en það verða ekki safnkortakeppnir eða þvíumlíkt. RPG fær algeran forgang.

Það sem þarf að gerast til að mótið verði veglegt er að þú segir öllum þínum RPG vinum frá því að mót sé í sjónmáli og biddu þá að bera út “fagnaðarerindið” til allra vina sinna og koll af kolli.

Ég geri ráð fyrir að fá allavega 150 manns á þetta mót. Það er kominn tími til að rífa RPG upp úr sleninu og gera allt vitlaust. Ég hlusta ekki á þá “staðreynd” að RPG sé að deyja út. RPG lifir og mun lifa.

Nánari upplýsingar munu streyma inn í Huga í næstu viku.

Kær kveðja,
-Steini, stofnandi spilafélagsins Fáfnir

Fyrir áhugasama hef ég hripað niður gróflega sögu Fáfnis. Athugið að í þessari sögu er einhver ruglingur á tímatölum og/eða staðsetningu móta. Ef svo er þá endilega sendið mér skilaboð:

1989
-Steini fer að safna saman nöfnum á þeim örfáu hræðum og lokuðu hópum sem spila RPG. Listinn spannaði 45 manns og þótti hann tæmandi. Þá spiluðu flestir D&D… örfáir spiluðu önnur kerfi.

1990
-Steini fer að vinna í Eymundsson við Hlemm
-Skráning heldur áfram og er fjöldinn orðinn um 70 manns.
-Spilafélag Fáfnis verður óformlega til.

1991
-Október. Fáfnir 1.tbl. 1.árg. kemur út. Er gefin út í 100 eintökum og kostar 130 kr. Blaðið selst upp á innan við viku. Fjöldi skráðra orðnir 110 manns.(Allt strákar)
-Nóvember. Fáfnir 2.tbl. 1.árg. kemur út. Í þetta sinn eru 120 eintök gefin út og kostar blaðið 140 kr. Blaðið klárast á innan við viku. Fjöldi skráðra orðnir 160 manns.(Ein stelpa) Í þessu blaði var fyrsta spilamót Fáfnis auglýst.
-Fáfnir spilafélag verður formlega til.
-Nóvember. Fáfnir spilamót I er haldið. Búist var við um 70 manns á mótið. Það var fenginn lítill salur í Ármúlanum. Hvorki meira né minna en 144 manns skráðu sig á mótið. Orðatiltæki eins og “Þröngt mega sáttir sitja.” var lýsandi fyrir þetta mót. Við dreifðum hálstöflum vegna hæsis hjá stjórnendum því háfaðinn var gífurlegur
-Skráningin tekur rosalegan kypp og fyrir árslok eru meðlimir Fáfnis orðnir um 240.

1992
-Fáfnir spilamót II er haldið rétt eftir áramót í húsnæði Skáksambands Íslands í Faxafeni(Taflfélag Reykjavíkur). 250 manns mæta.
-Fáfnir spilamót III er haldið um sumarið í húsnæði Skáksambands Íslands (Taflfélag Reykjavíkur). 350 manns mæta.
-Fáfnir spilamót IV er haldið um veturinn í húsnæði Skáksambands Íslands (Taflfélag Reykjavíkur). 230 manns mæta.
-Afþreyingarverslunin Goðsögn er stofnuð af Steina, Gísla, Edda og Herði. Maron Bergmann var dyggur starfsmaður þar meira og minna allan tímann.

1993
-Fáfnir spilamót V er haldið um vorið í Hinu húsinu (hjá Þórskaffi) Þetta var besta húsnæðið okkar. 300 manns mæta. LARP haldið í fyrsta sinn.
-Fáfnir spilamót VI er haldið um haustið í Hinu húsinu (sem er núna Þórskaffi) Þetta var besta húsnæðið okkar. 270 manns mæta.

1993-1998
-Fáfnir spilamót 7, 8, 9, 11, og 12 eru haldin í Bridge Sambandinu í Mjódd. Mætin á hvert mót er 150-250.
(Athugið að mót númer 10 vantar. Það var ákveðið að bíða með það númer þangað til betri tíma og núna eru betri tímar)

2001
-Fáfnir spilamót 10 er haldið, 300 manns mæta :). (Eiginlega er þetta mót númer 12)
Personality is nice….but it wont make you look good in a tank top. Afternoon for weights, morning for cardio, night for sex. Musamamma