Ég hef alist upp við guðleysi og er sjálfur alger guðleysingi, hef aldrei haft gott álit á skipulögðum trúarbrögðum en þó leyft þeim að vera í friði, þessi trúarbrögð boða nú einu sinni gott og “komm on” án þeirra væru jólin eflaust ekki haldin hátíðleg.

En nú á undanförnum dögum hef ég legið í þungum þönkum yfir trúarbrögðum, fyrir nokkrum vikum hefði ég leyft þeim að viðgangast afskiptalaust en nú hef ég gert mér grein fyrir því að trúarbrögð ættu alls ekki að viðgangast né að vera sjálfsögð.

Þessi hugsunagangur spratt upp með umræðunni um breytta kennslu varðandi kristilegt siðgæði í skólum, auðvitað byggist Íslensk menning og skólastarf á gömlum kristnum siðum en erum við virkilega svo íhaldssöm að við viljum halda í gamla og rotna guðhræðslusiði?

Kristin trú tildæmis hefur góðan sem slæman boðskap og gott mál með það, þetta er samt ekkert skárra en sögurnar í Andrésblöðunum sem að koma með alveg jafn góðan boðskap í lok hvers blaðs, afhverju kennum við ekki siðgæði Andrésar andar í skólum? Þessi hugmynd yrði að sjálfsögðu möluð áður en að hún kæmist á blað, en í raun og veru er hún ekkert verri en það að viðhalda þeim skáldskap sem að trúarbrögð eru og mata og blekkja börnin okkar með þessari þvælu.

Það kann að vera að þeir sem að minna mega sín vilji halda í einhveja von, einhverja trú. En hversvegna í ósköpunum að halda í einhvern falsguð og blekkingu. Einhventíman sagði vitur maður: “Guð hjálpar þeim sem að hjálpa sér sjálfir.” Það er ekkert nema fásinna að byðja út í loftið um bætt líf á fölskum forsendum, eiga börnin okkar að læra það að geta treyst á eintómar bænastundir en ekki sín eigin persónugæði?

Getum við ekki frekar reytt okkur á félagsleg siðgæði og framfarir í þágu vísinda í stað afturhaldsemi kirkjunnar?
In a dictatorship, people suffer without complaining. In a democracy, people complain without suffering.