Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Nessuno
Nessuno Notandi frá fornöld 0 stig

Re: Allir að segja hver er þeirra uppáhalds myndasaga!

í Myndasögur fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Já ég á Luna Fatale og það er afar skemmtileg bók. Þó svo að ég skilji ekkert í henni því hún er á frönsku. Hins vegar er það ansi sorglegt að Tome og Janry virðast hafa misst áhugan á að teikna Sval og Val og hefur nú ekki komið út ný bók í hátt í 5 ár. Í þeirri síðustu breyttu þeir stílnum ótrúlega mikið og gerðu sögurnar alvarlegri og karakterana (líka sval og val) raunverulegri, þ.e. þeir voru ekki eins skrípólegir. Mér fannst það ekki vera góð þróun.

Re: Allir að segja hver er þeirra uppáhalds myndasaga!

í Myndasögur fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Síðasta setningin átti við Sval ekki Val :)

Re: Allir að segja hver er þeirra uppáhalds myndasaga!

í Myndasögur fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Nausicaä of the Valley of the Wind eftir meistarann Hayao Miyazaki. Epic er orðið sem lýsir þessari stórkostlegu bók. Sagan er frábær, karakterarnir stórkostlegir og ekki einvíðir eins og allt of algengt er að sjá í myndasögum. Síðan er hún ótrúlega fallega teiknuð og hið óviðjafnanlega hugmyndaríki höfundar fær sannarlega að njóta sín. Lone Wolf and Cup serían. Yndislegar sögur, svo fallegar, oft hjartnæmar, dramatískar en samt ótrúlega blóðugar. Sagan í heild sinni færir mann aftur í...

Re: Allir að segja hver er þeirra uppáhalds myndasaga!

í Myndasögur fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Það er nú ekki alveg rétt Wolvie. Valur var nú alltaf að reyna við fréttakonu sem kom stundum í sögunum og hefur verið skotinn í fleiri konum. Hins vegar virðist honum ganga illa í þessum ástarmálum sínum. Valur hefur, að ég held, aldrei verið við kvenmann kenndur.

Re: Fer heimurinn versnandi?

í Heimspeki fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Góð spurning thesun. Fátæku löndin gætu t.d. náð forskoti ríku landanna með því að gera það sama og Suður-Kórea, Japan, Taiwan, Spánn, Portúgal, Írland, Ísland, Singapore, Hong Kong og fleiri hafa gert. Þessi ríki hafa, hver á sinn hátt reyndar, tekið upp efnahagsleg stjórnkerfi sem eru svipuð stjórnkerfum ríku landanna (blandaður kapítalismi). Þó svo að forskot ríkra landa sér vissulega mikið þá fer því fjarri að það sé ómögulegt að vinna það upp. Suður-Kórea vann sig upp á 2-3 áratugum úr...

Re: Fer heimurinn versnandi?

í Heimspeki fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég held þú sért aðeins að tína þér í svartsýni augnabliksins. Það að Bandaríkjamenn standi í einhverjum ör-stríðum á borð við Afganistan og Írak (sama hversu óréttlát og heimskuleg þau eru) þýðir nú varla að allt sé að fara til fjandans. Bandaríkin og mörg önnur ríki hafa oft á tíðum farið í stríð og hefur heimsendir ekki átt sér stað út af þeim, nægir þar að minna á seinni heimsstyrrjöldina. Hins vegar heyrir maður dómsdagsvæl af þessu tagi í hvert sinn sem eitthvert stríð er í nánd. Það er...

Re: Siglufjarðar-prentsmiðjan

í Myndasögur fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Aaahhh gamla góða Siglufjarðarprentsmiðjan.

Re: Gítarhetjusólóar....

í Hljóðfæri fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Það er rétt athugað hjá þér að gítarsólóin eru nær horfin nú á dögum og er það miður. Hins vegar er því ekki að neita að oft var þetta komið út í rugl á 8. og 9. áratugnum. Þeir í Led Zeppelin og Deep Purple áttu það til að taka 10 mínútna sóló á live tónleikum. Ég hef heyrt það og það er ömurlegt og “pretentious”. Á 9. áratugnum var eins og gítarsólóið væri orðið að eins konar íþrótt; sá þótti bestur sem gæti spilað hraðast, whoppee. Þetta er náttúrulega allt spurning um lagið sjálft og...

Re: Góðar setningar úr bíómyndum

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Bill er gælunafn yfir William. Það var notað í myndinni.

Re: Góðar setningar úr bíómyndum

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Hér eru nokkrar úr hinni ótrúlega klassísku Clint Eastwood mynd The outlaw Josey Wales: Wales: Well, are you gonna pull those pistols or whistle Dixie? Jamie: Too bad we don't have time to bury those fellas proper like. Josey Wales: To hell with those fellas. Buzzards have to eat, same as worms. Wales: you a bounty hunter? bounty hunter: man's gotta do something for a living Wales: Dying ain't much of a living boy! Apocalypse now: Kilgore: Charlie don't surf! Kilgore: I love the smell of...

Re: Varðandi Clint Eastwood könnunina.

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Sei sei, það er vissulega hneyksli að slíkar skoðanir skuli vera jafn vinsælar og raun ber vitni. Ofurtöffarinn Clint Eastwood er stórkostlegur meistari, hvort sem um er að ræða hann sem leikara eða leikstjóra.

Re: Tilvistarkreppa spendýrs.

í Heimspeki fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég er ekki heldur viss um að þú hafir skilið sjálfan þig :)

Re: Tilvistarkreppa spendýrs.

í Heimspeki fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Vér getum fullvissað yður um að geimverur stjórna ekki örlögum yðar. Engum hefur tekist að sýna fram á að geimverurnar bak við tunglið séu til, hvað þá að þær stjórni yður eða öðrum mannverum. Þér eruð einungis þreyttir og ringlaðir og því fullir af ranghugmyndum. Sökum þess að oss er annt um sálarheill yðar höfum vér sent tvo óeðlilega hávaxna og mjóa einstaklinga með langar hendur, klæddir í svarta leðurfrakka til heimilis yðar þar sem þeir munu ræða við yður og fullvissa yður og sannfæra...

Re: Fer heimurinn versnandi?

í Heimspeki fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Smá athugasemdir við þessa grein. Höfundur bendir á að fólksfjölgun sé orðin full mikil og virðist ekki vera að hægja á sér. Það er ekki alveg rétt. Þó svo að fólksfjölgun sé ennþá talsverð þá hefur hægt á henni. Reyndar hefur hægt á henni meira en fræðimenn þorðu að vona. Ég man ekki nákvæmar tölur um þetta en í það minnsta virðist fólksfjöldinn vera að ná toppi á næstu 1-2 áratugum en muni síðan fara lækkandi. Það er afar ólíklegt að hungursneið muni stöðva fólksfjölgun mannkyns, það hefur...

Re: Munnharpan

í Hljóðfæri fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Paul Butterfield var líka fantagóður munnhörpuleikari af Chicagoblússkólanum. Howlin' Wolf var líka ágætur á hljóðfærið þegar hann nennti því.

Re: Bítlarnir! Hvað er svona merkilegt?

í Músík almennt fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Smá aukaatriði á athyglisverðri grein. Greinarhöfundur minnist á að Satisfaction með Stones sé sennilega fyrsta Sex-anthemið. Ég er ekki viss um það. Ef maður les textann við lagið sést að Jagger er aðallega að fatast út í skrum og auglýsingamennsku. Samt bendir titil lagsins, (I can't get no) satisfaction til þess að þetta sé kynferðislegur texti. Kannski Jagger hafi verið að stríða fólki.

Re: Hvar væru kvikmyndir án myndasagna???

í Myndasögur fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ertu ekki frekar að tala um “storyboarding” í stað teiknimyndasagna? Þ.e. það að teikna upp atriðið (oft ramma fyrir ramma) til að ákvarða skotin. Ef svo er, er varla hægt að þakka teiknimyndasögum þann árangur. Menn hafa nú oft teiknað hluti fyrirfram til að sjá hvernig þeir eiga að verða, hvort sem um er að ræða teikiningu á húsum, eða hvernig stilla eigi hlutum upp á sviði í leikhúsi.

Re: Hvar væru kvikmyndir án myndasagna???

í Myndasögur fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Við skulum ekki heldur gleyma því að teiknimyndasögur hafa eflaust þegið ansi mikið frá kvikmyndunum. Varðandi það hvar Hollywood væri án teiknimyndasagna, þá tel ég að það væri nú bara í ágætismálum. Hollywood er markaðsmaskína sem mjólkar hikstalaust það sem arbært er (sem er í meginatriðum gott). Superman/Batman græddu fúlgur fjár á 8. og 9. áratugnum og kemur því ekki á óvart að Hollywood hafi fjárfest í æ meiri kvikmyndagerðum á teiknimyndasögum og mun halda áfram að gera það þangað til...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok