Jáh.. eins og ég segi.. bölvun.. á mér..

Ég hef ekki skrifað hérna lengi lengi lengi… en mér hefur alltaf fundist gott að bara koma því frá mér sem ég er að hugsa eða vandamálin mín hérna. Bara svona eins og bloggfærsla, nema vinir mínir þurfa ekki að lesa hana, eða fjölskylda.

Allavega … sko, ég er bara rosalega fín stelpa. (smá egó, samt ekki) Ég er ekki egóisti, en ég get samt alveg fullyrt það að ég er skemmtileg, hress, brosmild, sæt, þolinmóð, skilningsrík, fyndin, klár og kem úr góðri fjölskyldu. Og svo kynnist ég einhverjum strák, byrja að deita hann… og það gengur ekki upp! Og maður spyr sig.. ég gerði ekkert rangt… er ég bara virkilega svona óheppin, að lenda alltaf á strákum með of mikinn farangur, eða bara virkilega sjá ekki hvað þeir gætu verið heppnir að vera með mér…

*andvarp* …

Svo er það náttúrulega það… fólk gæti aldrei komist í skilning um vandamál með einni svona “færslu”. Ég hef kynnst því…