(Þetta eru 11 blaðsíður í word, ég vona bara að fólk nenni að lesa greinina því það tók nokkra klukkutíma að skrifa hana)

“To start with the obvious, they were the greatest and most influential act of the rock era, and introduced more innovations into popular music than any other rock band of the 20th century”

Svona byrjar leiðarinn um Bítlanna á All Music Guide, ekki nóg með að þeir væru bestir, áhrifamestir og frumlegastir heldur er það bara alveg augljóst. AMG er ekki eini miðillinn sem er á þessari skoðun, það virðist littlu máli skipta hverju þú flettir, fjalli það um tónlist þá er nær endurtekningarlaust sagt að Bítlarnir hafi verið bestir og sameiginleg skoðun flestra virðist vera sú að þróun rokksins frá einföldu skemmtiefni til metnaðarfullar listgreinar hafi verið mest Bítlunum að þakka. Margir halda að Bítlarnir hafi fundið allt upp og verið fyrstir í öllu og er það í dag hálfgerð staðreynd hjá mörgum að Bítlarnir séu merkilegasta hljómsveit 20 aldarinnar, það er alveg á hreinu, klárt mál, segja þeir.
En þegar maður fer að kanna málið betur kemur í ljós að það sem oftast er sagt augljóst eða sjálfsagt er ekki alveg eins einfallt og maður hélt í fyrstu.

Ef við byrjum á upphafinu, þá komu Bítlarnir fram þegar rokktónlistin var í lægð, og eftir orðum plötuútgefendanna að dæma þá var rokktónlistin hreinlega dauð og voru vinsældarlistarnir meira og minna fullir af teen-idols, sætum strákum og stelpum sem sungu popplög eftir útsetningum Frank Sinatra og Bing Cosby (og auðvitað Wall of sound hljómnum hans Phil Spectors) en stálu laglínunum frá rokktónlistarmönnum. Þetta var fyrsta alvöru dæmið um sell out, metnaðarlittlar unglingastjörnur í höndum færra útsetjara högnuðust á hugmyndum byltingarkenndustu tónlistarmanna seinustu ára með því að færa þeirra hugmyndir yfir í poppaðan hljóm, eingöngu til að selja sem mest.

Tónlistarsénan í Englandi á þessum tíma var mjög slöpp, flestir voru að herma eftir Elvis Presley en englendingar áttu bullandi neðanjarðar sénu, hún samanstóð mest af hráum kröftugum R&B sveitum sem spiluðu í klúbbum. Í Liverpool fæddist Merseybeatið, Merseybeat var í raun poppað og ílla spilað afbrigði af rokktónlist og fyrsta(?) sveitin í Merseybeat sénunni voru Johnny Kid and the Pirates. Bítlarnir óxu upp í Merseybeat sénunni og urðu á endanum vinsælastir þeirra allra.

Grunnurinn af vinsældum Bítlanna hafði verið kyrfilega lagður af rokkurum eins og Chuck Berry, Elvis Presly, Buddy Holly og Carl Perkins, söngvasveitum og söngvurum eins og Everly brothers, Drifters og Little Richard og surf-rokkurum eins og Duane Eddy, Dick Dale og ógleymdum Beach boys.
Það sem Bítlarnir áttu sameiginlegt með flestum þeirra (sérstaklega Everly brothers, Beach boys og Buddy Holly) voru nákvæmlega eins melódíur. Annars var söngstíllinn þeirra stæling á Little Richard eða söngvasveitum sjötta áratugarins og hljóðfæraleikurinn var ekta Merseybeat. Bítlarnir bættu engu við sjálfir og í raun voru þeir á sínum fyrstu árum eftirherma af Beach boys, nema að þeir lögðu ekki alveg jafn mikið upp úr röddunum og surfgítarnum.

63

Fyrstu tvær plöturnar (Please please me og With the Beatles) eru mest merkilegar fyrir það að meira en helmingur laganna er saminn af John og Paul og reyndar er eitt eftir George. Þar fyrir utan er ekki margt að segja, (nema kannski spænski gítarsólóinn í Till there was you) á þessum tíma voru Bítlarnir smáskífuhljómsveit, smáskífurnar þeirra frá þessum tíma sérstaklega She loves you og I want to hold your hand eru popp-meistaraverk, textarnir eru auðvitað fáranlega heimskulegir en melódíurnar og happy-andinn í þessum lög gerir meira en að bæta upp fyrir það.

Það voru þó merkilegri hlutir að gerast en She loves you yeah yeah yeah! The Searchers gerðu tilraun til þjóðlagarokks, Bob Dylan gaf út The Freewheelin og Wild flowers gerðu tilraunir með tape-loops en ENGINN tónlistarmaður var þó eins langt á undan sínum tíma og Sandy Bull, á meðan flestir kollegar hans voru að semja 2 mínutna popp dittur (þar á meðal Bítlarnir) þá samdi Bull 20 mínutna löng verk þar sem hann blandaði saman rokki, jazzi, þjóðlagatónlist, heimstónlist og klassík. Margfallt áhugaverðara en Bítlarnir og notaði Bull til dæmis sítar, löngu áður en Bítlarnir höfðu heyrt um sítar og nærri þremur árum áður en þeir notuðu hann.

64

Á sinni þriðju plötu (A hard day´s night) þeirri langbestu hingað til voru öll lögin frumsaminn, platan var nefnd eftir kvikmyndinni sem Bítlarnir léku í og slóg hún í gegn auðvitað. Á næstu plötu á eftir voru coverin hinsvegar kominn aftur og er sú plata (Beatles for sale) langþreittust af þeim öllum. Á þeirri plötu eru þó smá þjóðlagaáhrif, fyrstu merkin um einhverja smá þróun. Ekki skil ég þetta sífellda tal um hvað Bítlarnir eiga að vera fjölbreyttir þar sem fyrstu 4 plöturnar þeirra eru alveg nákvæmlega eins.

Það var nóg að gerast á þessum tíma, stærsti viðburðurinn var sennilega útkoma fyrstu plötu The Rolling stones, Stones tóku rokktónlist á hærra plan, þeir voru mjög góðir hljóðfæraleikarar og þéttir á sviði. Stones mynduðu mótvægi við Bítlanna, þeir hneiksluðu fólk og fjölmiðlar sáu þá sem hættulega og ögrandi, Bítlarnir hinsvegar voru óskabörn bresku þjóðarinnar, klæddust jakkafötum, göntuðust við blaðamenn, drukku té með drottningunni og sífellt brosandi.
Aðrir hápunktar voru útkoma “You really got me” með The Kinks sem lagði grunninn að þungarokki, Beach boys komu með fyrsta proto-pshycedelica lagið og að lokum villtir tónleikar The Yardbirds. Yardbirds notuðu gítarana til þess að framkalla feedback og buzz og fundu upp í leiðinni nýja og tilraunakenndari tegund af R&B.
Ég veit ekki hvar Bítlarnir eiga að falla inn í þessa þróunarsögu rokksins, þeir voru bara að spila popptónlist með hefðbundnum melódíum. Ekkert ólíkum þeim sem Jimmy Rodgers var að semja 1925 og alveg nákvæmlega eins og þær sem Everly brothers sömdu seint á sjötta áratugnum. Þessar melódíur Bítlanna voru heldur ekkert endilega betri en melódíur Roy Orbison, Beach boys, Mannfred mann eða Hollies. Ég veit ekki hvað tilgangi þeir þjónuðu í rauninni öðrum en að vera vinsælir. Bítlarnir áttu þó fyrsta upptekna feedbackið með “I feel fine” (en þeir fundu það ekki upp)en það er hugmyndasnauð og gagnlaus notkun á feedbacki. Svo má ekki gleyma geltinu alveg í lok lagsins en það er sennilega bara tilviljun.

65

Þróuninn sem hafði verið á síðustu tveimur árum var vægast sagt ótrúleg, tónlistin sem var í gangi 65 var mun flóknar og fjölbreyttari en sú sem hafði verið 63. The Byrds byrjuðu árið með því að finna upp þjóðlagarokk með smáskífunni “Mr.Tambourine man” og á eftir fylgdi Bob Dylan með sínum fyrstu rafmögnuðu plötum. Rolling stones gáfu út smáskífuna “Satisfaction” þar sem þeir sungu um “þið vitið hvað” og held ég að þetta sé fyrsti sex-antheminn, allavegana sá fyrsti til að komast í fyrsta sæti og The Who gáfu út “I can´t explain” fyrsta lagið þar sem gítarinn og tromman skiptu um hlutverk og svo magnaða proto-punk plötu í lok ársins. Þetta ár byrjaði líka fyrsta alvöru pshycadelica hljómsveitin: The Fugs, sem áttu eftir að hafa áhrif á sjálfan Frank Zappa með byltingarkenndum sound-collegum sínum.

Bítlarnir áttuðu sig á því að merseybeatið var úrelt svo þeir ákváðu á fimmtu plötu sinni að gera eitthvað annað. Help var fjölbreyttasta platan þeirra hingað til (þjóðlaga, kántrý og jafnvel smá gospel bragur) en hún var sennilega sú ójafnasta líka: “Help”, “Ticket” to ride“ og ”Yesterday“ eru meistaraverk en ”Tell me what you see“, ”You like me to much“, ”I need you“ og cover lögin tvö eru gífurlega klúðursleg. Útsetningarnar eru líka flóknari en áður, flautur og fiðlur voru notaðar, mest til að fylla upp í hljóminn í rauninni, þetta var enginn tilraunamennska og flestir ættu að vita að notkun fiðlna í popplagi 1965 var ekki byltingarkenndur atburður. Það er ótrúlegt að Highway 61 revisited (Bob Dylan) hafi komið út á sama tíma og Help. Og það er ekki vel meint um Help.
Þar sem Help kom út stuttu eftir að þjóðlagarokkið skall á náðu Bítlarnir ekki að hafa mikil þjóðlagaáhrif á henni en þeir bættu upp fyrir það með Rubber soul sem er að sumum talin vera pure-þjóðlagarokksplata. Rubber soul var en eitt lagasafnið tileinkað þægilegum poppmelódíum, Bítlarnir virtust hafa ákveðið að halda sig við einn stíl og öllum flóknum útsetningum var sleppt. Nema smá hammond organ (sem Dave Clark 5 notuðu fyrr sama ár) í nokkrum lögum og auðvitað sítarinn en ég er búinn að segja hver var fyrstur til að nota sítar á rokkplötu. Þrátt fyrir frumleikaleysið var Rubber soul þeirra besta plata framm að því og sú fyrsta til þess að innihalda einlægar lagasmíðar (fyrir utan Help því það er dulbúið sem happy-popp lag). Svo mega þeir sem vilja titla Word sem fyrirrennara hippa söngvanna.

Síðasta útgáfa Bítlanna það árið var tvöföld smáskífa, annað lagi ”Day tripper“ er örvæntingarfull og aumkunarverð tilraun til að keppa við Stones, Who, og Kinks (svo er riffið stoli frá/tileinkað blúsaranum Bobby Parker) en hitt ”We can work it out“ er snilld, og eitt besta lag ársins.
Aftur veit ég ekki hvort það sé nauðsýnlegt að nefna Bítlanna á nafn séum við að tala um merkilegustu atburði ársins. Er ekki meiri þörf á að tala um þjóðlagarokksbyltinguna, rafmagnstilraunir Dylans, pshycedelica tilraunir Fugs, ögrandi textagerð Satisfaction, byltingarkenndan hljóðfæraleik The Who eða áhugaverða nýliða á borð við Them, Pretty things eða Sonics? Fyrir utan grípandi melódíur er óskaplega fátt hægt að segja um tónlist Bítlanna.

66

Bítlarnir urðu (eins og allir aðrir) metnaðarfyllri með hverri plötu enda var þróuninn svo hröð að enginn hafði efni á að stoppa og mjólka.

Aftur voru það The Byrds sem byrjuðu árið með smáskífu, í þetta sinn var það ”Eight miles high“ eitt af meistaraverkum rokksögunnar sem er af mörgum talið vera fyrsta alvöru pshycadelica lagið, fyrsta jazz-rokkið og fyrsta raga-rokkið, ekki veit ég með þetta fyrsta en hitt er satt. Og eftir orðum Roger McGuinn gítarleikara þá spiluðu þeir hluta af gítarnum afturuábak, nærri því hálfu ári á undan ”Rain“ með Bítlunum. Breiðskífan sem fylgdi var einnig á undan sínum tíma, fyrstu tilraunirnar við country-rokk og space-rokk, og full af soundeffectum og bakgrunnshljóðum. Beach boys gáfu út ”Pet sounds“ og það var ÞÁ sem að popptónlist varð alvörugefin listgrein en ári seinna stálu Bítlarnir mestu af hljómnum af henni fyrir Peppers. Beach boys gáfu einnig út smáskífuna ”Good vibrations“ sem varð fyrsta popplagið til að nota rafhljóðfæri(theramin). Bob Dylan gaf út ”Blonde on blonde“ fyrstu tvöföldu plötu rokksögunnar, Frank Zappa gaf út ”Freak out“ næst fyrstu tvöföldu plötu rokksögunnar (tveimur mánuðum eftir Blonde on blonde). Freak out var tileinkuð mjög tilraunakenndri blöndu af rokki, jazz, do-woop, musical og avant garde tónlist. Zappa var fyrstur til þess að nota hljóðverið eins og hljóðfæri enda komust engir á þessum tíma í hálfkvist við sköpunargleði og frumleika Zappa (Nema Dylan).

Vandamálið er að allt þetta gerðis áður en Bítlarnir gáfu út Revolver, það er slæmt því að Revolver er fyrsta meistaraverk Bítlanna en líður fyrir það að vera alltof seint á ferðinni. Fyrr á árinu höfðu Bítlarnir gefið út smáskífuna ”Paperback writer“ sem varð fyrsta lagið til þess að fá alvöru myndband (hugmyndina fengu þeir af Elvis Presley sem senti bílinn sinn á ferðalag svo hann þyrfti ekki að fara sjálfur, ekki veit ég hvernig það virkaði) en í b-hliðarlaginu (Rain), er fyrsta frumlega hugmynd Bítlanna á ferlinum en það er söngur spilaður afturuábak. Leiðinlegt að þegar Bítlarnir fá loksins frumlega hugmynd eftir 6 breiðskífur að þeir skuli ekki vera nægilega hugmyndaríkir til þess að nota hugmyndin á skapandi hátt, það sem Lennon segir þarna öfugt er: Sharethsm nowthsmea ness! Voðalega sniðugt þarna alveg í endan. Af hverju gátu þeir ekki reynt eitthvað merkilegra?

Aftur að Revolver, Revolver er meistaraverk og inniheldur sennilega frumlegasta lag Bítlanna: Tomorrow never knows ekkert í laginu er frumlegt í sjálfu sér annað en trommuleikur Ringos, allir sound-effectarnir og background-noise-ið hafði heyrst áður. Lennon syngur í gegnum vocoder ((Voice operater recorder) fundið upp og notað fyrst árið 1948 af Homer Dudley) texta innblásin frá bókinni Tibean book of the dead. En útkoman er ekkert minna en frábær.
Á Revolver skilja Bítlarnir algerlega/blessunarlega við merseybeat-hljóminn, lagasmíðarnar eru eins einfaldar og poppaðar og áður en útsetningarnar eru betri og það eru textarnir einnig. Á Revolver fóru hæfileikar Bítlanna að þróast út í mismunandi áttir, Lennon fór að verða (wannabe?)experimental, McCartney festi sig í rótum poppsins og fór að semja lög í vaudevillian óperustíl og music hall en Harrison samdi fyrsta pólitíska Bítlalagið (Taxman), lagið er gott en ekki pólitískt innihald þess (milljararmæringur að væla yfir skattpeningnum).
Revolver lyfti standardi Bítlanna á hærra plan en Revolver á ekkert í plötur Byrds, Fugs, Zappa, Dylan eða Beach boys hvað sköpunargleði og frumleika varðar.

Ekki löngu eftir að Revolver kom út gáfu Fugs út sína aðra plötu (Village Fugs) sem var raunverulegur frumskógur af tilraunatónlist, fyrir utan það að innihalda fyrsta söng spilaðann hraðar en hann var hljóðritaður (7 mánuðum á undan Luzy in the sky) var allt fullt af tape loops, dyrabjöllum, símhringingum, bergmálum, sírenum, afríkutrommusláttum, öskrum, flautum og hávaða.
Alveg við endan á árinu gáfu Who út fyrstu mini-rokkóperuna (A quick one, while he is away) og Cream gáfu út Fresh cream. Cream voru orðnir mjög vinsælt tónleikaband og voru vinsældir þeirra fyrsta dæmið um það að Bítlarnir væru að verða úreltir. Hjá Bítlunum var söngvarinn aðalhljóðfærið (eins og hann hafði alltaf verið) en með tilkomu Cream varð hljóðfærið jafn mikilvægt söngvaranum og það setti Bítlanna í vandræði, þeir gátur elt tískustraumana en þeir gátu ekki þóst vera færir spilarar.

67

1967 er af mörgum talið vera besta árið í allri rokksögunni og Bítlarnir byrjuðu það ár á að gefa út sennilega bestu tvöföldu smáskífu rokksögunnar: Penny Lane/Strawberry fields forever. Strawberry fields forever er pshycedelica meistaraverk og eiginlega jafn mikið eign Lennons og það er eign George Martins. Lennon samdi jú lagið og fínan textan en það var Martin sem sá um útsetninguna, Martin samdi sinfoníuscorið en án þess nyti lagið ekki 10% af því hylli sem það nýtur í dag. Lagið skiptist í tvær tegundir en Lennon gat ekki ákveðið hvor tegundin honum líkaði betur svo hann bað Martin um að setja lögin saman sem og hann gerði. Þannig að aðalheiðurinn fer til Martins, allt sem gerir lagið af þeirri klassík sem það er í dag er Martin að þakka. Penny lane er nánast jafngott, annað lag í vaudevillian stílnum sem Paul heillaðist æ meira af. Penny lane skartar fullkominni laglínu og einum besta trompet-sóló sem heyrst hefur á popp-plötu (enda spilaður af einhverjum færustu trompetleikurum Englands) og öfugt við John þá flautaði Paul fyrir Martin hvernig hann vildi hafa trompetana og skrifaði Martin þá niður. Paul var nefnilega mun meiri pro en John.

Það er fyndið hvað margir segja/halda að Sgt.Peppers lonely hearts club band hafi byrjað psyhcedelica-bylgjuna. Fyrir utan það að pshycedelic-lög voru byrjuð að poppa upp 64 þá komu margar tilraunakenndar plötur út á undan Peppers og þar fyrir utan var Peppers alls ekki tilraunaplata. Peppers var svona ”All in one“ pakki þar sem flestar hugmyndir annarra voru notaðar og gerir það Peppers að tilvalinni shortcut að árinu 67, fínt fyrir þá sem nenna ekki að eiga allt.
Peppers kom út í júní en þá höfðu Velvet underground, Doors, Love, Rolling stones, Byrds, Jefferson airplane, Grateful dead, Frank Zappa og Jimi Hendrix allir gefið út breiðskífur og svo höfðu smáskífur Pink floyd vakið mikla eftirtekt. Hlusti maður á verk þessara tónlistarmanna og svo á Peppers er ómögulegt að skilja að þarna hafi verið eitthvað merkilegt á ferðinni (sérstaklega þar sem plata Stones: Beetween the buttons var í mjög líkum stíl og Peppers). Enda var það heldur ekki.

Eins og ég sagði þá var ótrúlega lítið frumlegt að finna á Peppers, innblásturinn við Peppers kom frá ársgamalli plötu Beach boys: Pet sounds, en þar lá stærsti vandinn. Bítlarnir voru alltof lengi að dunda sér við Peppers og Pet sounds virtist ekki hafa þau áhrif á Bítlanna að gera eitthvað jafn frumlegt heldur til að gera eitthvað alveg eins og það gerðu þeir. Þeir tóku hljóðheiminn sem Brian Wilson hafði skapað fyrir Pet sounds og bættu honum ofan á sín lög.
Allar tilraunirnar á Peppers voru dulbúningur, hannaðar til þess að fela einfaldleika laganna og þykjast vera tilraunakenndir, Bítlarnir fóru aldrei út fyrir poppformúlurnar og ef lögin á Peppers yrðu strippuð niður kæmu í ljós melódíur mjög svipaðar þeim sem voru á A hard day´s night þremur árum áður.
Peppers átti að vera concept-plata (þetta eru ekki Bítlarnir heldur hljómsveit Sgt Peppers) en eftir fyrsta lagið sem byrjar á áhorfendahljóðum (notað áður af Byrds) þá hverfur conseptið alveg en birtist svo aftur óvænt í reprise-lagi við enda plötunnar.
Peppers er þrátt fyrir hæpið ekki slæm plata, það eru nettar hugmyndir á henni, spilamennskan í ”Whitin you without you“ sem er flutt af alvöru indverskri hljómsveit er flott og stígandi sinoníukaflinn í ”A day in the life“ er magnaður (A day in the life er hið fullkomna lokalag). Lagasmíðarnar eru nokkuð pottþéttar en þetta eru allt saman hefðundin lög, það er allt í lagi svosem en ef þessi plata á að standa undir orðspori sínu sem en frumlegasta og áhrifamesta plata sögunnar þá verður hún að gera betur, á þessum tímum voru hljómsveitir eins og Red crayola að semja 20 mínutna free-form lög sem áttu meira skylt með jazzi eða avant garde en rokktónlist og aðrar voru að semja texta um dóp, kynlíf og ofbeldi. Bítlarnir voru enn að semja 3 mínutna popp dittur og semjandi meinlausa ástartexta og pshycedelica-samsull (sem stundum varð úr snilld).
þegar allt kemur til alls þá er það Martin sem á mestan heiðurinn af Peppers, hann er mastermind-ið, honum tókst að láta hefðbundar lagasmíðar Bítlanna hljóma betri en þær voru.

Stuttu seinna (25 júní) fluttu Bítlarnir ”All you need is love“ live í beinni útsendingu og voru það víst 200 milljón manns sem sáu þá.
Önnur plata Bítlanna það ár var Magical mystery tour sem var soundtrack fyrir samnefnda mynd sem var mjög svo misklukkuðu (hef ekki séð hana). Það voru einungis 6 ný lög á Magical en eitt þeirra var meistaraverk: I am the walrus, frábært lag með enn betri texta. Annars er vert að minnast á Blue jay way sem er myrkasta tilraun Bítlanna við pshycedelica tónlist og Flying sem er fyrsta instrumental lag Bítlanna á Bítlaplötu (fyrsta instrumentalið sem þeir sömdu er auðvitað ”Cayenna“ og það fyrsta á plötu er ”Cry for a shadow“ sem þeir spiluðu á plötu Tony Sheridans). Magical mystery tour var í sama stíl og Peppers og er hálfgert framhald af henni, allavegana bætti hún engu við.

68

Þegar Bítlarnir snéru á ný til að taka upp næstu plötu kom það betur í ljós en nokkru sinni að Bítlarnir mynduðu ekki lengur eina sterka heild sem hljómsveit heldur voru þeir fjórir tónlistarmenn sem áttu mjög fátt sameiginlegt en það sem verra var að þeir höfðu lítinn áhuga á því sem hinir voru að gera. Aðskilnaðurinn hafði byrjað með Revolver.
Allir virtust þeir þó vera sammála því að nóg væri komið af sýru tónlist og kominn tími til þess að fara aftur til upprunans og spila gamaldags rokk. Þeir voru ekki þeir einu sem höfðu fengið einmitt þessa hugmynd. The Band og Creedence clearwater revival höfðu náð gríðarlegum vinsældum fyrr sama ár með því að spila roots rock og country rock. Byrds gáfu út fyrstu country-rock plötuna þetta ár. Fairport convention, Van Morrison, Rolling stones og margir fleiri gáfu einnig út gæðaefni undir merkjum einfaldleika, flestir á undan Bítlunum svo að þegar Hvíta albúmið kom út varð enginn hissa. Einfallt rock var tískutónlistin árið 1968.

Upphaf þessarar roots-rock bylgju má sennilega rekja til plötu Bob Dylans: John Wesley harding sem hafði komið út seint síðasta ár en á henni fiktar Bob Dylan við kántrý-tónlist. Sniðugt þar sem fólk varð hissa á því að Dylan skyldi gefa út svona mellow plötu í staðinn fyrir að keppa við hina tilraunagrúppurnar, það skildi ekki að Dylan var einfaldlega á undan samtímanum, hann kláraði pshycedelica skeiðið sitt 66 með Blonde on blonde, ári á undan öllum öðrum og svo byrjaði hann á roots rokki á undan öllum öðrum.
Áður en Hvíta albúmið kom út gáfu Bítlarnir út tvöföldu smáskífunna Hey jude/Revolution, Hey jude sem tileinkað var Julian syni Lennons var lengsta Bítlalagið hingað til, tæpar 7 minutur og varð það söluhæsta smáskífa áratugarins.

Hvíta albúmið er oft kallað fjölbreyttasta plata sögunnar og hlýtur hún að kallast sterkur keppinautur fyrir þann titil. Platan er þó ekki eins fjölbreytt og hún lítur út fyrir að vera, það eru jú kántrý, popp, rock, music hall, blús, metal, ska, jazz og jafnvel avant garde æfingar á henni en flestar af þessum stílæfingum eru þunnar og lélegar. Ætlar einhver að halda því fram að Rocky racoon sé gott kántrý lag? Þessu lög eru flest popplög með smá blæ úr öðrum stefnum þetta eru ekki fullþroskuð ska-lög, fullþroskuð jazz-lög eða nokkuð slíkt, mest bara fikt.
Ég hef oft heyrt sagt vegna þess hve margir stílar séu á plötunni að fólki finnist þessi plata vera eins og konfektkassi (you never know what you´re gonna get). Það er voða sniðugt en ég er viss um að þeir sem segja þetta eru Bítlaaðdáendur, hlutlaus aðili sem fengi að heyra Hvíta albúmið yrði varla slegin yfir fjölbreytninni. Ég er samt ekki einn að þeim sem hefði viljað hafa plötuna einfalda en ég trúi því að Hvíta albúmið hefði getað orðið mjög flottur 70 mín diskur. Hver þarf eiginlega popp dittur eins og I will eða Honey pie? eða kántrýlög eins og Rocky racoon eða Don´t pass me by? þessi lög væru léleg á plötum hvaða listamanna sem væri, meira að segja Monkeys. Og hvað með Everybody got something to hide except me and my monkey eða Why don´t we do it in the road? Gæti ekki hver einasta rokkhljómsveit í öllum heiminum samið svona lög? Revolution9 er líka hræðilegt lag, minnst tveimur árum of seint en verst af öllu er þó Good night sem lokar plötunni, það hlýtur að vera versta lagið sem Bítlarnir sömdu.
Sem betur fer eru jákvæðu punktarnir fleiri, Yer blues er frábært blúslag, Julia er eitt innilegasta lag Lennons sem bítill, Back in the USSR er vinsælasta Bítlalagið í Rússlandi svo það hlýtur að vera gott. Dear prudence og Glass onion eru frábær lög og ekki má gleyma Helter skelter sem hljómar kannski ekki ýkja þungt núna en á þessum tíma var þetta sennilegasta það þyngsta sem til var. Bestu lög hvers og eins eru annars While my guitar gently weeps(George), Blackbird(Paul) og Happiness is a warm gun(John).
Þetta ár var þó umfram allt ár hvíldar

69

Ekki var mórallin góður við gerð Hvíta albúmsins en hann varð mun verri við gerð plötunnar sem átti að verða Let it be. George var fúll og hundleiður á því að vera Bítill, John gat ekki farið á klósettið án þess að taka Yoko með sér og Paul ráðskaðist með alla og reyndi að ráða yfir sveitinni og ofan á allt þetta voru myndatökumenn að taka upp öll rifrildi. Áður en upptökum lauk hafði Georg hótað að hætta en það var Paul sem dró hann jafnharðan til baka, Ringo hafði áður vilja hætta og John hefði verið til í að hætta hvenær sem er, meira að segja Martin vildi ekki taka þátt í þessu lengur. Eftir tónleikana á þakinu (30 janúar) fóru allir sínar leiðir og skildu Let it be eftir ókláraða á klippiborðinu og þar skyldi hún liggja í heilt ár.
Í millitíðinni kom út platan Yellow submarine, sú plata kom út vegna sýningar teiknimyndarinnar frægu sem Bítlarnir sjálfir áttu engann þátt í að skapa, þeir töluðu ekki einu sinni fyrir sína karaktera heldur voru fengnir til þess einhverjir sound-alikes. Platan innihélt einungis 4 ný lög, öll voru það lög sem þóttu ekki nógu góð til þess að komast á alvöru plötu. Hey bulldog er samt fínt.

Þrjár byltingar standa upp úr árið 1969: fyrst er það þungarokk Led Zeppelin, það höfðu komið fram tónlistarmenn sem spáðu fyrir um þungarokk (The Who, The Yardbirds, Cream, Jimi Hendrix, Jeff Beck, John Mayall) en Zeppelin kláruðu dæmið. Led zeppelin voru ný tegund af rokkstjörnum, þeir gáfu ekki út smáskífur, gáfu sjaldan viðtöl og kærðu sig ekki um útvarpspilun en þrátt fyrir það komu þeir þungu rokki sínu á topp vinsældarlistanna,
Önnur bylting var fyrsta plata King Crimson (In the court of the Crimson king), sú plata er einn frumlegasti frumburður rokksögunnar og markaði upphaf proggsins, það voru til prog-plötur þá (Yes, Genesis, Nice, ofl) en þær voru alltof ósannfærandi til þess að geta verið byrjunin á nokkrum sköpuðum hlut.
Þessar tvær plötur bindu enda á sjöunda áratuginn og þjófstörtuðu áttunda áratugnum.
Þriðja og síðasta byltingin það ár, var ekki eins vinsæl og hinar tvær en hún hefur reynst áhrifameiri þegar til lengri tíma er litið en það var Proto-pönkið frá Detroit. MC5 og sérstaklega The Stooges voru þar í fararbroddi, Stooges fundu upp rokktónlist sem átti eftir að ráða heiminum eftir 10 ár og sú tónlist ræður enn þann dag í dag. Tvö lög af fyrstu plötu þeirra (The Stooges) voru notuð í tveimur byltingum á næstu áratugum, Sex pistols tóku No fun þegar pönkið skall á í Englandi 1977 og Sonic youth notuðu lagið I wanna be your dog á sinni fyrstu breiðskífu: Confusion is sex (83) einni af helstu plötum no-wave og alternative sénunnar á níunda áratugnum.

Eins og áður sagði þá var 1968 ár hvíldar en nú var allt komið á fullt á ný. Tim Buckley gerði mjög spennandi blöndu af jazzi og þjóðlagatónlist á Happy Sad, The Who gáfu út Tommy eina bestu (enn ekki fyrstu) rokkóperu sögunnar og eitt besta safn frumlegra gítariffa áratugarins, Frank Zappa gaf út Uncle meat tvöfalda avante-garde/jazz/musical plötu sem hljómar ólíkt flestu sem komið hefur út, Pink floyd gáfu út Ummagumma eitt sitt besta experimental verk, Tangerine dream, Amon duul og Can gáfu út sýnar fyrstu plötur og byrja krautrock hreyfinguna og fyrir ofan allt annað gefur Captain Beefheart út tvöfalda meistaraverkið (og bestu plötu sögunnar að mínu mati) Trout mask replica.

Að þessu leiti má augljóslega blása á Abbey road og kalla hana hallærislegt adult-pop eða eitthvað álíka en það væri hræðilegur glæpur.
Þar sem Abbey road stendur öðrum plötum frá þessum tíma ekki á sporði hvað frumleika og nýjungar varðar þá reyna flestir aðdáendur eða gagnrýnendur að sannfæra þig um að þessi plata sé algerlega fullkomin og standi sem mest sannfærandi plata rokksins. Það er auðvitað algert kjaftæði, Abbey road er góð og fagmannleg plata (fyrsta platan þeirra til að vera tekin upp á 8 track) en hún er langt frá fullkomnun og satt að segja er hún frekar óspennandi.
Platan er tvískipt, fyrri hliðin er mest tileinkað basic rokki og inniheldur lengri og fullgerðari (fullþroskaðri?) lög á meðan sú seinni er eiginlega hálfgert ”medley" eða rokk-ópera.
Fyrri hliðin líður fyrir það að hún reynir of mikið, hún er of hljóðunninn og fínpússuð en það gerir það að verkum að tónlistin verður uppblásin og karakterslaus. Einu lögin á fyrri hliðinni sem skarta smá einlægni eru lög Harrisons: Something og Here comes the sun. Lög Pauls á fyrri hlið eru hinsvegar ekki einlæg, Maxwell´s silver hammer er alltof mikið pússað og fágað enda lét Paul hina í sveitinni spila lagið aftur og aftur heimtandi að það gæti orðið smáskífa. Í Oh Darling bregður Paul sér í hlutverk rokkarans og öskrar úr sér lungun, en fyrir utan það að lagið hefði orðið mun betra í flutningi Johns þá er lagið of týpiskt 50´s, það er ekki stæling á 50´s rokki heldur paródía á 50´s rokk. Lennon fékk á sig lögsókn fyrir Come together og það var enginn annar en Chuck Berry sem kærði. Come together var í raun You can´t catch me í dulbúningi, Lennon hafði gert þau mistök að byrja lagið á nákvæmlega eins textabút og lagið hans Berrys. Hefði hann ekki gert það hefði Chuck sennilega aldrei tekið eftir þessu. Lennon á tvö önnur lög á fyrri hlið: Because sem er capella tónlist og þungan pshycedelica blúsinn í I want you(she´s so heavy), bæði lögin fín.
Seinni hliðin er þó mun betri, það er fátt hægt að segja um hvern hluta fyrir sig en rokkóperu blandan er eitt það besta sem Bítlarnir höfðu gert og tilvalinn endir á feril Bítlanna.
En það átti enn eftir að ganga frá nokkrum lausum endum.

70

Það kom í hendur Phil Spectors að klára Let it be, hans starf var ekki auðvellt, hann þurfti að kafa í gegnum ótal rúllur af tónlist og velja svo það besta og reyna að bæta þær svo boðlegar væru. Ekki voru allir sáttir (þar á meðal Paul) en Phil hefði varla getað gert mikið betur með ekki betra efni en þetta. Platan hljómar langt frá því að vera fullgerð og Phil hefur neyðst til að fylla upp í plássið með tveimur ekki nærri því kláruðum lögum (Maggie Mae og Dig it) og gömlu lagi frá því að þeir voru að spila í Cavern (One after 909). Annars hefur platan töluvert öðruvísi hljóm en Abbey road, meira týpiskan roots rock hljóm með miklum kántrý áhrifum. Helstu áhrifavaldar Bítlanna við upptökur Let it be virðast hafa verið The Band. Let it be er hressilega innileg eftir hljóðvinnuslátruninna frá Abbey road. Besta lagið er auðvitað hið trúarlega Let it be, önnur góð eru opnunarlagið Two of us, blúsarinn For you blue og ballaðan Across the universe.
Þó Let it be sé sæmileg þá hefði Abbey road verið heppilegri svanasöngur.

Allir Bítlarnir byrjuð sólóferil en engum tókst að gefa út jafn gott efni eins og það sem kom frá Bítlunum. Lennon byrjaði vel (ef við gleymun plötunum hans með Yoko) með Plastic Ono Band, mjög harðri og persónulegri plötu en missti strax dampinn yfir í einhverskonar universal-pop, samt var Image ágæt. Paul átti hræðilegan sólóferil sem hann tileinkaði gífurlega fyrirsjánlegum poppplötum. Hans bestu verk (Ram og Band on the run) eru ekki hátt yfir meðallagið. Harrison byrjaði frábærlega með All things must pass (aftur skulum við gleyma experimental ruskinu) en hefur ekki gert mikið gott síðan, enda var hann ekki eins mikill framagosi og Paul og John. Ég veit ekkert um Ringo, fyrstu plöturnar hans seldust víst vel, meira veit ég ekki.

Svo spurninginn er hvort Bítlarnir séu frumlegasta, fjölbreyttasta, áhrifamesta og besta hljómsveit 20 aldarinnar.

FRUMLEGASTIR: Ég held að ég hafi sýnt fram á að þeir voru ekki frumlegastir, eða frumlegir yfir höfuð, það eina frumlega sem þeir gerðu var söngur spilaður afturábak.
FJÖLBREYTTASTIR: Ekki myndi ég segja það, fyrstu 4 plöturnar þeirra hljóma eins, Peppers og Magical hljóma eins. Aðal fjölbreyttnin á þeirra tónlist er vegna þróunar en þeir breyttu aldrei um stíl eins og til dæmis Who eða Byrds. Reyndar er allur catalogur Bítlanna einn sá fyrirsjáanlegasti sem ég þekki.
ÁHRIFAMESTIR: Þetta er spurning um hvort áhrifamiklir þýðir margar eftirhermur eða mikil áhrif á þróun tónlistarinnar. Það er augljóst að Bítlarnir eiga margar eftirhermur en það er líka augljóst að þeir höfðu sáralítil áhrif á sína kynslóð. Málið er að þeir voru alltaf síðastir eða með þeim síðustu í öllu og þú getur einfaldlega ekki haft áhrif á eitthvað eða byrjað eitthvað sem hefur er nú þegar byrjað. Og ef við förum fram í 70´s þá eru það hljómsveitir eins og Eagles og Abba sem urðu frá áhrifum frá Bítlunum en ekki almennilegar hljómsveitir eins og Faust eða Pere ubu. Það sama gildir um 80´s þá eru það Duran duran og Wham sem eru undir áhrifum frá Bítlunum en ekki Husker du eða Sonic youth. Nirvana votta Bítlunum reyndar virðingu sína en ég hugsa að það mætti strika yfir Bítlanna og allar þeirra eftirhermur og saga rokksins væri lítið frábrugðin þeirri sem gildir í dag.
BESTIR: Augljóst samkvæmt þessu að ofan að Bítlarnir eru varla meira en meðalgrúppa, en það fer allt eftir því hvernig maður dæmir tónlist. Sumir dæma tónlist eftir því hve færir gítarleikararnir eru í að spila sólóa, aðrir dæma hana eftir því hve kröftug hljómsveitin er en flestir dæma hana sennilega eftir gæðum laglínanna.
Ég get ekki útskýrt það hvernig ég met tónlist en mér finnst það ekki nóg að semja grípandi laglínur, það verður að vera eitthvað meira. Melódíur Bítlanna eru ekki heldur í einhverjum sér klassa, eins og oft er talið. Þær hafa elst vel jú en ekkert betur en melódíur Beach boys, Mama & the Papas, Zombies, Kinks eða nokkurra annarra almennilegra 60´s artista.

Hvað finnst ykkur, það má nú alveg velta því fyrir sér hvort Bítlarnir séu svona stórt nafn í dag vegna þess að þeir eigi það skilið eða vegna þess að þeir seldu mikið. Þeir eru ekki heilagir.

Hér er allar Bítla plöturnar mínar og einkunnirnar.

Please please me 5|10
With the Beatles 6|10
A hard day´s night 7|10
Beatles for sale 5|10
Help 6|10
Rubber soul 7|10
Revolver 8|10
Sgt.peppers lonely 7|10
Magical mystery tour 6|10
The Beatles 8|10
Yellow submarine 3|10
Abbey Road 7|10
Let it be 6|10
Past masters volume one 6|10
Past masters volume two 5|10
The Beatles 1962-1966 6|10
The Beatles 1967-1970 5|10
Let it be (single) 3|10
Love songs 4|10
One 4|10
Rock and roll music 3|10
Yellow submarine.. 4|10
Rarities 3|10
Live at the BBC 5|10
Anthology 1 4|10
Anthology 2 4|10
Anthology 3 4|10
Anthology 2000 4|10
The complete 2cd roof.. 2|10
The Early tapes 2|10