Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Vandamál.

í Rómantík fyrir 18 árum
Hmmm.. hvernig væri þá að sleppa því bara að vera ‘geggjað mikill player’?

Re: Silvíu nótt auglýsingar

í Tilveran fyrir 18 árum, 1 mánuði
Það vill bara svo skemmtilega til að ég gerði þennan account fyrir 6 árum.. Þá var ég lítil og vitlaus og gerði mér ekki grein fyrir því að fólk ætti eftir að dæma mig sem ‘helvítis smápíku’ fyrir það eitt að vera ennþá með sama nickname-ið 6 árum seinna.

Re: Munur á Pendulum fyrri/seinni tónleikunum

í Danstónlist fyrir 18 árum, 1 mánuði
Myndi miklu frekar fara á seinni tónleikana.

Re: Pendulum spilar á Broadway 18. apríl

í Djammið fyrir 18 árum, 1 mánuði
Yes.. ef þetta kvöld verður ekki ógleymanlegt þá veit ég ekki hvað. Exos + Plugg'd + Pendulum.. er hægt að biðja um meira á litla Íslandi?

Re: Emo

í Músík almennt fyrir 18 árum, 1 mánuði
Nei emo er engan veginn það sama og goth, langt í frá. Það er meira svona.. pönkblandað rokk þar sem aðaláherslan er oftast lögð á textana og þeir fjalla oftast um tilfinningar(emotions). Dæmi um emo hljómsveitir eru t.d. Armor For Sleep, Dashboard Confessional, The Used, My Chemical Romance, Brand New, Taking Back Sunday, Senses Fail, Something Corporate, Finch o.fl.

Re: Silvíu nótt auglýsingar

í Tilveran fyrir 18 árum, 1 mánuði
Gæti verið að ég sé ekki alveg vöknuð ennþá en ég sé ekki neitt fyndið við þetta O_o

Re: Hvað haldi þið!?

í Heimspeki fyrir 18 árum, 1 mánuði
Er þetta ekki bara einhver gamall gaur með alveg eins tattoo og hann?

Re: Depeche Mode

í Raftónlist fyrir 18 árum, 1 mánuði
Goth techno? Depeche Mode? Really?

Re: Næturdýr

í Tilveran fyrir 18 árum, 1 mánuði
Já en það er hægt að gera líka í bænum.. maður þarf bara að keyra svolítið út fyrir hann :D

Re: frííið:D

í Tilveran fyrir 18 árum, 1 mánuði
Djamma.. reyna að læra kannski eitthvað, en ætli maður noti samt ekki mesta frítímann á daginn í að sofa.

Re: Páskafrí hugmyndir

í Tilveran fyrir 18 árum, 1 mánuði
Ekki áfengi? En eitthvað annað en áfengi en samt svipað?

Re: Dark Side könnunin...

í Gullöldin fyrir 18 árum, 1 mánuði
Well.. persónulega finnst mér Time besta lagið á pötunni, en fólk má samt alveg segja að Great Gig eða Money sé betra.

Re: Íslenskuörðuleikar..

í Sorp fyrir 18 árum, 1 mánuði
Fer alveg eftir því hvað þú kallar ‘eldri’ myndi giska á að viktornonninn sé u.þ.b 15 ára, plús-mínus 1.

Re: Silvíu nótt auglýsingar

í Tilveran fyrir 18 árum, 1 mánuði
Hahah.. Úff. Mér finnst alveg rosalega gaman að horfa á Silvíu Nótt, ég viðurkenni það alveg fúslega. Hinsvegar er ég ekki einhver “helvítis smápíka” og ég get alveg lofað þér því að ég er alveg nokkrum árum eldri en þú. Ætla allavegana að leyfa mér að draga þá ályktun, feel free to prove me wrong.

Re: Íslenskuörðuleikar..

í Sorp fyrir 18 árum, 1 mánuði
Já ætli hann sé ekki eitthvað um 12 ára aldurinn svona oftast. Þó leynast eldri einstaklingar hérna einhvers staðar inn á milli.

Re: Þarf Smá Ráð..

í Rómantík fyrir 18 árum, 1 mánuði
Dude.. ekki kæfa hana O_o Veit reyndar ekki hvernig þessi stelpa er en.. rómantík er alveg rosalega sæt. Í HÓFI. Myndi bakka aðeins í burtu, ekkert mikið, bara slappa af í ástarljóðunum og passa að kaffæra henni ekki í einhverju dísætu rugli.

Re: Pöntun

í Harry Potter fyrir 18 árum, 1 mánuði
Jájá :]

Re: að vinna á kassa... :/

í Tilveran fyrir 18 árum, 1 mánuði
Já kannast alveg ógeðslega vel við þetta. Fólk heldur bara að það geti algjörlega valtað yfir allt afgreiðslufólk, sama hvort það er að vinna í matvörubúð, matsölustað, sjoppum, bakaríum, bensínstöðvum eða whatever. Algjörlega óþolandi. Enda reynir maður alltaf að vera sem vingjarnlegust við afgreiðslufólk, veit hvernig það er að lenda í fólki sem bókstaflega öskrar á mann.

Re: Næturdýr

í Tilveran fyrir 18 árum, 1 mánuði
Já, ég er algjör nátthrafn. Er einmitt alveg ógeðslega löt á daginn og langar bara að liggja og sofa, en strax á kvöldin er ég geim í hvað sem er(reyndar nenni ég aldrei að læra, hvort sem það er á daginn, morgnana, kvöldin eða næturnar). Enda elska ég frí og að búa í borginni, því það er alltaf eitthvað opið og alltaf eitthvað að gerast þó það sé hánótt.

Re: Leiðinlegir Foreldrar!

í Tilveran fyrir 18 árum, 1 mánuði
Ég lem þau bara, ofbeldi er það eina sem virkar :]

Re: Silvíu nótt auglýsingar

í Tilveran fyrir 18 árum, 1 mánuði
Silvía Night er æði :]

Re: Hvaða lag mynduð þið vilja spila í jarðarförinni ykkar?

í Tilveran fyrir 18 árum, 1 mánuði
Bubbi - Kveðja Within Temptation - Bittersweet eða Our Farewell og Vilhjálmur Vilhjálmsson - Söknuður Frekar týpískt en meina hey.. finnst ekkert endilega að jarðarfarir séu pleisið til að flippa eitthvað.

Re: Pöntun

í Harry Potter fyrir 18 árum, 1 mánuði
Ha? O__o

Re: Pöntun

í Harry Potter fyrir 18 árum, 1 mánuði
Þannig að þú ert að borga sirka 1800kall fyrir bókina og sendingarkostnað? Vá þetta er miklu ódýrara en að kaupa hér O_o

Re: Bright Eyes

í Rokk fyrir 18 árum, 1 mánuði
Algjör snillingur..
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok