Ég umgengst mikið einn kettling (frænka mín á hann) og á heimilinu hans var áður gamall köttur sem að sættir sig mjög illa við hann. Hann ætlaði líklega fyrst að leika við hana en nú stekkur hann á hana og hin er farinn að slá til baka, og er orðinn mjög pirruð. Haldið þið að þau eigi einhvern tíma eftir að sættast og vitið þið hvað haldið þið að við ættum að gera til að reyna að fá þær til þess? Svo verður litla svoldið mikið grimm þegar hún er nálægt hinni, aðallega þegar maður reynir að halda á henni, vitiði hvað maður á að gera til að reyna að ala hana af því að vera svona grimm, á maður að slá létt á hausinn á henni, halda henni, setja hana niður (á lokuðum stað þar sem hún geetur eiginlega ekki skemmt sér en hefur allt sem hún þarf), hvæsa og urra á móti eða annað?
—————————–