Engin hnýsni svosem. Það er mismunandi eftir tímum. Svo ég taki dæmi, þá var ég með tölvuna mína uppi í hverjum einasta sögutíma síðasta vor, en tók hana upp einusinni í stærðfræði, og það var bara í 5 mínútur til að sýna félaga mínum ógeðslega svala þrívíða, grafíska reikniforritið sem ég fann. Annars eru margir þarna með fartölvur. Sumir taka þær ekki með sér á hverjum degi, og fæstir og örugglega enginn er með hana í hverjum einasta tíma. Veit reyndar ekki hvernig þetta er hjá nýnemunum,...