.. tókst næstum að drepa mig.
Aðfaranótt Þriðjudagsins 1. maí var ég á leiðinni heim frá Kópavogi í Reykjanesbæ um ca 01:00-01:30. Þegar ég var á leiðinni fram hjá Aktu Taktu í Garðabæ tók ég fram úr bíl (silvruðum Opel Astra) og í þessum bíl var fallegasta dama sem ég hef séð í langan tíma. Viðbrögðin voru slík að ég tók augun algjörlega af veginum í einhverjar sekúndur og ók næstum útaf. Það vildi til að við vorum að fara sömu leið allan tíman þartil hún beygði inn í Setbergið í Hafnarfirðinum. Ég hugleiddi jafnvel að fara á eftir henni þartil hún hefði stoppað og tala aðeins við hana, en lét það ógert.
Þessi dagur var búinn að vera mjög fínn, en þessi dama var lang bjartasti punkturinn í deginum.
Þakka þér fyrir að hafa verið þarna á þessum tímapunkti…
yup.