Audi TT 2007 Þessi bíll er hrein snilld! Pabbi minn vinnur hjá Morgunblaðinu og skrifar stundum í bílablað Moggans. Hann hefur hingað til fengið að prófa BMW X5, Subaru Legacy Outback og núna nýlega Audi TT.
TT-inn kemur með val um tvær vélar; tveggja lítra TFSI og 3.2 V6. Pabbi fékk hann framhjóladrifinn með 2 lítra turbo vélinni sem er alveg nógu öflug fyrir þennan létta bíl! Vélin skilar 200 frábærum hestöflum í gegnum “flappy-paddles” sjálfskiptingu. S.S. með skiptinguna í stýrinu. Hann er fáanlegur með framhjóladrifi og með Quattro fjórhjóladrifi.
Þessi bíll er frábær í alla staði nema þegar kemur að rými aftur í… Vinir mínir þurftu gjörsamlega að pína sig til að sitja aftur í þessum bíl þegar þeir komu með okkur pabba á rúntinn. - Hann meira að segja eyðir ekki miklu! Með tveggja lítra turbo vélinni eyddi hann tæpum 12 lítrum á hundraðið í innanbæjar inngjöfum ;D.
Það kemur manni hreinlega á óvart að við pabbi og vinir mínir séum ennþá á lífi vegna þess að pabbi var flengjandi bílnum á 80km/klst inn í hringtorg og bíllinn missti ekkert grip! Hvorki undirstýring né yfirstýring, bara fullkomið grip. Ég er samt handviss um að ef hann missir gripið mun hann yfirstýra frekar en undirstýra.
Ég er algerlega dolfallinn fyrir þessum bíl og ef maður hefur efni á svona tryllitæki í framtíðinni er þetta skyldueign!

Smá specs um bílinn:
Afl: 200hö @ 5,100 - 6,000 snúningum á mínútu
320nm @ 1,800 - 5,000 snúningum á mínútu
Þyngd: 1330kg.
0-100km/klst: 6.1 sekúndur
Mesti hraði: 209 km/klst. (“limitaður” útaf einhverju… veit ekki af hverju)

Allavega frábær bíll á alla kanta! Allir fara í reynsluakstur og láta sig dreyma!