Ég skrifaði hluta af þessu sem svar við svari á síðustu grein, og mér finnst þetta eiga ágætlega við hérna: Ég sé það þannig að þegar einhver trúir á t.d. tilvist gvuðs, þá skiptir engu máli hvort eitthvað komi í ljós um tilvist hans á hvorn vegin sem væri (hvort sem það væri að hann væri til eða ekki til), maður tryði því alltaf ennþá. Sömuleiðis ef ég trúi því að gamli trefillinn hennar mömmu fari mér vel, þá skiptir ekki máli hvað öðrum finnst, ég trúi því ennþá. Það er það sem ég meina...