Ok, ég er nýnemi í MH, og ég er svona manneskja sem hefur áhyggjur af öllu :).
Nú sérstaklega því ég er að fara ein í MH þar sem ég þekki nánast engan (“þekki” einn á 2. ári og veit hvað einn annar heitir :P) og ég veit ekkert hvernig hlutirnir eru, hvað maður á að gera og þannig, og svoleiðis hlutir bögga mig mjöög mikið :/.
Og þessi eini MH-kunningji minn vill einfaldlega ekki koma inn á msn :P (er búin að vera að bíða eftir því) og því ætla ég að spyrja ykkur :).

Hvernig er maður í skólanum? :P Ég meina, væntanlega kemuru með skólatöskuna með öllum bókunum og því drasli, í útiskóm og útifötum.
Ertu svo bara í skónum með allt draslið hangandi á þér allan daginn?
Ég fattaði það nefninlega eftir á að ég tók ekki eftir neinu fatahengi og þannig.
Er maður í skónum sem maður kemur í eða tekur maður með sér inniskó?

Og hvernig er með þessa skápa? Eru allir með sinn skáp eða hvernig er það?

Í eina framhaldsskólanum sem ég þekki (sem er reyndar pínulítill) kom maður með allt draslið sitt, hengdi útifötin í lítið fatahengi og var í útiskónum (sumir komu samt með inniskó). Svo varstu bara með skólatöskuna og tölvuna með þér.
Gast svo alveg skilið draslið eftir ef þú vildir og röllt eitthvert (ekki eins og einhver væri að fara að taka það), var bara svona ágætlega heimilislegt ef maður pælir í því :P.

Ooog, eitt annað.
Er mötuneyti eða eitthvað þannig, eða er málið að dröslast með eitthvað nesti með sér :S?

Fattaði ekki fyrr en eftir á að ég hefði auðvitað átt að spyrja umsjónarkennarann minn að þessu :P.

hehe :)…úpps, pínu langur texti fyrir 3 litlar spurningar :/ :P.
=)