Var með stutt mjög ljóst hár frá því að ég var pínulítill, krúnurakaði mig nokkrum sinnum þegar það komu lúsabréf í bekkin í 1. 2. bekk, maður fær ekki lús ef maður er ekki með hár. Í 7. bekk lét ég það vaxa sítt, en klippti það að ári. Síðan fyrir svona 3 mánuðum litaði ég það næstum svart, mjög mjög dökkt, en það var alltaf eins ljóst og hár getur orðið áður en það er hvítt. Og mér þykir það hafa komið rosalega vel út, ég fíla það mjög vel.