Ættir að geta notað öll flöss sem passa, þó ég myndi ráðleggja þér að fara varlega í að nota gömul flöss á hana, vegna þess að eldri flöss eru mörg hver þannig að öll spennan (volt) sem fer í peruna fer í gegn um myndavélina sem hún er tengd við, og nýjar stafrænar vélar þola ekki alla þá spennu. Þ.e. gömul flöss geta grillað einhverjar rafrásir í vélinni þinni. Hægt að finna upplýsingar um flössin á netinu, ef þú vilt athuga hvort þú getir notað þau á vélinni, eða mæla það einfaldlega sjálf...