Bergvík: DVD slysið á íslandi. Ég ætla í þetta sinn að leggja aðeins frá mér dvd gagnrýni og koma mér að slysasögunni af bergvíkur dvd diskunum.

Bergvík var eitt vinsælasta útgáfufyrirtæki á tíunda áratugnum fyrir myndbandspólur. Bergvík hefur oftast gefið út barnaefni á myndbönd og um árið 2005 gáfu bergvík út DVD mynd-diska til sölu. Þegar þeir gáfu út
myndirnar sem þeir höfðu söluréttinn á höfðu þeir gefið út þær myndir í hreint út sagt ömurlegum gæðum , Bæði hljóð og myndgæðum.

Frá því sem sést á gæðum myndanna virðist sem að Bergvík hafi aðeins fengið myndirnar af spólum og fært þær með klúðri á DVD mynd-diskana. Ekki nóg með það heldur einnig prentað út “MS-paint” gerð cover fyrir hulstrin og ekki nennt að klippa þaug almnnilega af pappírnum(þar sem að ég sé alskonar línur af pappírnum sem var notaður í coverið og er þetta klaufalega skorið).

Leif mér að taka Donnie Darko sem dæmi. Hér fyrir neðan eru tenglar á fjögur skjáskot sem ég tók af dvd gæðunum á meðan myndin var í spilun í tölvunni. (Ég notaði FRAPS forritið til að taka skjáskotin)

http://www.picturetrail.com/gallery/view?&members=1&p=3&uid=3712482&gid=12221248&&imgid=281677355#top
http://www.picturetrail.com/gallery/view?&members=1&p=3&uid=3712482&gid=12221248&&imgid=281677353#top
http://www.picturetrail.com/gallery/view?&members=1&p=3&uid=3712482&gid=12221248&&imgid=281677350#top
http://www.picturetrail.com/gallery/view?&members=1&p=3&uid=3712482&gid=12221248&&imgid=281677344#top

Þetta er alls ekki fögur sjón að sjá, er það nokkuð?(verst að ég get ekki leyft ykkur að heyra hljóðgæðin því þau eru jafn subbuleg.)

Þannig lýk ég máli mínu að sinni. Ég hvet ykkur að
kaupa ekki einn einasta DVD disk frá Bergvík þar sem þið fáið ekki nógu fullnægjandi DVD upplifun sem þið ættuð að fá.

Kveðja stutti.(og afsakið Stafsetningar/uppsetningar villur)
Fólk er alltaf fólk sama hverju það klæðist og hvernig það lifir.