Lækka töluna í ljósopinu, lengja lýsingartímann eða auka ljósnæmnina (ISO/ASA) er allt að yfirlýsa, nema hinu sé breytt á móti. Tökum bara dæmi: Við gefnar aðstæður í snjó gefur myndavélin upp eftirfarandi gildi: iso 100, f/8, 1/150Ef ég vil yfirlýsa um eitt stopp get ég breytt einhverjum þessara gilda sem nemur einu stoppi, því eru þrír möguleikar: #1: iso 200, f/8, 1/150 #2: iso 100, f/5.6, 1/150 #3: iso 100, f/8, 1/75 Í möguleika #1 hækka ég ljósnæmnina, og það gefur aukið noise (þó varla...