Þó á það mjög vel við, allavega í þínu tilfelli. Og þá erum við ekki að tala um svona venjulegan bát, heldur svona gamaldags árabát sem er með flagnandi málningu og fúnum þverspýtum til að sitja á, sem brotna þegar maður sest á þær. Þær hefðu ekki gert það þegar maður var yngri, ónei, þá hefðu þær haldið, útafþví að þá voru spýturnar ferskar og hliðarspikið ekki farið að segja til sín. Þá gat maður hlaupið, hlaupið eins og vindurinn sem flaksaðist um þá stutt hárið, sem þó hefur síkkað og...