Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Anarkismi

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 4 mánuðum
En þú gleymir einu, hvernig í fjandanum á anarkismi að virka í borgum og byggðarkjörnum?

Re: Laun innflytjenda

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Mér finnst allt í lagi að leyfa útlendingum að vinna láglaunavinnu ef þeir vilja. Þeir senda oftast peninginn heim til sín og þannig flyst peningur frá ríkum þjóðum til þeirra fátækari. Ekkert nema gott. Og það verður að viðurkennast að það er frekar slapt fyrir fólk sem fær jafn gott start, eins og krakkar á Íslandi fá, að gera lagervinnu eða samlokugerð að ævistarfi :/

Re: Vinstrisinnaðir hugastrákar

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Villtu fá málefnalegri umræður á huga? Hér er gott ráð: Ekki skrá þig inn aftur.

Re: Hræsni?

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Voru búar ekki Hollendingar? Mig minnir það allavega.

Re: Hræsni?

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Afhverju færirðu ekki rök fyrir máli þínu! Hlutfall indverskra háskólamenntaðra manna búsettir á Indlandi í vinnu hjá hátæknifyrirtækjum fer síhækkandi. Svo er eiginlega ekkert af þessum búnaði sem indverjarnir búa til seldur í Indlandi eða þróunarlöndum… Kínverjarnir sem eru væntanlegir/komnir á kárahnjúka fá 14.000 kr. í mánaðarlaun í heimalandi sínu. Ef fyrirtæki lofar þeim að borga þeim 120.000 kr. þá munu þeir þyggja þá vinnu á meðan fáir vestrænir íbúar myndu láta bjóða sér það. Svona...

Re: Ekki á...

í Tolkien fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Ha? Gætirðu uppfrætt okkur ófróða fólkið aðeins.

Re: Skemmtileg könnun

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Það hefði verið gott að fá stutta grein um þetta áður en þetta var sent inn ;)

Re: Björk

í Músík almennt fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Hmm kannski ætti ég að segja mitt… Diskur: Vespertine Lag: get ekki gert upp á milli “Venus as a Boy” og “An Echo, a Stain”

Re: Misbeiting Valds

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 4 mánuðum
sem er?

Re: Hræsni?

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Reyndar er það hungurneyð… veit ekki hvaðan þetta s kemur ég á allavega mjög erfitt að hugsa um sneiðar í þessu samhengi og orðið nafnorðið sneyð er einfaldlega ekki til. Hungur í hungurneyð er í þolfalli þannig að ekki kemur s-ið þaðan. Hinsvegar er hægt að vera hungursnauður og að hungursneyða (bæði so.) einhvern, sem þýðir að einhver hafi tekið matinn af manni eða að taka mat frá einhverjum.

Re: Hræsni?

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Því við höfum gert það og hvað fáum við útúr því? Stríð… en hvað það hjálpar mikið. Maður á að taka afleiðingum gjörða sinna og það finnst mér að ríkisstjórnir frakklands, hollands, bretlands, spánar og þýskalands eigi að gera. Þótt að það sitji aðrir menn, sem ég tel að eru örugglega hæfari til að leysa þennan vanda heldur en þeir sem voru svo heimskir að skipta álfunni með reglustiku.

Re: Hræsni?

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Sá sem ber ábyrgð á því er Bretland. Þeir áttu Indland og flest löndin þar í kring og stálu af þeim miklum gersemum og þjóðarfé. Málið er að svona ójafnvægi byrjar að laga sig sjálft, ef þú getur ráðið hundrað manns í vinnu í þróunarríkjum fyrir mun minni pening en það sem er í vestrænum ríkjum muntu gera það. Þannig á peningur eftir að koma inn í þróunar-ríkin, ekki með því að almennir borgarar landana spreði smápeningum útí loftið sem getur að vísu hjálpað til. Skjálftinn fannst á öllum...

Re: "Þegar maður hélt að mannkynið sykki ekki lægra"

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Já enda er maðurinn yfir ljón hafinn. Hann verður að vinna fyrir því, sem þessir einstaklingar hafa ekki gert og þar af leiðandi verða aðrir einstaklingar yfir þá hafna og hafa fullan rétt til að kalla þessa svikahrappa ógeð og viðbjóð.

Re: "Þegar maður hélt að mannkynið sykki ekki lægra"

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Hmm hjá það gerist hjá svínum og pöddum, það er það sem þetta fólk þarna er.

Re: Hræsni?

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Maðurinn gæti átt það til að þróa ónæmi gegn alnæmi… fyrst þessar bakteríur eru svo klárar að verða ónæmar fyrir lyfjunum okkar afhverju ekki öfugt?, hvítu blóðkornin eru nú bakteríur eftir allt saman. Ég veit ekki… kannski fattar fólkið þarna að fara að nota smokka. En eins og ég segi það eru evrópulöndin sem eru ábyrg fyrir skiptingu afríku sem eiga a ðsjá um að bjarga afríku. Það er ekki á okkar ábyrgð, hins vegar finnst mér ekkert að þvi að hjálpa þegar svona stórar náttruhamfarir bera...

Re: Hræsni?

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Nú afhverju? Ég er kominn með rökin, ef vinnuafl verður of ódýrara í þróunarlöndum missa vestrænir íbúar einfaldlega vinnuna og verða fátækari og þá streymir peningur inn til þróunarlandanna smátt og smátt. Þegar þessi vinnujöfnun er kominn uppí háskólastig er ekkert að því að vera bjartsýnn. Vestrænir borgarar eru með of háar kröfur á meðan þróunarríkja borgarar með of lágar, það á eftir að lagast með tímanum. Hins vegar veit ég ekki með afríku… hún virðist basically bara fucked… Þar á...

Re: Michael Jackson sönnun að hann sé saklaus

í Músík almennt fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Málið er að það er sannað og vitað að hann hafi kynferðislega löngun. Þar sem hann er með pung of framleiðir efnið testósterón. Það eru rök, ekki ágiskanir, hins vegar veit ég ekkert um hvort að hann sé geldur eða ekki… þá myndi ég hafa rangt fyrir mér.

Re: SmS leikirnir (Dómsmálaráðuneytið)

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
…..vá! Aggresívari samræðustíl hef ég aldrei upplifað! Ég sagði aldrei að það ætti að banna fjárhættuspil! Ég sagði bara að fyrst spilakassar eru bannaðir ætti að banna SmSleiki fyrir einstaklinga undir 16 ára aldri…

Re: Könnun....

í Tolkien fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Jamm eða það. Ég hef heldur aldrei farið beinlínis að gráta í bíó og hef heldur ekki séð neinn fara að gráta… bara tárast, þannig að spurninginn sjálf er heimskuleg líka!

Re: Jákvæður atburður í tengslum við hörmungarnar í Asíu.

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Ég vona að þessi sameinandi áhrif segi mikið! Það gæti svo sannarlega bjargað mannslífum.

Re: Hræsni?

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Erm sko…. ef við gerum ekkert geta orðið til margar farsóttir þarna sem gætu hækkað tölu dauðra um mörg hundurð prósent. Þegar ég gaf pening til rauða krossins fyrir þremur dögum, útaf þessu, hugsaði ég ekkert um þessa túrista. Þessi tala… 100.000 öskraði bara svo hátt aftan í hausnum á mér að ég varð að gera eitthvað. Það er ekki okkar að breyta ástandi heimsins, ástæðan fyrir hörmungum í afríku eru spilltir harðstjórar, heimskuleg skipting afríku, kúgun stórfyrirtækja og svo lengi mætti...

Re: "Þegar maður hélt að mannkynið sykki ekki lægra"

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
OOOOJJJJJ!!!!!!!! og það er langt, langt síðan ég hef notað svona mörg upphrópunarmerki, en núna er það bara viðeigandi!

Re: Michael Jackson sönnun að hann sé saklaus

í Músík almennt fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Barn með fullþroskaðan pung, sem framleiðir testósterón, sem leiðir til löngunar í kynlíf. Ef hann er barn með langanir í kynlíf er þá ekki rökrétt ályktun að hann langi til að stunda kynlíf með öðrum börnum?

Re: SmS leikirnir (Dómsmálaráðuneytið)

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Fjárhættuspil gegna ENGU hlutverki fyrir utan það að vera skemmtileg. Hlutabréfamarkaðurinn gegnir MIKLU stærra hlutverki, MIKLU mikilvægara hlutverki heldur en eitthvað fjandans áhugamál.

Re: SmS leikirnir (Dómsmálaráðuneytið)

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Því ég hef nógu mikið vit á efnahagskerfinu til að vita að án hlutabréfa myndi núverandi kerfi hrynja… Ég myndi nú telja að það væri alveg fjandi mikilvægt.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok