Yin & Yang of CyberWare Sem Shadowrun stjórnari þá er einn hlutur sem hefur oft orðið til vandræða. Þetta á að mörgu leyti við Cyberpunk líka og þau Sci-Fi kerfi sem bjóða upp á talsvert magn af Cyberware.

Ég ætla að ræða um tvo mismunandi hópa sem einhvern veginn gera allt of erfitt eða allt of létt. Þeas, Hópurinn sem notar sama sem ekkert Cyberware og hópurinn sem notar allt of mikið Cyberware.

Þeir sem forðast Cyberware eins og heitan eld:
Ég hef spilað með nokkrum playerum sem forðast Cyberware. Í sjálfu sér er það svo sem í lagi þar sem cyberware er ekki sjálfsagt fyrir alla. Gallinn fyrir þessa aðila er að ef þeir hafa ekki eitthvað annað, eins galdra eða Physical Adept powers þá eru þeir að mestu leyti useless í Corporate raid. Þeir hafa einfaldlega ekki burðina í að ráðast á stærri virki vegna þess að þeir eru ekki nógu hraðir eða hittnir eins og málmvinir þeirra. Þeir gera oftast seinast í Iniative og hafa ekki hittnina eins og smartlink notendur. Þeir hafa alla burði til að kljást við venjulegan security guard sem er á level I(ekkert cyberware; ekkert skill fer yfir rating 3 nema kannski firearms sem fer mesta lagi í 4) og þeir eru ekkert síðri þegar það kemur að skills. Þessir playerar myndu henta best sem þjófar og non-combat guttar eins og medic, engineer eða jafnvel sniper. Svo lengi sem þeir þurfa ekki að fara í medium - close combat.
Gamli hópurinn sem ég stjórnaði var með tvo svona spilara, sem vildu ekki cyberware. Annar þeirra var venjulegur human female en hinn var human male Physical Adept. Physical Adeptinn hafði mjög góða ástæðu fyrir að nota ekki cyberware þar sem magic rating fer niður fyrir hvert essence loss(sama og Humanity cost i Cyberware, nema það að það er ekki hægt að auka essence. Essence sem fer í 0 veldur dauða.) Í öllum aðstæðum hafði Physical Adeptinn betur á meðan konan rembdist við flestar aðstæður.

Þeir sem ánetjast cyberware eins og versti dópisti:
Þetta á næstum því við flesta byrjendur(newbies) að þeir kaupi allt cyberware sem fæst í bókinn eða þangað til að essence hjá þeim fer niður i 0.00001. Þetta er oftast leiðinlegar grúppur þar sem þeir valta yfir flest alla. Venjulegur security guard er einfaldlega hraðahindrun fyrir þá. Þeir skjóta hann áður en hann nær að svara fyrir sig og svo halda þeir áfram þangað til að þeir hafa tæmt heilu hæðirnar. Ég er ekki á móti cyberware en þegar fólk nauðgar því svona þá er frekar pirrandi. Þessi cyberware overload eru eins og þegar spilarar vilja kaupa Panther Assault Cannon(18D damage) og geyma hana í brjóstvasanum. Þessir Cyberware Hulks geta að vísu ekki farið eitt né neitt þar sem þeir eru með nógu mikið cyberware til að lenda í 5 lífstíðarfangelsum. Þeir geta illmögulega ferðast á milli landa vegna hinna ýmsu laga.

Erfitt er að búa til einhverja erfiða andstæðinga fyrir þessa karaktera. Endar oftast með því að maður búi til mjög týpíska Cyber Zombies til að berjast við þá. Til að forðast þetta þá mæli ég með því að fólk banni spilurum að kaupa cyberware á hærra rating en 1. Auðvitað er hægt að meta þetta eftir hverju cyberware. Til dæmis væri mjög takmarkað að kaupa sér skillsoft á rating 1 en aftur á móti ætti að banna fólki að kaupa sér Wired Reflexes hærra en 1. WR á rating 1 er nóg til að gefa flestum ágætan séns á móti Security Guards en myndi auka challengið þegar þeir mæta einhverjum Corporate Cyber Warrior.


Svona í lokin þá vil ég nefna að flest allir high level NPC í Shadowrun eru endilega ekki drekkhlaðnir af Cyberware. Þeir eru með hæfilegt magn sem gefur þeim smá \“edge\” yfir flesta. Allt annað er bara skills og experience. En það er mjög sjaldan sem maður sér High level NPC með ekkert cyberware en þeir eru oftast non-combat týpur(fyrir utan Magic Users) eins og Fixer, Dealer, medic osfrv.
[------------------------------------]