Pendulum spilar á Broadway 18. apríl Pendulum kemur fram miðvikudaginn 18. apríl á Broadway ásamt Exos og Plugg'd. Haldnar verða tvær sýningar, fyrir 16 til 20 ára frá 20.00 til 23:30 og fyrir 20 ára og eldri frá 01.00 til 05:30. Miðinn á eldri sýninguna er á 2500 en 3000 við hurð. Miðinn á yngri sýninguna er á 2000 en 2500 við hurð. Miðasalan byrjar laugardaginn 7.apríl í gallabuxnabúðinni Kringluni fyrir báðar sýningarnar.

Ein af fremstu dans og drum & bass hljómsveitum heims komu saman í fyrsta skipti í heimabæ þeirra Perth í Ástralíusumarið 2002, þegar þeir Rob Swire og Gareth McGrillentóku saman við virtan heimamann, plötusnúð að nafni Paul ‘Elhornet’ Harding. Hafa þeir Rob Swire og Gareth McGrillen komið víða við í heimi elektronískrar tónlistar en saman við Paul Harding fæddist stórsveit sem ber nafnið Pendulum.

Eftir að hafa selt vel ríflega 100.000 eintök af þeirra fyrstu skífu “Hold Your Colour”, endurhljómblandað lög eftir virta listamenn eins og The Prodigy, eftir að vera í reglulegri spilun og komið oft fram á BBC Radio1 allt samhliða þess að vera á tónleikaferð um allan heim, er óhætt að segja að Pendulum sé ein allra fremsta danssveit heimsinns. Síðast liðna 12 mánuði hefur Pendulum farið huldu höfði, en hafa þeir nýtt þann tíma vel og unnið hörðum höndum að þeirra næstu plötu.

Sem vandvirkir og góðir tónlistarmenn vildu þeir ná sem bestum hljóm fyrir tónleika sína, en þeir komust fljótt að því að með því að spila einungis tölvukennd hljóð þá var eitthvað sem vanntaði. Þeir byrjuðu að bæta inn þekktari hljófærum við tónlistina sína og má lýsa þeirri fyllingu sem þeir náðu sem Elektrónískum Led Zeppelin, Crunked up Soundgarden, Toolsaman við Timbaland, í bland við árásagjarna en tæra tóna, eða sem hinum eina sanna ‘Pendulum tón’.


En um hvað snýst Pendulum í raun og veru? Sagt með þeirra eigin orðum:

“Við viljum að tónlistin okkar sé flótti frá raunveruleikanum. Á meðan tækni og þróun halda áfram með bættum hljóðkerfum og fullkomnari útsettningum, þá hefur þó eitthvað glatast á leiðinni. En að komast burt úr hverdagsleikanum og upplifa eitthvað nýtt sem þú gerir ekki endilega á hverjum degi. Þetta var sú orka sem við fundum fyrst þegar við byrjuðum í elektrónísku tónlistinni. Svipaða tilfiningu er að finna með böndum eins og Led Zepplin og jafnvel Bítlunum en þó einnig með nýlegri sveitum eins og Tool, Mars Volta og Queens Of The Stone Age.

Okkur þótti fullkomið að blanda því besta úr báðum heimum, en við þurftum að gera það á þann hátt að það væri ekki augljóst. Á síðustu 10 árum hafa fjölda hljómsveita reynt að brúa bilið á milli ólkíkra tónlistar heima, tölvuvædd hljóð með rokklögum og svo öfugt. En okkur finnst að hingað til hafi það það allt verið frekar lélegt. Við ákváðum því að reyna og gera þetta almennilega, því okkur finnst að enginn hafi náð að gera þetta rétt og það eru enn mörg ókönnuð svæði.

Ef þið kveikið á útvarpi í dag heyrið þið 20 lög í röð sem öll lýsa hversdagslegu lífi einstæklings eða lög sem hafa eina grípandi laglínu um að dilla sér á skemmtistað. Útsettningin er oftast mjög góð en það liggur ekkert meira að baki. Við viljum heyra eitthvað öðruvísi og spennandi, en það sem við viljum heyra er ekki til staðar. Það er einmitt þess vegna sem við höfum sameinað hæfileika okkar og reynt eftir fremsta megni að leggja okkar að mörkum, eytt ótrúverðugu magni af tíma, orku og þolinmæði, unnið myrkranna á milli til þess að skapa, bæta, endurbæta og reyna að fullkomna listina sem við höfum svo lengi þráð að heyra. Tónlist sem mun grípa þig föstu taumhaldi og flytja þig burt frá stöðnuðum hversdagsleikanum, áhyggjum, hatri, pólitík og óþolandi óbreytileika. Tónlist sem fyllir okkur þessari óútskýranlegu vellíðunartilfinningu sem á einhvern hátt hefur glatast úr þessari fallegu list. Tónlist sem gefur okkur meira en bara tónana þegar við heyrum þá. Tónlist sem skiptir máli! Það er nákvæmlega það sem Pendulum snýst um. Pendulum er það sem okkur hefur vantað.”
- Rob Swire, Gareth McGrillen, Paul Harding.


Þá eru fáum spurningum eftir ósvarað og má með sanni segja að hér séu heimsklassa listamenn á ferð, það væri ekkert nema synd að láta tónleika með Pendulum framhjá sér fara. Ef það væri hægt að gera hlutina betur væru þeir búnir að gera það! Kæru lesendur, þetta eru Pendulum.